Harmonikublaðið - 01.05.2014, Síða 12
Kveðja frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni,
flutt við upphaf tónleika í Salnum
Karl Jónatansson!
Góði vinur! - Eg var nærri því búinn að segja:
„Góði, gamli vinur“. Ég áttaði mig í tæka tíð
á því, að það á ekki við Karl Jónatansson að
segja „góði gamli vinur“. Það væri nær að segja
„góði síungi vinur“, því að hugurinn hans Karls
Jónatanssonar er vökull og viljinn til að verða
að liði öllum mönnum og koma góðu til leiðar
er óþreytandi. Þið þekkið greinaskrifin hans
Kalla og ræðurnar. Hann var og er og verða
mun hugsjónamaður.
Til hamingju Sólveig, Jónatan, Ingi, makar og
börn með þennan síunga heiðursmann og hug-
sjónamann og snilling, sem þið eigið og sem
okkur vinum þínum í þessum sal og vítt og
breitt um landið finnst að við eigum líka.
Ég kynntist Karli og fjölskyldunni hans í Ósió
fyrir u.þ.b. hálfri öld, þegar hann kom þangað
með Sólveigu sinni og Jónatan eða „Nana“ eins
og hann kallaðist þá. Ingi var enn ekki fæddur.
Mér skildist þá að hann væri að sækja þangað
nýja, dýrmæta harmoniku. Þau fengu húsnæði
á stúdentabænum Sogni. Þar áttum við ánægju-
Iegan tíma með þeim. Þar var Kalli eins og einn
af strákunum og gladdi fólk með harmonikuleik
sínum á gleðistundum okkar íslensku stúdent-
anna. Hann gerði lag fyrir okkur dýralækna-
nemana í Ósló og við ætluðum að semja texta
við það. Aður en til þess kom varð annað tilefni.
Þar var veisla hjá Jóhanni Sigurjónssyni og
Valgerði Árdísi Franklín í tilefni af pappírsbrúð-
kaupi þeirra. Við Valdimar Brynjólfsson gerðum
texta af þessu tilefni og þar með festist nafnð
Pappírsbrúðkaup Dísu og Jóa við lagið.
Eftir að ég var kominn heim og farinn að starfa
á Tilraunastöð Háskólans að Keidum heimsótti
ég Karl í Reykjavík og komst að því að hann
vantaði vinnu. Mig vantaði mann sem ritara
við krufningar á lömbum og réði Karl á stund-
inni. Hann stóð sig með ágætum í því starfi
eins og vænta mátti. Þið sjáið af þessu, að Karl
hefur leikið í ýmsum sölum og á ýmsar nótur
af fingrum fram.
Eins og fugl, sem sest á stein, fyrst á einn, svo
á annan - og svo er hann floginn burt eftir
stutta stund.
Þannig er Karl Jónatansson og hefur verið.
Hann gleður alla kring um sig, hvar sem hann
fer, með fögrum hljóðum og notalegri nærveru,
örvandi og hvetjandi og þegar hann kemur, þá
fagna menn, en trega, þegar hann fer. Ég hljóp
yfir æviferilinn og taldi verustaði hans. Ef mér
skjátlast ekki eru þeir 15 á 90 árum. Meðal-
dvölin er 6 ár. Þetta er afrek meira en það sem
aðrir geta státað af. Tvö bústaðaskipti eru á við
húsbruna var eitt sinn sagt. Eftir því hefúr þú
staðið af þér þrjá húsbruna og stendur jafnréttur
eftir.
Það er sérlegur heiður fyrir mig að fá að halda
utan um þessa gleðisamkomu, sem vinir þínir
setja á þér til heiðurs. Látum oss gleðjast hér.
Það er maklegt.
Fyrir hlé var flutt kveðja frá Hermóði Alffeðs-
syni í Danmörku ásamt eftirfarandi vísu:
Allt er munað, allt er geymt,
er áður vakti gaman.
Engu tapað, engu gleymt.
Óllu haldið saman.
Fluttar voru fyrir hlé eftirfarandi vísur eftir Sigurð Jónsson tannlækni:
Karl Jónatansson níræður -
1. Kvæði um Kalla Jónatans
kveð eg og vil þess geta,
að harmonikutóna hans
hef ég kunnað að meta.
3. Nemendum kenndi nikkuspil
nutu þess kynin bæði,
að ætíð skyldi hann eiga til
einstaka þolinmæði.
2. Fjölmörg samdi hann falleg lög
fer líka af því sögum,
að útsetningar iðkar hann mjög
á annarra manna lögum.
5. Nú skal hylla níræðan
nikkumeistarann snjalla.
Áfram viljum við hafa hann
helst um framtíð alla.
4. Margir hafa nemar hans
hlotið tónlistarframann.
á afmæliskonsert kennarans
koma þeir spilandi saman.
Hvað ungur nemur gamall temur
30. apríl s.l. var haldið mjög sérstakt ball í Félagsmiðstöðinni Vitatorgi
en þar dansa eldri borgarar hvern einasta miðvikudag næstum allt árið
um kring, undir hljóðfæraleik Vitatorgsbandsins. Að þessu sinni buðum
við 25 börnum frá leikskólunum Drafnarborg og Dvergasteini, en þessi
börn hafa tekið þátt í verkefninu okkar „Harmonikan ískólum hvidsins".
Það sýndu börnin og sönnuðu að verkefnið er svo sannarlega að skila
sér. Fyrst dönsuðu þau þá sérdansa, sem við erum með í okkar prógrammi
við undirleik Hjálmars, Guðrúnar og Elísabetar. Síðan tók Vitatorgs-
12
bandið við og þá voru
spiluð þessi venjulegu
danslög. Börn og full-
orðnir dönsuðu saman og
allir skemmtu sér vel.
Þegar tími var kominn
fyrir börnin að fara, þá
vildu þau endilega vera
lengur og erfitt var að ná
þeim út úr húsinu, en
rútubíll beið þeirra fyrir
utan húsið. Forstöðu-
menn Félagsmiðstöðvar-
innar þökkuðu börn-
unum fyrir og sögðu þetta frábært framtak og hafa fullan hug á að
endurtaka þetta. Eldra fólkið, sem ekki gat dansað ljómaði af gleði og
höfðu mikla ánægju af því að fylgjast með börnunum. Kæru lesendur
það þarf að fylgja þessu verkefni vel eftir og gott væri að fá fleiri spilara
með okkur því þetta skilar sér ekki nema við tökum höndum saman.
Að lokum vil ég þakka öllum sem komið hafa að þessari spilamennsku.
Með ósk um gott og gjöfult harmonikusumar.
GuSrún Guðjónsdóttir. Ljósmyndir: Reynir Elíesersson