Harmonikublaðið - 01.09.2014, Side 2
Ávarp formanns
Ágæti harmonikuunnandi
Þetta sumar sem senn er á enda, hefur verið
okkur sem búum á suðvesturhorninu blautt
og lítið sést til sólar. Það hefur þó ekki aftrað
því að harmonikuunnendur frá þessu svæði
hafa lagt land undir fót og notið sólar á öðrum
stöðum á landinu þar sem hennar hefur notið
við.
Landsmótsár er alltaf tilhlökkunarefni og bíða
menn óþreyjufullir eftir að komast á landsmót.
Félögin halda þó sínu striki og halda sín
harmonikumót og var engin breyting á því
þetta sumarið. Harmonikufélag Selfoss hélt
fyrsta mótið í byrjun júní og var það haldið í
Básnum í Olfusi og var þetta hin besta
skemmtun. Nikkólína og Harmonikuunn-
endur í Húnavatnssýslum voru með sína hátíð
að Laugarbakka í Miðfirði um miðjan júní og
er það í þriðja skiptið sem þessi félög sameina
krafta sína og gangast fyrir harmonikuhátíð.
Eg átti ekki tök á að mæta á þessa hátíð en ég
hef haft spurnir af því að þetta hafi verið
skemmtilegt mót og góð stemming ríkjandi.
I Húnaveri var árleg hátíð Félags harmoniku-
unnenda í Skagafirði um Jónsmessuna og var
sú hátíð glæsileg í alla staði.
Síðan var komið að sjálfu landsmótinu, sem
að þessu sinni var haldið að Laugum í Reykja-
dal. Það voru Harmonikufélag Þingeyinga og
Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð sem
stóðu að þessu móti fyrir hönd SIHU. Þetta
landsmót var hið glæsilegasta og mjög vel að
öllu staðið. Glæsileg umgjörð um mótið og
dagskrá var til fyrirmyndar og er víst að þeir
sem að mótinu stóðu hafa lagt mikið á sig til
að gera þetta mót sem best. Dagskrá mótsins
var mjög fjölbreytt. Tónleikar alla dagana, þar
sem harmonikusveitir aðildarfélaga SÍHU
mættu til leiks og spiluðu. Einnig komu fram
einleikarar frá hinum ýmsu félögum. Gaman
var að fylgjast með unga fólkinu sem sýndi
enn og aftur hvað harmonikutónlistinni hefur
farið mikið fram síðustu árin. Gestur lands-
mótsins að þessu sinni var Hávard Svendsrud
frá Noregi og voru tónleikar hans frábærir.
Hann lék einnig fyrir
dansi og var gerður
góður rómur að hans
danstónlist. Þess ber að
geta að þetta er í annað
sinn sem Hávard
kemur til landsins, en
hann var gestur Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík á harmoniku-
hátíð er haldin var í Árnesi 2010.
Ég vil þakka þeim félögum er stóðu að Iands-
mótinu fyrir gott starf og var allur undirbún-
ingur og framkvæmd þeim til mikils sóma. Á
þessu landsmóti voru tíu aðilum veittar við-
urkenningar fyrir vel unnin störf í þágu
harmonikunnar og einnig voru Baldur Geir-
mundsson frá Harmonikufélagi Vestfjarða og
Aðalsteinn Isfjörð frá Harmonikufélagi
Þingeyinga gerðir að heiðursfélögum sam-
bandsins.
Þó svo að veðrið hafi ekki verið landsmóts-
gestum hagstætt var ekki annað að sjá en að
allir skemmtu sér vel og fyrir bragðið var
íþróttahúsið að Laugum þétt skipað allan
tímann, meðan á tónleikunum stóð og eins á
dansleikjunum.
Ekki er enn ákveðið hvar landsmót SIHU
verður haldið 2017 en vonandi skýrist það
fljótt og þá verður það tilkynnt öllum for-
mönnum aðildarfélaganna.
Útileguhátíð Vestlendinga var að venju haldin
í Fannahlíð helgina eftir landsmótið og var
hún að vanda ágætlega sótt og boðið upp á
tónleika og dansleiki.
Breiðumýrarhátíðin fór fram síðustu helgina
í júlí og var hún vel sótt eins og alltaf. Veður-
guðirnir voru mótshöldurum mjög hagstæðir
og var góð stemming á þessu móti eins og alltaf.
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík var síðan
með hátíð að Varmalandi um verslunarmanna-
helgina og fór þessi hátíð vel fram í alla staði.
Fjöbreytt dagskrá og gestur mótsins ekki af
verri endanum, en það var Emil Johansen og
mætti hann með fjölskylduna með sér og var
gaman að heyra Emil og börn hans spila á
tónleikunum í Varmalandi.
Fyrir stjórn sambandsins er landsmótsár svo-
lítið sérstakt fyrir þær sakir, að það er í raun
ekkert verkefni annað en landsmót sem
stjórnin þarf að vinna að. Þó skal tekið fram
að leikskólaverkefnið var í fúllum gangi fram
á vor og gekk það ótrúlega vel. Leikskóla-
diskurinn hefúr vakið athygli og þetta framtak
fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð meðal Ieik-
skóla landsins. Guðrún Guðjónsdóttir og
Elísabet. H. Einarsdóttir hafa stjórnað þessu
verkefni af stakri prýði. Sjónvarpsstöðin INN
bauð sambandinu að vera með harmonikuþætti
í sjónvarpinu og hefur undirritaður unnið að
gerð þessara þátta og hafa nú þegar verið teknir
upp fjórir þættir. Hugmyndin er að vera með
einn þátt í mánuði í vetur. Þetta telur stjórn
sambandsins vera eina þá bestu kynningu á
harmonikunni sem hægt er að fá og vonandi
eru allir harmonikuunnendur ánægðir með þá
þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Fram-
undan er aðalfundur sambandsins, en hann
verður haldinn í boði Harmonikufélags Selfoss
dagana 26. - 28. september.
Það er von stjórnar að aðalfúndurinn verði vel
sóttur og að við fáum formenn og fulltrúa frá
öllum aðildarfélögum sambandsins.
Að lokum óska ég þess að komandi vetrarstarf
aðildarfélaganna verði fjölbreytt og skemmti-
legt.
Gunnar Kvaran, formaður
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 pg 844 0172.
Netfang: assigu@internet.is Veffang: www.nedsti.is
2