Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 2

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 2
Ávarp formanns Kæru harmonikuunnendur. Eg vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs sumars. Vetrarstarfið í aðildarfélögunum er að baki og ég hef spurnir af því að það hafi verið fjörugt og skemmtilegt. Það er ósk mín að það sama gildi fyrir komandi sumar, harmo- nikuhátíðarnar verði fjölbreyttar og skemmti- legar og aðsókn að þeim verði ekki lakari en undanfarin ár. I ár er landsmótsár og verður Landsmót harmonikuunnenda haldið að Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu, dagana 3. - 5. júlí 2014. Eyfirðingar og Þingeyingar standa sameigin- lega að mótinu að þessu sinni og er ég þess fullviss að vandað verður til alls er varðar landsmótið. I sam- tölum mínum við landsmóts- nefnd hefur allur undirbúningur gengið vel og verður gaman að mæta á landsmótið og njóta alls þess er þar verður boðið upp á. Af starfi stjórnar sambandsins er það helst að frétta að fúndað hefur verið reglulega og þau mál er upp hafa komið verið rædd og tekið á málum hafi þess þurft. Það verður þó að segja að starfsemi sambandsins er með allt öðrum hætti þegar um er að ræða landsmótsár. Þá eru engar æfingabúðir fyrir ungmennin okkar og harmonikukeppni ekki haldin og það minnkar álag á stjórnarmenn til muna. Stjórnin hefur þó unnið ötullega að því að framfylgja samþykkt síðasta aðalfundar um að efna til hópferðar til Italíu og var sendur út tölvupóstur á alla formenn aðildarfélaganna og þeir beðnir að kynna þessa ferð fyrir sínum félögum og kanna hug manna til þessarar ferðar. Um 20 manns hafa nú þegar bókað sig í ferðina, sem tekur 10 daga og er brottför fyrirhuguð frá Keflavík 11. september og komið heim 21. september 2014. Ef áhugi er enn fyrir hendi hjá einhverjum sem vill komast í þessa ferð, er hægt að hafa samband við Elísabetu H. Einarsdóttur, varafor- mann. Byrjað verður á að skoða Róm og þaðan verður haldið til Mekka harmonikunnar, Castel- fidardo og síðustu dögunum verður eytt á sólarströnd Rimini. Einnig tók stjórn sambandsins þá ákvörðun að einhenda sér í útgáfu á harmonikudiski sem ætlaður er fyrir alla leikskóla landsins, foreldra og afa og ömmur. Eg greindi frá þessu í síðasta blaði en vil koma á framfæri frekari fréttum af disknum. Salan á þessum diski hefúr gengið mjög vel og hafa nær allir leikskólar landsins keypt diskinn og ekki annað að heyra en að allir séu ánægðir með hann. Diskinn er enn hægt að kaupa hjá Elísabetu H. Einarsdóttur, Guðrúnu Guðjónsdóttur og Gunnari Kvaran, formanni sambandsins. Harmonikudagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 3. maí 2014 og er það von stjórnar að sem flest aðildarfélög sambandsins sjái sér fært að spila á torgum úti þennan dag og þannig stuðla að sem bestri kynningu á þessu frábæra hljóðfæri. Aðalfundur sambandsins verður haldinn í Hveragerði síðustu helgina í september 2014 og mun Harmonikufélag Selfoss sjá um allan undirbúning fyrir þennan fúnd. Nánari upp- lýsingar verða sendar öllum formönnum aðildarfélaga sambandsins við fyrsta tækifæri. Að lokum er það ósk mín að komandi sumar verði okkur öllum til ánægju og gleði og ekki má gleyma að allir harmonikuunnendur setja stefnuna á Landsmótið að Laugum í Reykjadal. Gleðilegt sumar, Gunnar Ó. Kvaran, formaður Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Netfang: assigu@internet.is Veffang: www.nedsti.is Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610 2

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.