Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 4

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 4
Frá Harmonikufélagi Héraðsbúa Lífið er búið að vera ljúft hérna fyrir austan í vetur. Vetrarstarflð hófst á dansleik félagsins þann 14. september í Valaskjálf. Þótti hann ágætlega heppnaður. Þar léku fyrir dansi þeir Guttormur Sigfússon, Baldur Pálmason, Sigurður Eymundsson, Gylfi Björnsson og Jón Sigfússon á harmonikur. Auk þeirra léku Andrés Einars- son á gítar og Pálmi Stefánsson á bassa. við að spila á árlegum dansleik H.F.Þ. á Staðar- borg í Breiðdal þann 12. april. Þarna var að sjálfsögðu um að ræða hina árlegu austurferð Harmonikufélags Þingeyinga og Kvæðafélags- ins Kveðanda. Var auðvelt að verða við þeirri beiðni. Biðum við Sveinn Vilhjálmsson, ásamt frúm, Þingeyinganna við Olís í Fellabæ og stukkum um borð á tilsettum tíma. Ferðin í Breiðdalinn gekk vel, þó við þyrftum að fara sem gerð voru góð skil við almenna ánægju ferðalanganna. Hófst nú þáttur Kveðanda. Að honum loknum var síðan dansað til kl. 02:45. Auk okkar Sveins, sem áður er nefndur, komu þeir Gylfi Björnsson og Pálmi Stefánsson á Hofl, auk Andrésar Einarssonar, á eigin vegum síðar um kvöidið og spiluðu á ballinu með okkur. Pálmi á trommur, Andrés á gítar og Gylfi á harmoniku. Þeir fóru síðan til síns heima að “ Vtnir menn” fiuí vinstri: fínUlnr PtHsson, Pnhni Stefnnsson, Signrdnr Eymnndsson, Andrés Einnrsson, dylfi fíjörnsson $ Þá tók við vetrarstarfið. Hluti af því er að spila vikulega á miðvikudagskvöldum fyrir eldri borgara. Annað kvöldið er dansað í Hlims- dölum, sem er félagsaðstaða eldri borgara á Héraði. Hitt kvöldið fóru skemmtanirnar fram í Kaffi Egilsstöðum til áramóta, en eftir það í Bókakaffi í Fellabæ. Sigurður Leósson frá Harmonikufélagi Þingey- inga hringdi í mig í vetur og falaðist eftir aðstoð fjarðarleiðina, þar eð Breiðdalsheiði var ófær. Okkur var fljótlega ljóst að nokkrir hagyrðingar voru um borð enda var látið fjúka í kviðlingum á leiðinni. Þegar komið var í Staðarborg var farið að setja upp hljómflutningsgræjurnar undir styrkri stjórn Gríms Vilhjálmssonar á Rauðá. Nú var degi tekið að halla og kominn matur á hótelinu. Var boðið upp á dýrindis lambasteik, dansleik loknum. Við hin dvöldum á hótelinu í góðu yfirlæti. Á sunnudagsmorguninn var svo haldið heim á leið í fylgd skemmtilegra Þingey- inga. Kviðlingarnir héldu áfram að sveima um rútuna. Við H.F.H. fólk fórum úr rútunni við Söluskálann á Egilsstöðum eftir skemmtilega ferð. Kærar þakkir fyrir okkur. Jón Sigfusson Ljósmyndir: Jón Sigfusson ' 'fr ’f ■ r.ft ■ ■ - IRi IIIii! $ 4

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.