Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 10

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 10
Afmælistónleikar Karls Jónatanssonar í Salnum Laugardaginn 22. febrúar sl. fóru fram harmon- ikutónleikar í Salnum í Kópavogi. Tilefnið var níutíu ára afmæli. Það voru gamlir nemendur, vinir og velunnarar Karls Jónatanssonar, sem gengust fýrir tónleikunum, en þar komu fram margir af þekktustu harmonikuleikurum lands- ins og heiðruðu þennan aldna meistara, sem kennt hefur fleiri Islendingum en tölu verður á komið. Það var vel mætt í Salinn þennan laugardag- seftirmiðdag og öll 300 sætin seld þegar tón- leikarnir hófust. Guðrún Guðjónsdóttir gamall nemandi og góðvinur Kalla setti tónleikana með nokkrum vel völdum orðum til afmælisbarnsins Það var vel mxtt í Salnum og gaf Ólafi Þ. Kristjánssyni orðið, sem tók undir árnaðaróskirnar. Þá tók við kynnir tón- leikanna, Sigurður Sigurðarson fyrverandi yfir- dýralæknir. Hann stýrði þeim af öryggi til loka- tóns. Tónleikarnir hófust á hluta tónverksins FriSur á jörSu, eftir Karl Jónatansson, sem Ieikið var af hljómdiski í flutningi Mosfellskórsins. Verkið er eitt af því nýjasta úr smiðju meistarans. Nú var kynntur til sögunnar Combó Smárinn. Hann skipa harmonikuleikararnir Jón Þór Jóns- son, Guðný Kristín Erlingsdóttir, Ólafúr Briem og Eyrún Isfold Gísladóttir. Með þeim léku Kjartan Jónsson á gítar, Jónas Bjarnason á bassa og Guðmundur Steingríms- son á trommur. Þau hófu leikinn fjörlega á Lillý eftir Kalla og síðan fylgdu í kjöl- farið Ljósbrá eftir Eirík á Bóli og að lokum Sway, erlendur slagari sem er þeirra einka- númer. Þau höfðu þar að auki ýmislegt að segja afmælis- barninu, enda búin að vera undir handarjaðri hans lengi og mikill vinskapur þar að baki. Næstur á svið var Norður-Þingeyingurinn Einar Guðmundsson og lék hann Evu eftir Kalla. Einar var fulltrúi Eyfirðinga. Næst var komið að fulltrúa Rangæinga. Grétar Geirsson lék Bónda- valsinn eftir Karl og Lady fish and chips. Þá sté á svið gamall nemandi Karls, Jóna Einars- dóttir. Hún flutti Minningu eftir Karl og danska tangóinn Tango Jalousie, eftir Jakob Gade. Garðar Olgeirsson og Birgir Hartmannsson komu fram fyrir hönd Harmoniku- félags Selfoss og fluttu Hlöðu- skottís eftir Karl og I'd like to teach the world to sing. Frá Harmonikufélagi Suðurnesja voru mættir þeir Þórólfur Þor- steinsson, Einar Gunnarsson og Baldvin Elíasson með tvö lög eftir afmælisbarnið í far- teskinu, Angan vorsins vinda og Sundur ogsaman, bæði eftir Karl. Fyrri hluta tónleikanna lauk með því að Gunnar Kvaran, formaður Sambands íslenskra harmonikuunnenda flutti afmælisbarninu kveðju sambandsins. Eftir hlé kom fyrst á svið fyrr- verandi nemandi Karls, Mar- grét Arnardóttir og lék hún Ástartöfira Valdimars Auðuns- Neistar i Salnum. jrá vinstri. Sveinn Rúnar Björnsson, Guðmunáur Stein- grímsson, Ómar Axelsson, Sigurðu Alfonsson, Edwin Kaaber. Margt góðra gesta hreiðraði Karl Jónatansson 10 Ajmalisbamið þakkarjyrir sig sonar og síðan Gunna var í sinni sveit. Næsti liður var óvænt uppákoma, þegar fyrverandi nemandi Karls, Einar Friðgeir Björnsson flutti æskuverk lærimeistara síns, Draum drykkju- mannsins, með aðstoð tveggja söngvara, þeirra Jóhanns Sigurðssonar og Ingimars Asgeirssonar. Var þetta hin skemmtilegasta tilbreyting. Þá kváðu þau stemmu, kynnirinn Sigurður Sig- urðarson og Ólöf Erla Halldórsdóttir, fyrst í einrödd , en síðan í tvíund, þríund og Ioks í fjórund. Vísurnar eru eftir Björn Friðriksson frá Bergsstöðum á Vatnsnesi. Alltaf gaman að heyra vel kveðnar stemmur. Næstir á svið voru þeir Þingeyingar Reynir Jónasson og Einar Guð- mundsson, sem léku Norðannepju, Bláberja- augun og I dúr og moll eftir Karl og síðan Einn dropi í hafiðeftir Inga Karl Karlsson. Þeir félagar komu fram fyrir hönd FHUR, sem var fyrsta harmonikufélagið sem Karl var hvatamaður að. Yngstu flytjendurnir í á tónleikunum, tvíbur- arnir frá Hornafirði, þeir Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir voru næstir í röðinni og léku Pappírsbrúðkaupið, sem afmælisbarnið samdi í Noregi fyrir margt löngu og Snjóvalsinn. Þá var komið að sjálfum Neistum, en þeirri danshljómsveit stjórnaði Karl um árabil. I Neistum að þessu sinni voru þeir Sigurður Alfonsson og Sveinn Rúnar Björnsson á harm- onikur. Meðleikarar voru þeir Edwin Kaaber á gítar, Pétur Urbancic á bassa og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Neistar fluttu Aust- angjóluna, Krossanesminnið, Sumarfriið og Vestanvindinn eftir Karl. Þetta var eitt besta atriði dagsins. Þá var komið að lokaatriði tónleikanna. Það var við hæfi að 27 manna stórsveitin, stolt Karls Jónatanssonar, sæi um það. Sveitin lék, undir öruggri stjórn Einars Friðgeirs Björnssonar, By, By, blackbird og Barinn okkar, eftir Karl og Unsterbliches Wien, allt í útsetningu Karls. Skemmtilegri stund var lokið og tónleikagestir sneru heim, með tónaflóð í eyrum. Friðjón Hallgrímsson Ljósmyndir: Sigurður Harðarson

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.