Harmonikublaðið - 01.05.2014, Síða 14
12. Landsmót SÍHU
Laugum í Reykjadal í S-Þingeyj
3. - 6. júlí 2014
Landsmót harmonikufélaganna verður haldið að Laugum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu,
dagana 3. -6. júlí nk., í boði Harmonikufélags Þingeyinga og Félags harmonikuunnenda
við Eyjafjörð.
Mótið hefst fimmtudagskvöldið 3. júlí kl. 19:00 og fer að mestu fram í íþróttahúsinu.
Húsbíla- og tjaldstæði verða sunnan við Reykjadalsána sem er ekið
yfir á brú. Einnig er möguleiki að vera við íþróttavallarhús. Bílastæði
verða á malarplani rétt ofan við íþróttahúsið. Sjá yfirlitskort.
Nóttin á tjaldstæðinu (húsbílastæðinu) kostar 1.000,- kr. hver nótt
á mann ef gist er 3 nætur, en 1200.- kr. hvor nótt ef gist er 1-2 nætur.
Rafmagn kostar kr. 500.- sólarhringurinn.
Matsala verður í tjaldi við bakhlið íþróttahússins og verða þar líka
óvæntar og skemmtilegar uppákomur. Það verður mikið spilað og
mikið fjör alla dagana til kl. 03:00 aðfaranótt sunnudags. Miðaverð
á alla viðburði er 9.000.- kr., en í stökum miðum kostar fimmtu-
dagurinn 3.000.- kr., tónleikar á föstudag 1.500.- kr., kvöldið 2.500.-
kr. Laugardagurinn tónleikar 2.000.- kr. og kvöldið 2.500,- kr.
Dagskráin verður auglýst síðar.
Gistimöguleikar eru eftirfarandi:
Fosshótel Laugar sími 464 6300, Hótel Stóru Laugar sími 464 2990,
Hótel Narfastaðir sími 464 3300 og Einishús á Einarsstöðum sími
865 4910 og 894 9669. Einnig er möguleiki á svefnpokaplássi í
Litlulaugaskóla, sem er rétt ofan við íþróttahúsið. Upplýsingar veitir
Sigurður í síma 847 5406. A Laugum er verslunin og veitingahúsið
Dalakofinn. Einnig er sparisjóður þar rétt hjá.
Komið er eftir þjóðvegi nr. 1 og beygt niður Austurhlíðarveg, enda
blasa Laugar þá við sjónum.
Hlökkum til að sjá sem flest ykkar og eiga með ykkur góða helgi.
Þetta verður fjölskylduhátíð sem skilur eftir góðar minningar.
Bestu kveðjur, H.F.Þ. og F.H.U.E.
14