Harmonikublaðið - 01.05.2014, Síða 26

Harmonikublaðið - 01.05.2014, Síða 26
Útskriftartónleikar I lok nóvember d síðasta dri héldu tveir af nemendum Guðmundar Samúelssonar burt- farartónleika. Flemming Viðar Valmundsson, sem nam við Tónlistarskóla Grafarvogs, reið á vaðið þann 21. nóvember í Grafarvogskirkju, sem var þétt- setin. Hann hóf leikinn á Sverðdansinum eftir Khachaturian. Smá spenna var í byrjun, en hún hvarf fljótlega. Næst var komið að Mozart. Fyrsta hluta sinfóníu nr. 40, í dúett. Jónas Asgeir Asgeirsson lék þetta vinsæla stykki með félaga sínum. Óhætt er að segja að þeir félagar hafí dáleitt salinn. Flutningur þeirra var glæsi- legur, svo ekki sé meira sagt og viðtökurnar í samræmi. Þá var komið að Fragilissimo, eftir Spánverjann Gorka Hermosa. Mjög sérstakt og áhugavert verk, sem hluti tónleikagesta tók þátt í. Nokkuð sem gerist ekki á hverjum degi. Þessu var fylgt eftir með dúett þeirra Jónasar á fyrsta hluta sinfóníu nr. 5 eftir Ludwig van Beet- hoven. Þetta, eitt vinsælasta verk tónbók- menntanna, skilaði sér svo sannarlega til áheyr- enda, sem voru sannarlega með á nótunum. Þá var komið að bandarísku verki eftir Samuel Barber, verki sem náði mikilli frægð í tengslum við árásina á tvíburaturnana í New York árið 2001. Akaflega fallegt verk í flutningi Flemm- ings. Að sjálfsögðu var Johann Sebastian Bach á tónleikaskránni, þegar Flemming lék tokkötu og fúgu í d-moll af miklum glæsibrag. Þetta var síðasta verkið á tónleikaskránni, en auðvitað vildu gestir heyra meira. Flemming lauk svo tónleikunum með Gyðingaflugmanninum, eftir Evgeny Derbenko, en verkið er í raun skopút- gáfa af Býflugunni eftir Rimski Korsakoff. Tónleikagestir þökkuðu fyrir sig með dynjandi lófataki. Daginn eftir eða 22. nóvember var svo komið að Jónasi Asgeiri Ásgeirssyni, en hann nam við Tónlistarskóla Eddu Borgar. Tónleikarnir fóru fram í Hannesarholti við Grundarstíg, fyrir þéttsetnum sal áheyrenda. Jónas hóf leik með Sónötu í A-dúr eftir franska tónskáldið Etienne Méhul. Jónas lék af mikilli yfirvegun þetta gamla byltingarverk og náði úr sér próf- skrekknum af öryggi. Þá var komið að verki eftir Ukraínumanninn Victor Vlasov, Bossa nova. Frábærlega skemmtilegt stykki, sem Jónas skilað af glæsibrag, enda naut hann þess ber- sýnilega að leika það. Salurinn var ein eyru og augu. Þá var komið að einu fallegasta verki meistara Piazzolla, Ave Maria. Þarna var ekki komið að tómum kofanum. Jónas rúllaði í gegn um þetta af öryggi meistarans og áheyrendur voru sem í leiðslu. Þá var komið að Mozart. Fyrsta kaflanum úr sinfóníu nr. 40, eins og fyrra kvöldið. Nú settist Flemming hjá vini sínum og saman dáleiddu þeir salinn eins og áður. Þá var komið að einleiksverki og nú varð fyrir valinu hluti úr píanókonsert nr. 23. Fallegt verk sem Jónas skilaði frá- bærlega. Þá var að komið að dúett. Aftur var það fyrsti hluti sinfóníu nr. 5 eftir Beethoven og flutt af sama elegans og kvöldið áður. Þá var komið að Sónötu nr. 1 eftir Rússann Vlad- islav Zolotaryov. Verk Flemming Viöar Valmundsson Jónas Asgeir Ásgeirsson sem oft er leikið í dag en verkið er samið fyrir harmoniku á tuttugustu öldinni. Stórmerkilegt verk, sem samið var af manni sem lést aðeins 33 ára. Aðeins eitt af fjölmörgum verkum þessa magnaða Rússa. Þetta lék Jónas af ótrúlegri næmni. Að sjálfsögðu vildu tónleikagestir heyra meira og að lokum, eftir uppklapp lék Jónas hið gullfallega Ti amo Pesaro eftir Búlgarann Vladimir Zubitsky. Þar mátti Jónas hafa sig allan við, en leysti þrautina af glæsibrag. Áheyr- endur klöppuðu þessum unga meistara lof í lófa, enda tónleikarnir búnir að vera frábært eyrnakonfekt, eins og þeir fyrri hjá Flemming Viðari kvöldið áður. Sérstaka athygli vöktu frábærar kynningar þess- ara ungu tónlistarmanna. Þeir voru skóla sínum og lærimeistara Guðmundi Samúelssyni til mikils sóma. Guðmundur á mikið hrós skilið fyrir framúrskarandi árangur í starfi sínu. Fríðjón Hallgrímsson Úr dægurlagasmiðju Þorvaldar Jónssonar 15 geisladiskar Sumri hallar Hrímaðar rósir Vetrarrómantík Tíminn flýgur hratt Á götumarkaðnum Á áfangastað Vangaveltur Staðfestingin Kr. 2.000.- Þorvaldur Jónsson sími 862 0487 Héraðsblik Hugsað heim Okkar útrás Nýr dagur Á heimaslóð Á heimaslóð 2 Á fjöllum 26

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.