Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 15

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 15
Gestur Landsmótsins á Laugum verður norski harmonikuleikarinn Hávard Svendsrud Hann er fæddur árið 1974 í bænum Modum í Buskerud héraði. Hann snerti fyrst á harmoniku sex ára gamall og náði fljótlega mjög góðum tökum á hljóðfærinu. Strax á unga aldri var hann orðinn hluti af harm- onikulífinu í Buskerud. Hann stundaði nám á hljóðfærið í Barratt Due tónlistarskólanum í Osló árin 1993-1998. Frá 1998 hefur Hávard starfað á eigin vegum og er sem slíkur einn atkvæðamesti harmonikuleikari sinnar kynslóðar. Hann hefur unnið með fjölmörgum Iistamönnum í ýmsum listgreinum. Hann hefur starfað í leikhúsum og leikið á veitingastöðum. Þá hefur hann aðstoðað við upptökur í sjónvarpi og útvarpi. Hávard hefur aukþess stjórnað hljóm- sveitum, útsett og kennt. Þá hefur hann hljóðritað og geflð út nokkra hljómdiska. Síðast hélt Hávard stórkostlega tónleika á Islandi á vegum FHUR, í Arnesi um verslunarmannahelgina 2010, við frábærar undir- tektir. Það má segja að í Hávard Svendsrud sameinist allt það besta. Frábær tækni, ósvikin spilagleði, frábær túlkun, en síðast en ekki síst, úthugsað lagaval þar sem leitað er fanga um víða veröld. 15

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.