Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 21

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 21
Harmonikudagurinn var haldinn hátíðlegur laugardaginn 4. maí. Fram- lag FHUR var að leika í nokkrum verslunarmiðstöðvum á höfuðborgar- svæðinu. Austfirðingurinn Þorvaldur Jónsson lék í Hólagarði. Reynir Jónasson sá um Garðheima. Viðskiptavinir Mjóddarinnar töldu í buddunum við undirleikörvars Kristjánssonar. í Bykó í Kópavogi hressti Þórleifur Finns- son upp á stemninguna. Húsgagnahöllin skartaði öðrum Dalamanni, Sveini Sigurjónssyni. Formaður SÍHU Gunnar Kvaran lífgaði upp á Kringl- una ásamt Hreini Vilhjálmssyni. Ritstjórarnir, fyrrverandi og núverandi, Hilmar Hjartarson og Friðjón Hallgrímsson skemmtu viðskiptavinum Smáralindarinnar. Góður rómur var gerður að þessu eins og ávallt og jafnvel svo að við bar að þeir sem leið áttu hjá, þar sem spilað var, hafi „ brostið fdans", slíkarvoru undirtektirnar. Þá er að geta eins sem tekið var upp í vetur og hafa bæði FHUR og Harmonikufélag Reykjavíkur annast framkvæmd þess. Það er að harmonikuleikarar á vegum félaganna hafa farið í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, sagt börnunum frá nikkunni, spilað undir söng barnanna og leyft þeim að skoða hljóðfærið, snerta það og jafnvel að framkalla tón. Hefur þetta, að þvíerégbestveit, mælstvelfyrirogvakið ánægju bæði spilara og áheyrenda. Væri óskandi að hægt væri að halda Frá Iðnó 10. febrúar. Hljómsveit FHUR. þessu áfram, vegna þess að því fyrr sem unga fólkið kynnist harmonikunni, því meiri líkur eru á því að áhugi fyrir henni vakni ogviðhaldist. Hægt er að skoða myndir af öllum samkomum FHUR á www.harmoniku-unnnendur.com Kærsumarkvedja Páll S. Elíasson, formadur FHUR JÓLASKEMMTUN HARMONIKUFÉLAGS ÞINGEYINGA Árleg skemmtun HFÞ ásamt Kveðanda var haldin á Breiðumýri 5. janúar 2013. Góð mætingvaroghófstskemmtunin kl. 21. Sigurður Leósson spilaði fyrir dansi á harmoniku ásamt þeim Grími Vil- hjálmssyni bassaleikara, Núma Adolfssyni gítarleikara og Hirti Hólm trommuleikara til kl. 22. Þá tóku Kveðandamenn við og komu fram tveir hópar. Fyrri hópnum stjórnaði Björgvin Leifsson og voru það Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Ósk Þorkelsdóttir, Hlynur Snæ- björnsson, Hallur Reynisson og Indriði Ketilsson sem fluttu ýmis konar kveðskap við góðar undirtektir. Næsta hóp stjórnaði Ósk Sigurður Leósson. Strákabandið. Frá vinstri: Grímur Vilhjálmsson, Rúnar Hannesson, Númi Adólfsson (á bak við Rúnar), jóel Friðbjörnsson, Hjörtur Hólm Hermannsson og Kristján Kára■ son. Þorkelsdóttirogvoru það Davíð Herbertsson, Sigrfður ívarsdóttir, Ólína Arnkelsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir og Björgvin Leifsson og voru þau ekki síðri. Þá var dansað aftur og nú var það Jón Árni Sigfússon ásamt Grími og Hirti sem spiluðu og svo Strákabandið. Kl. 23:30 varsvo bögglauppboð sem FriðrikSteingrímsson sá um í stað Stefáns Þórissonar sem oftast hefur stjórnað því og leysti Friðrik það mjög vel og hefur aldrei verið jafn líflega boðið. Aftur var svo dansað til kl 2 og skiptust hljómsveitirnar á að spila það semeftirvar. Sigurdur Ólafsson Uppboðshaldarinn. 21

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.