Harmonikublaðið - 01.05.2014, Síða 3
Ritstj óraspj all
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Friðjón Hallgrimsson
FLspigerdi 2
108 Kiykjavík
Simi 696 6422, fridjonoggudtiy@internet.is
Prentvinnsla:
Fíéraðsprent', Egilsstöðum; nmnv.heradsprent.is
Netfang: print@heradsprent.is
Forsíða: Frá Faugum í Reykjada!, þar sem Landsmót
harmonikuunnenda fer fram i byrjun júlí.
Meðal efnis:
- Frá Harmonikufélagi Héraðsbúa
- Jólaball Harmonikufélags Þingeyinga
- Gömlu dansarnir
- Fréttir frá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík
- Afmælistónleikar Karls jónatanssonar
- Hvað ungur nemur gamall temur
- 12. landsmót S.Í.H.U.
- Lag blaðsins
- Grettir Björnsson minningartónleikar
- Vorferð Harmonikufélags Þingeyinga og Kveðanda
- Combo Smárinn
- Örvar Kristjánsson minning
- Frostpinnar að vestan
-1 þá gömlu góðu daga
- Útskriftartónleikar
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 25.500
1/2 síða kr. 16.500
Intisíður 1/1 síða kr. 20.500
1 /2 síða kr. 12.500
1/4 síða kr. 7.500
1/8 síða kr. 5.000
Smáauglýsingar kr. 5.000
Skilafrestur efnis íyrir næsta blað er
1. september 2014.
Nú er landsmótsár. Það eru þrjú ár liðin frá
síðasta landsmóti sem fram fór á Hellu. Það
er ætíð tilhlökkunarefni þegar farið er á lands-
mót. Tilhlökkunin felst í lönguninni til að hitta
gamla vini og kunningja, hlusta á skemmtilega
harmonikuleikara og jafnvel spila með þeim,
taka nokkru dansspor og ýmsu fleiru. Þá eru
margir spenntir fyrir, hvað hljómsveitir félag-
anna bjóða uppá.
Lengi hefur það verið skemmtilegur siður að
bjóða erlendum góðum harmonikuleikara á
landsmótið. Fyrstir til að taka þetta upp voru
að sjálfsögðu Þingeyingar, á þriðja landsmótinu
sumarið 1990 og gesturinn sem kom fram
einmitt á Laugum var Svíinn Nils Flácke. Þetta
voru tímamót. Síðan hefur þessi siður haldist.
Við minnumst mikilla snillinga sem komið hafa
fram á landsmótum. Upp í hugann skjótast
nöfn eins og Tatu Kantomaa, Vadim og Yuri
Fjodorov, Annika Andersson, Alf Hágedal og
fleiri. Það hefur nær undantekningarlaust
tekist vel til, þegar þessir gestir hafa verið valdir.
Þeir hafa almennt gert sér grein fyrir hvað fólkið
vildi heyra og dagskráin verið í þeim anda. Þá
er það stórmerkilegt,
að í kjölfarið af
landsmótum, áttu
nokkrir af þessum
harmonikuleikurum
eftir að eyða
mörgum árum hér á
landi við kennslu og
auðguðu mikið í
leiðinni harmoniku-
lífið hér.
Gesturinn á Laugum í sumar er Norðmaðurinn
Hávard Svendsrud. Það er ástæða til bjartsýni
varðandi þá tónleika. Hávard er sérlega glæsi-
legur harmonikuleikari og algjörlega jafnvígur
á alla tónlist hvort sem hún er frá átjándu eða
tuttugustu og fyrstu öldinni. Það er ekki öllum
gefið að skemmta fólki á harmonikumóti. Það
getur verið tvennt ólíkt að vera góður harmon-
ikuleikari og góður harmonikuleikari. Eg er
hins vegar sannfærður um að gestir komandi
landsmóts verða ekki fyrir vonbrigðum með
Hávard Svendsrud. Friðjón Hallgrímsson
í fréttum var þetta helst
Stjórn S.f.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík.
S: 568-3670 / 824-7610
Varaformaður:
Elísabet Halldóra Einarsdóttir
elisabete@heima.is
Suðurhúsum 6, 112 Reykjavík
S: 587-3179 / 864-8539
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/861-5998
Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson
sigeym@talnet.is
Suðurlandsbraut 60, 108 Reykjavík
S: 471-1333/893-3639
Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson
hansdottir@simnet.is
Vallargötu 3, 420 Súðavík.
S: 456-4928/895-1119
Varamaður: Aðalsteinn Isfjörð
unnas@simnet.is
Forsæti lOb, 550 Sauðárkrókur
S: 464-1541 /894-1541
Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462-5534 / 820-8834
Gestur landsmóts harmonikuunnenda að
þessu sinni verður norski harmonikusnill-
ingurinn Hávard Svendsrud, sem hefur um
árabil verið meðal bestu harmonikuleikara
Norðmanna.
Mánudaginn 17. mars hélt þriðji klúbburinn
kvöldskemmtun í Djúpinu við Hafnarstræti.
Nokkrum dögum áður sendi Hermóður
Alfreðsson bréf á valinn hóp, að vanda, sem
síðan mætti í Djúpinu. Óvenjufátt var að
þessu sinni, auk þess sem skortur á harmon-
ikum kom í veg fyrir fjölbreyttan tónlistar-
flutning. Hermóður hélt sínu striki, hélt sitt
happdrætti og rabbaði við hópinn.
Það er von á góðum gesti á harmonikuhá-
tíðina að Varmalandi í sumar. Það er Emil
Johansen sem mætir með fríðu föruneyti, því
með honum í för verða Linda konan hans,
dæturnar Olivía og Emma og sonurinn Sander
Emil. Þau munu dvelja á Varmalandi, en
ferðast síðan um landið að mótinu loknu.
Dæturnar eru ellefu og fjórtán ára og Ieika
báðar á harmoniku. Emil mun halda tónleika
að Varmalandi, auk þess að leika á dansleikjum
helgarinnar, en hann er talinn einn af bestu
harmonikuleikurum Norðmanna. Emil hefur
tvisvar haldið tónleika á Islandi áður, en það
var í Grafarvogskirkju og á árshátíð FHUR í
nóvember 2005.
Jónas Asgeir Ásgeirsson, sem lauk brottfarar-
prófi frá tónlistarskólanum síðastliðið ár, mun
hefja nám við Konunglega tónlistarháskólann
í Kaupmannahöfn í haust, eftir að hafa stað-
ist inntökupróf í mars. Tveir aðrir Islendingar
nema harmonikuleik við sama skóla, Skag-
firðingurinn Jón Þorsteinn Reynisson og
Isfirðingurinn Helga Kristbjörg Guðmunds-
dóttir, sem er þar í meistaranámi.
Harmonikufélag Héraðsbúa heldur upp á 30
ára afrnæii sitt um þessar mundir og var því
fagnað í Valaskjálf laugardaginn 3. maí.
Félagið var stofnað 30. mars 1984. Frekar
verður greint frá hátíðarhöldunum í septem-
berblaðinu.
í grein í desemberblaðinu láðist að geta þess
í umfjöllun um starf FHUR, að Bragi Hlíð-
berg lék fyrir gesti á árshátið félagsins, sem
haldin var daginn fyrir 90 ára afmælið hans.
Það er nú orðið ljóst að í sumar verða sjö
harmonikumót á Islandi. Selfyssingar ríða
fyrstir á vaðið í Básnum um Hvítasunnuhelg-
ina. Næstu helgi þar á effir hittast harmon-
ikuunnendur í Ásbyrgi í Miðfirði. Þá er komið
að Húnaveri um Jónsmessuhelgina. Tveimur
vikum síðar tekur landsmótið við og viku eftir
landsmót er komið að Fannahlíð undir Akra-
fjalli. Enn eru tvö eftir, Breiðamýri á hefð-
bundnum tíma, síðustu helgina í júlí og að
lokum Varmaland um verslunarmannahelg-
ina. Sú breyting er orðin að Héraðsbúar hafa
ákveðið að hætta með sitt harmonikumót,
sem þeir hafa staðið fyrir síðan 2001, en blása
þess í stað til stórdansleiks í Valaskjálf síðustu
helgina í ágúst. Allir eru þessir atburðir aug-
lýstir í blaðinu.
3