Harmonikublaðið - 01.05.2014, Page 11
Til hamingju með daginn!
Karl Jónatansson er fæddur að Blikalóni á
Melrakkasléttu 24. febrúar 1924.
Foreldrar hans voru Guðný S. Daníelsdóttir og
Jónatan Hallgrímsson. Eiginkona Karls er Sól-
veig Björgvinsdóttir og synir þeirra Jónatan og
Ingi Björgvin.
Þegar Karl var 8 ára spurði faðir hans hvort
hann vildi læra á hljóðfæri, en hann vissi um
80 bassa gamla harmoniku. Eftir smá hik játaði
hann en því fylgdi þá að hann yrði að fórna
aieigunni, sem var tvær kindur. 1 Ormarslóni
bjuggu Jóhann og Þorsteinn Jósefssynir. Karl
fékk tveggja vikna tilsögn hjá Jóhanni í nótna-
lestri.
Fjölskyldan flutti að Krossanesi þegar Karl var
9 ára. Þá var hann farinn að spila nokkur lög
og 10 ára gamall spilaði hann á sínu fyrsta balli
með Norðmönnum sem ráku verksmiðjuna á
Krossanesi. Á miðju balli söfnuðu Norðmenn
7 krónum, sem voru fyrstu spilalaun Karls. Síðar
frétti hann af nýlegri harmoniku sem Norð-
maður vildi selja á 400 krónur. Það var mikil
upphæð fyrir eignalausan dreng, Daníel afi hans
bauðst til að lána honum þessar krónur með
þeim orðum: Þú borgar þetta þegar þú getur.
Veturinn eftir gat Karl greitt skuldina.
I Krossanesi kynntist Karl Ledulv Refsnes og
um leið jass og sveiflunni, sem hefur verið hans
aðall alla tíð. Tvítugur flutti Karl til Reykjavíkur
Þann 24. febrúar 2014 varð Karl Jónatansson,
tónlistarmaður, níræður. Karl var fæddur að
Blikalóni á Melrakkasléttu, sonur hjónanna
Guðnýjar S. Daníelsdóttur og Jónatans Hall-
grímssonar. Karl og eiginkona hans, Sólveig
Björgvinsdóttir, eiga tvo syni, þá Jónatan og
Inga Björgvin.
Barn að aldri eignaðist Karl fyrstu harmonikuna
og fékk tilsögn í nótnalestri á nágrannabæ. Fjöl-
skyldan flutti nokkru síðar að Krossanesi við
Eyjafjörð og var Karl þá farinn að geta spilað
nokkur lög. Ahugi hans á tónlist og dugnaður
var mikill.
Eftir að hann flutti til Reykjavíkur um tvítugt
hóf hann nám í tónlistarfræðum hjá Victori
Urbancic. Það nám stóð í fimm ár og átti snaran
þátt í að gera Karl að þeim tónlistarsnillingi,
sem hann varð landsþekktur fyrir. Hann lék á
saxófón, trompet og harmoniku, en harmon-
ikan varð síðan aðal hljóðfærið hans og hann
þekktastur fyrir harmonikuleik og kennslu á
það hljóðfæri. Hafa hundruð ef ekki þúsundir
manna notið handleiðslu hans á því sviði hér-
Iendis og einnig í Danmörku.
Karl var stofnandi Félags harmonikuunnenda
í Reykjavík. Um tíma var hann síðan búsettur
en þá var hann búinn að læra á saxófón í sjálfs-
námi. Hóf hann síðan nám hjá Viktor Urban-
cic og var næstu 5 árin í námi í hljóðfræði,
kontrapunkti, instrumentasjón og hljóm-
sveitarstjórn. Eftir námið kenndi Karl á harm-
oniku. Hann skipti úr hnappanikku í píanó-
nikku sem kostaði 5 ára endurhæfmgu í tækni.
Karl stofnaði Almenna músikskólann, en jafn-
framt því lék hann með hljómsveitum á harm-
oniku, saxófón og trompet. Árið 1966 fluttu
þau hjón tii Danmerkur, kenndi Karl þá aðal-
lega fólki sem hafði farið í raforgelskóla en
vantaði tilsögn í tónfræði, einnig spilaði hann
við ýmis tækifæri meðan þau dvöldu þar.
Eftir heimkomuna tók við athyglisverður tími,
ICarl kynntist þá fólki sem langaði til að koma
saman og spila sér til gamans, upp úr því varð
til Félag harmonikuunnenda í Reykjavík sem
Karl stofnaði. Um tíma bjó fjölskyldan á Akur-
eyri og stofnaði hann þá Félag harmonikuunn-
enda við Eyjafjörð og kenndi við tónlistarskóla
þar. Á þeim tíma urðu til m.a. lögin hans
Bœrinn okkar Akureyri, Bóndavalsinn og fl. Karl
var aðalhvatamaður að stofnun Sambands
íslenskra harmonikuunnenda og fyrsti formaður
þess. Árið 1982 flutd fjölskyldan aftur til
Reykjavíkur og tók hann þá til við fyrri störf í
Almenna músikskólanum við kennslu á harm-
oniku, ásamt tónfræði. Fljótlega kom upp áhugi
á Akureyri og starfaði að harmonikukennslu
við tónlistarskóla þar. Á þeim tíma stofnaði
hann Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
Jafnframt var hann einn helsti forgöngumaður
um stofnun Sambands íslenskra harmoniku-
unnenda og fyrsti formaður þess.
I Reykjavík stofnaði Karl og rak Almenna
músikskólann en spilaði jafnframt í ýmsum
hljómsveitum, sem hann oftast stjórnaði jafn-
framt. Hann átti snaran þátt í ásamt eldri
nemendum sínum að Músikklúbburinn Accord
varð til. I framhaldi af honum var svo Harmon-
ikufélag Reykjavíkur stofnað árið 1986, en um
árabil hélt félagið úti stórsveit sinni skipaðri
rúmlega fimmtíu hljóðfæraleikurum undir
styrkri stjórn Karls. Stórsveitin spilaði m.a.
klassísk verk í allt að 7-8 harmonikuröddum,
sem allar voru handskrifaðar af meistaranum
góða.
Þá stofnaði Karl og rak í nokkur ár blásarasveit,
„bigband" með um 15 hljóðfæraleikurum, sem
spilaði m.a. tónlist frá þriðja til fimmta áratug
síðustu aldar í útsetningum stjórnandans.
Usetningar Karls voru yfirleitt alger snilld, sem
fáir ef nokkrir gátu skákað. I flóknari verkum
skrifaði Karl stundum sem undirrödd sjálfstætt
hjá eldri nemendum að stofna hljómsveit og
var það gert undir heitinu Músikklúbburinn
Accord sem kom fyrst fram í þætti Omars
Ragnarssonar í sjónvarpi 1985. Harmonikufélag
Reykjavíkur stofnaði Karl ásamt nemendum
sínum 1986 og var mikil gróska í félaginu, m.a.
voru farnar utanlandsferðir og Dagur harmon-
ikunnar haldinn mánaðarlega ásamt Hátíð
harmonikunnar sem haldin var árlega. Fyrst var
æfingaaðstaðan að Fríkirkjuvegi 11, en síðan í
Tónabæ þar sem hún er enn. Karl stjórnaði
Stórsveit H.R. sem taldi um 50 manns, útsetti
allt sjálfur bæði sín lög og annarra.
Á þessu má sjá að Karl hefúr unnið stórvirki í
að viðhalda þessu yndislega hljóðfæri í íslensku
tónlistarlífi. Karl hefur verið afkastamikill laga-
höfundur og útsetningar hans þykja sumar
hverjar meistaraverk.
Karl er heiðursfélagi Harmonikufélags Reykja-
víkur og var einnig gerður að heiðursfélaga
Sambands íslenskra harmonikuunnenda árið
2011 og er vel að þeim heiðri kominn.
Karl getur horft yfir farinn veg sáttur og glaður.
Við óskum Karli og fjölskyldu hans til hamingju
með afmælið.
Olafur Þ. Kristjánsson og
Guðrún Guðjónsdóttir
lag inni í tónverkinu. Það mátti t.d. heyra í
franska valsinum, La Petite Valse. Lifði sú
undirrödd ein sem sjálfstæður vals, sem talsvert
var notaður víða um Iand.
Karl samdi líka fjölda smærri tónverka, sem
mörg hver eru landskunn og mjög hrífandi.
Karl er afar félagslyndur og að honum laðaðist
því á langri starfsævi fjöldi fólks, börn og full-
orðnir. Hann er mikill hugsjónamður um allt
sem að tónlist lýtur en einnig um margs konar
þjóðfélagsmál og ekki síst velferð samborgar-
anna. Hann hafði einstakt lag á að kenna
ungum sem öldnum og að leiða nemendur sína
saman til samspils og tónlistarlegs þroska.
Við sem þetta ritum fyrir hönd stjórnar Harm-
onikufélags Reykjavíkur, höfum lengi þekkt
Karl og verið aðnjótandi kennslu hans. Hand-
leiðsla hans verður seint fullþökkuð.
Stjórn Harmonikufélags Reykjavíkur óskar
Karli innilega til hamingju með afmælið og
óskar honum og fjölskyldu hans allra heilla í
framtíðinni.
ÓDfur Briem, formaður
Björn ÓDfur Hallgrímsson, ritari
11