Harmonikublaðið - 01.09.2014, Page 3
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaðiir:
Friðjón Hallgrímsson
Espigerði 2
108 Keykjavík
Sími 696 6422, frídjonoggudnj@internet.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum, ivunv. heradsprent. is
Netfang: prínt@heradsprent.is
Forsíða: Þau sem voru heiðruð á Landsmótinu.
Frá vinstrí: Gunnar Kvaran formaður SIHU, Baldur
Geirmundsson, Hreinn Halldórsson, Aðalsteinn Isfjórð,
Jónas Þór Jóhannsson, Kristján Þórðarson, Hörður
Krístinsson, Filippía Sigurjónsdóttir, sem tók við
viðurkenningu Guðmanns Jóhannssonar, Sigurður
Fríðriksson, Jóel Fríðbjarnarson, Inga Hauksdóttir,
Karítas Pálsdóttir, sem tók við viðurketmingu Guðmundar
Ingvarssonar og Friðjón Hallgrímsson. Mjnd: Sigurður
Harðarson.
Meðal efnis:
- Dalamenn og Húnvetningar dansa saman
- Ásta Soffía í Salnum
- Nú er lag á Varmalandi 2014
- Harmonikufélag Héraðsbúa 30 ára
- Tólfta landsmótið á Laugum
- Lag blaðsins
- Minningartónleikar um Gretti Björnsson
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 25.500
1 /2 síða kr. 16.500
Innsíður 1/1 síða kr. 20.500
1/2 síða kr. 12.500
1/4 siða kr. 7.500
1/8 síða kr. 5.000
Smáauglýsingar kr. 3.000
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
25. nóvember 2014.
Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alí7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík.
S: 568-3670/824-7610
Ritstjóraspjall
Nú eru milli þrjátíu og fjörutíu ár síðan fyrstu
harmonikufélögin voru stofnuð. Stofnenda-
hópurinn var að stórum hluta harmoniku-
unnnendur upp á gamla mátann, sem litu á
hljóðfærið fyrst og fremst sem hljóðfæri gleð-
innar og þeir sem á það léku voru gleðigjafar.
Meðal harmonikunnenda þess tíma, var þó
einnig fólk sem taldi að hægt væri að lyfta
hljóðfærinu á hærri stall, með aukinni kennslu
og þekkingu. Eitt af því sem skorti á þessum
tíma voru sérmenntaðir kennarar. Það hafði í
raun ósköp lítil breyting orðið síðan Bragi
Hlíðberg lærði hjá fiðluleikaranum upp úr
1930. Stofnun Sambands íslenskra harmoniku-
unnenda má hildaust telja með merkilegri
atburðum í sögu harmonikutónlistar á land-
inu. Það var sá vettvangur sem lagði línur
varðandi margt, er sneri að þróun þessarar
tónlistar á Islandi. Fyrstu skrefm voru tekin
af varkárni og óvissu, en smám saman fór
að verða til verklag sem hafði sér markmið.
Það má ekki gleymast að innan tónlistar-
skólanna var ekki mikill áhugi á þessu og
jafnvel fordómafull andstaða. Risaskref
var tekið þegar, eftir áralanga baráttu,
námskrá fékkst samþykkt. Þar með var
orðinn til sá grunnur, sem hægt var að
byggja á frekara starf. Síðan hefúr þróunin
legið upp á við. Það hlýtur að hafa verið
erfitt fyrir kennara að berjast við fordóma
innan skólanna. Hinu má hins vegar ekki
líta fram hjá að engir kennarar voru til
staðar með akademíska menntun í harmon-
ikukennslu. Nú er orðin breyting þar á. I
dag eru þeir German Khlopin í Keflavík
og Arni Sigurbjarnarson á Húsavík með
þá menntun sem
krafist er á háskóla-
stigi.
Nýfarnir eru eftir
nokkur ár hér á
landi rússnesku
tvíburarnir Vadim
og Yuri Fjodorov og
Finninn Tatu Kant-
omaa. Þá er ótalinn
Hrólfur Vagnsson,
sem kenndi fyrir vestan í þrjú ár en hvarf síðan
til Þýskalands. Lengra er síðan Emil Adólfsson
flutti til Þýskalands. Það eru hins vegar þrír
nemendur í harmonikuleik í Danmörku og
einn í Noregi. I fyllingu tímans munu þeir
vonandi koma heim og auðga tónlistarlífið.
Þetta mun taka tíma og minnumst þess, að
fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.
Varaformaður:
Elísabet Halldóra Einarsdóttir
elisabete@heima.is
Suðurhúsum 6, 112 Reykjavík
S: 587-3179 / 864-8539
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/861-5998
Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson
sigeym@talnet.is
Suðurlandsbraut 60, 108 Reykjavík
S: 471-1333 / 893-3639
Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson
hansdottir@simnet.is
Vallargötu 3, 420 Súðavík.
S: 456-4928 /895-1119
Varamaður: Aðalsteinn Isfjörð
unnas@simnet.is
Forsæti lOb, 550 Sauðárkrókur
S: 464-1541 /894-1541
Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462-5534/820-8834
f fréttum var þetta helst
Á landsmótinu á Laugum bættust tveir við
heiðursfélagaskrá Sambands íslenskra harm-
onikunnenda. Þetta eru þeir Baldur Geir-
mundsson og Aðalsteinn Isfjörð. Áður höfðu
hlotið þessa nafnbót, þeir Bragi Hlíðberg,
Karl Jónatansson og Reynir Jónasson.
Eins og á undanförnum landsmótum var öll
tónlistin á Laugum tekin upp, með það í huga
að gefa fólki kost á að eignast hana á hljóm-
diskum. Fyrirtækið Tókatækni áTókastöðum
á Fljótsdalshéraði, sér um útgáfúna og er stefnt
að þvi að allt verði tilbúið í sölu í nóvember.
21 harmonikuunnandi mun taka þátt í Italíu-
ferðinni sem farin verður í haust á vegum
SÍHU. Lagt verður af stað 11. september og
flogið til Rómar. Síðan verður dvalið nokkra
daga í Castelfidardo og að endingu legið í leti
í Rimini við Adriahafið. Heim mun hópurinn
koma 21. september. Miðað við þátttakenda-
listann getur þetta aðeins orðið skemmtileg
ferð.
Um þessar mundir eru fjórir ungir harmon-
ikuleikarar í sérnámi erlendis, Jón Þorsteinn
Reynisson, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir
ogJónasÁsgeir Ásgeirsson eru í Kaupmanna-
höfn og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir í Oslo.
Aðalfúndur SÍHU verður haldinn í Hvera-
gerði dagana 26.-27. september nk. Það er
Harmonikufélag Selfoss, sem býður til fund-
arins og er þetta í annað skipti sem þeir bjóða
til aðalfúndar SÍHU, en þeir buðu til aðal-
fundar, sem þá hét haustfundur SIHU 1998
að Flúðum. Trúlega má reikna með að lagðar
verði fram bráðabirgðatölur varðandi fjárhags-
lega útkomu á Landsmótinu.
Otvarpsstöðin ÍNN og SIHU hafa í samstafi
gert fjóra harmonikuþætti. Það er Gunnar
Kvaran formaður SIHU, sem á heiðurinn af
þessum þáttum, sem fyrirhugaðir eru eitthvað
fram eftir haustinu.
3