Harmonikublaðið - 01.09.2014, Qupperneq 5

Harmonikublaðið - 01.09.2014, Qupperneq 5
Ásta Soffía í Salnum Ein af vonarstjörnum íslenska harmoniku- vorsins, Ásta Soffía Þorgeirsdóttir hélt sína Diploma tónleika í Salnum í Kópavogi, sunnu- daginn 11. maí sl. Það var ágætlega til fimdið að nota gamla lokadaginn til verksins. A efnisskránni voru verk eftir Bach, Scarlatti, Solotarjov, Manuel de Falla, Astor Piazzola og Semionov. Fyrsti kennari Ástu Soffíu, sem er fædd 1995, varÁrni Sigurbjarnarson tónlistar- skólastjóri á Húsavík, en þar eru æskustöðvar hennar. Hún flutti til Reykjavíkur árið 2011 og hóf nám við Tónlistarskóla FÍH en flutti sig síðan í Listaháskóla Islands. Kennari hennar frá því hún kom til Reykjavíkur hefur verið Rússinn German Khlopin. Tónleikarnir í Salnum hófúst á Svítu nr. 2 BWV 813, eftir Johann Sebasdan Bach. Tæknilega snúið, fallegt verk. Ásta Soffía leysti þetta af öryggi og næmni. Þá var komið Sónötu nr. 2 eftir Zolotarjov, Rússann, sem lifði aðeins 33 ár oglést 1975, en samdi á stuttri ævi ódauðleg verk fyrir harmonikuna. Þessi sónata er vel þekkt innan harmonikugeirans. Mjög erfitt tæknilega og ekki á færi neinna spýtukarla að leika það. Þessu skilaði Ásta Soffía af glæsibrag, með frábærri túlkun til viðbótar. Eftir hlé var komið að Sónötu í A-dúr K114, eftir Scarlatti. Það stóð ekki í Ástu Soffíu að skila sónötunni til áheyrenda á eftirminnilegan hátt. Næstur á skránni var Shostakovich. Ásta Soffía lék Pre- lúdíu og fúgu nr. 5. í D-dúr opus 87. Ekta rússneskt sem tók í eyrun og alla skynjara. Þetta lék Ásta Soffía glæsilega. Þá steig á svið Steiney Sigurðardóttir átján ára sellóleikari, sem lék með Ástu Sofifíu í tveimur verkum. Þær stöllur hófu Steiney Sigurðardóttir ogÁsta Soffia Þorgeirsdóttir í Salnum. Ljósm: Sigurður Harðarson fræga Tanti Anni Prima, sem jöfnum höndum gengur undir nafninu Ave Maria. Oft hefur maður heyrt þetta fallega flutt á harmoniku, en þegar sellóið bættist við varð einhver stökkbreyting á verkinu. Flutningurinn verður lengi í minnum hafður. Salurinn hætti nánast að anda, slík varð einbeitingin. Það glitruðu víða tár á hvörmum meðan á flutningnum stóð. Þessum frábæru tónleikunum lauk með Búlgaskri þjóðlagasvítu effir Semionov. Stórskemmtilegt Balkan verk þar sem villt tempó hefúr völdin. Ekki var laust við að hægt væri að greina þreytumerki, enda dagskráin orðin löng og strembin. Það var vel við hæfi að hrista vel upp í áheyrendum með búlgörskum hringdansi (Hora), enda tókst það. Ásta Soffía heillaði alla með glæsilegum harm- onikuleik og fágaðri framkomu. Þá varð Steiney ekki til að skemma fyrir, nema síður væri. Það fer ekki milli mála að tónlistarhæfileikar Astu Soffíu eru meiri en gengur og gerist. Hún mun í sumar fara til framhaldsnáms í Noregi og er mikilla afreka að vænta frá þessum glæsi- lega fulltrúa harmonikunnar. Þá er rík ástæða til að óska Germani Khlopin kennara hennar sérstaklega til hamingju með árangurinn. Kærar þakkir fyrir frábært harmonikukvöld. FriSjón Hallgrímsson r : á Heiðursfélagar SÍHU eru: Aðalsteinn Isfjörð, Baldur Geir- mundsson, Bragi Hlíðberg, Karl Jónatansson og Reynir Jónasson. leikinn á spænskri þjóðlagasvítu eftir Manuel de Falla. Þessar tvær glæsilegu tónlistarkonur fóru á kostum í þessari stórkostlegu tón- smíð, sem féll vel í kramið hjá þeim 80-90 tónleika- gestum, sem Salinn sóttu. Þær fylgdu þessu eftir með einu fallegasta tónverki Astor Piazzolla. Hinu Jón Espólín Kristjánsson f. 5. febrúar 1923 - d. 20. júní 2014 Þann 20. júní síðastliðinn lést á Blönduósi Jón Espólín Kristjánsson frá Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Hann var fæddur 5. febrúar 1923. Jón var einn af stofnendum Félags harmonikuunnenda í Húnavatns- sýslum 1981 og einnig einn eigenda Ósbæjar, húss harmonikuunnenda á Blönduósi. Hann var taktfastur og góður harmonikuleikari, ósérhlífinn og góður félagi ávallt tilbúinn að spila og vinna fyrir sitt félag meðan heilsa leyfði. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Margrét Ásgerður Björns- dóttir. Jón og Margrét fluttu til Blönduóss árið 1990. Þeim eru hér færðar alúðarþakkir fyrir mikil og góð störf í þágu Félags harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum. Blessuð sé minning Jóns E.Kristjánssonar. H.U.H. félagar 5

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.