Harmonikublaðið - 01.05.2014, Qupperneq 20
Combo Smárinn
Stutid milli striiía hjd Combo Smdra i Studio ReiShöll í Kópavogi. Talið frd
vinstri: Halldór Gunnar Pdlsson upptökustjóri, Jónas Pétur Bjarnason, Úlafur
Briem, GuSný Kristin Erlingsdóttir, Eyrún tsfold Gisladóttir, Jón Þór Jónsson
og Guðmundur Steingrimsson (Papa Jazz)
Smárinn er farinn að reskjast en tekur þó enn
út þroska. Hann ber nafn verslunarkjarna í
Kópavogi, en samt er athafnasvæðið gamli
miðbærinn, aðallega við Kvenfataverslunina Stíl
á Laugaveginum - innandyra sem utan. En svo
á hann það til að fara á túra um Lækjartorg,
Ráðhúsið, Ingólfstorg og jafnvel vestur á
Granda og lengra. Best líður honum þó inni í
versluninni þar sem er hlýtt og notalegt og
örlátur húsráðandi sem hlynnir að. Smárinn
er hvorki villiköttur né flakkari en ber þó
ákveðna eiginleika - eigum við að segja seiglu
og nægjusemi? Smárinn er ekki besta bandið í
bænum en spilagleðin er í fyrirrúmi og í erfið-
ustu köflunum, þegar flngur taka að fálma eftir
nótum, sviti perlar á enni og roða slær á vanga,
að þá er viljinn tekinn fyrir verkið og enn hefur
þessi magnaði hópur ekki verið grýttur af sviði.
Þvert á móti, Comboið hefur yfirleitt náð að
skila góðu dagsverki - nú síðast náðist loks að
gefa út disk sem inniheldur uppáhalds lögin
sem öll eru útsett af Karli Jónatanssyni.
En hvernig varð þetta spilverk upphaflega til?
Kjarninn samanstendur af gerólíkum einstak-
lingum sem eiga fátt annað sameiginlegt en
áhugann á harmoniku og að hafa sótt tíma hjá
Karli Jónatanssyni. Upphafið var nokkuð hefð-
bundið, Smárinn er ein af fjöldamörgum
harmonikusveitum sem Karl Jónatansson hefur
sett saman í Hólmgarðinum gagngert til að
þjálfa nemendur í því að spila saman og koma
fram. Árið 1999 skipaði hann fjóra hrúta í
sveit til að æfa tvö lög að mig minnir, „Nú blika
við sólarlag" og „Hvirfil-
vindur" og ef mér skjöplast
ekki fengum við nafnið Smár-
inn af því við vorum tveir úr
Kópavoginum , en hinir tveir
úr Hafnarfirði og Njarðvík.
Einhver óstöðugleiki var í
hrútakofanum því Karl kailaði
til systur mínar í afleysingar,
en þær sóttu báðar tíma um
þessar mundir. Karl sá fljótt
að það myndi reynast affara-
sælla að hafa kynjahlutfollin
rétt og stokkaði því sveitina
upp og kallaði til leiks Guð-
nýjuogEyrúnu. Síðarbættust
við tveir ómissandi burðarbitar,
session mennirnir Jónas Pétur
á bassa og Papa Jazz á trommur og til varð
Combó Smárinn.
Þrátt fyrir miklar annir á vinnustöðum og við
heimilisstörf hefur hljómsveitarmeðlimum á
einhvern undraverðan hátt tekist að halda
neistanum alla tíð án hurðaskella og leiðinda
eins og vill verða hjá frægu hljómsveitunum.
Á þessum tíma frá stofnun höfðu safnast
nokkrar perlur sem hópurinn hafði gaman af
að spila en áhugi var á því að leggja rækt við ný
lög sem hugsanlega yrði á kostnað gömiu iag-
anna. Þannig varð til sú hugmynd að taka þau
upp til varðveislu. Öll lögin voru í útsetningu
Karls Jónatanssonar og sum eftir hann og þar
sem búið var að ákveða að halda tónleika honum
til heiðurs níræðum þann 22. febrúar 2014
varð til áætluð útgáfudagsetning. Diskurinn
heitir „Vigdísarfært Sway mér þá“. Vigdísarfært
er skírskotun til orðatiltækis sem Kari Jónatans-
son notaði þegar lög nemenda voru orðin nógu
iipur til að þola opinberan flutning í tíð Vigdísar
forseta. „Sway mér þá“ vísar til lagsins „Sway“
í snilldarútsetningu Karls, sem er einkennisiag
sveitarinnar. Fyrstu eintökin voru afhent Karli
og Vigdísi forseta á afmælistónleikunum og
þeim fýlgt úr hlaði með þeim orðum að disk-
urinn væri tileinkaður Karli Jónatanssyni með
bestu þökkum fýrir góða leiðsögn og hvatningu.
F. h. Combó Smdrans,
Ólafur Briem
Orvar Kristjánsson
minning
Örvar Kristjánsson harmonikuleikarinn góð-
kunni lést í Reykjavík 7. apríl sl.
Hann var fæddur í Reykjavík 8. apríl 1937.
Örvar ólst upp á Hornafirði, en þaðan var
hann einmitt ættaður. Á sjöunda ári fór hann
að reyna við harmoniku og það tók hann ekki
langan tfma að ná tökum á hijóðfærinu og
aðeins fjórtán ára lék hann fýrir dansi á Höfn.
Þar með var mörkuð sú braut sem hann hélt
sig á lengst af. Hann bjó yfir ríkum tónlistar-
hæfileikum og var tónlist veigamikil hliðarbú-
grein til að byrja með. Ekki leið þó á löngu
þar til hún tók yfir og síðust 25 árin starfaði
hann ekki við annað. Hann var bifvélavirki
að mennt og með meistarabréf í faginu. Um
tónlistarmenntun var ekki að ræða, en allt lá
þetta einhvern veginn í augum uppi fýrir
Örvari. Hann var ótrúlega næmur dansspilari
20
og fljótur að átta sig á hvað þurfti til að drífa
upp fjörið. Hann skreytti síðan með eigin
söng, en slíkt var ekki daglegt brauð hjá
harmonikuleikurum. Örvar var einn af bestu
merkisberum harmonikunnar. Hljóðfærið
hans var hljóðfæri gleðinnar, ætlað til að
skemmta og honum fannst full ástæða til að
létta fóiki lundina. Hann gaf út á annan tug
hljómplatna, sem allar voru vel þegnar af
harmonikuunnendum og dönsurum. Örvar
var ágætis lagasmiður og hefði trúlega mátt
flíka því meira. Einn er sá þáttur sem ekki má
gleymast þegar minnst á á Örvar Kristjánsson.
Það er háttvísin og glettnin, sem honum var
í blóð borin.
Síðustu tvo áratugina hafði Örvar vetursetu á
Kanaríeyjum, þar sem hann gladdi ferðamenn
með sínum fallega harmonikuleik. Þeir skipta
þúsundum Islendingarnir, sem nutu hæfileika
hans á Klörubar og víðar á ensku ströndinni.
Á sumrum kom hann svo til gamla landsins,
fór um og skemmti fólki, en það var alla tíð
hans sérgrein. Harmonikugeirinn á Islandi er
góðum manni fátækari eftir lát Örvars Krist-
jánssonar. Harmonikublaðið sendir samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Friðjón Hallgrímsson