Harmonikublaðið - 01.09.2014, Page 6
Nú er lag á Varmalandi 2014
Yngsta danshljómsveitsumarsins. f.v. HelgiE. Kristjánsson, EmilJohansen, Olivia, Emma,
Eggert Kristinsson
Hin árlega sumarhátið Nú er lag
fór fram að Varmalandi um versl-
unarmannahelgina. Að venju,
höfðu stjórn og skemmtinefnd
FHURhafið undirbúning hátíðar-
innar, þegar á útmánuðum. Fólst
hann helst í því að semja um
aðstöðuna að Varmaiandi og ganga
frá öllu sem að þeim þáttum laut
og svo að sjálfsögðu að finna eitt-
hvert atriði, sem við gætum kynnt
sem „aðalnúmer“ hátíðarinnar. I
umræðum um hvað við gætum
boðið upp á sagði Friðjón, for-
maður skemmtinefndar, frá því að
hann hefði tengsl við norska
harmonikuleikarann Emil Johan-
sen og að hann væri ásamt fjöl-
skyldu sinni tilbúinn til þess að
koma til Islands og að koma fram
á Varmalandi og leika þar bæði á
tónleikum, sem og einnig að leika
fyrir dansi á dansleikjum hátíðar-
innar. Ákveðið var að ganga til
samninga við Emil og varð að ráði
að Emil og Linda kona hans kæmu
til landsins og yrðu með okkur á
„Nú er lag“ um verslunarmanna-
helgina. Emil lék síðan, ásamt
börnum sínum, þeim Oliviu 13
ára, Emmu 10 ára og Emil 5 ára,
bæði á tónleikum og á dansleikjum
og er óhætt að segja að þau hafi
„komið, séð og sigrað“ með leik
sínum.
Að aflokinni helginni nutu Emil
og fjölskylda síðan leiðsagnar Frið-
jóns og Guðnýjar konu hans á ferð
um Snæfellsnes og víðar og dvöldu
síðan nokkra daga í Reykjavík áður
en þau héldu til síns heima.
Hátíðin fór að öllu leyti vel fram
og var vel mætt á bæði tónleika og
dansleiki. Það sem helst olli okkur
sem að henni stóðum áhyggjum á
lokadögum undirbúningsins, var
veðrið, eða öllu heldur veðurút-
litið. Það má geta þess, að undir
miðja vikuna fyrir verslunar-
mannahelgina leit helst út fyrir að
hátíðargestir yrðu að koma með
einhver fleytitæki til þess að kom-
ast um á hjólhýsasvæðinu. Slíkur
og þvílíkur var vatnsaginn. Allt
bjargaðist þetta þó og þegar hátíðin
hófst mátti segja að þokkalega fært
væri orðið flestum farartækjum um
svæðið. En þó ekki meira en svo.
Fyrstir á svið á föstudagskvöldið
voru Vindbelgirnir. Ekki alveg
upprunalega útgáfan, því í stað
Hilmars Hjartarsonar var kominn
Flemming Viðar Valmundsson og
má telja það verulega yngingu. I
kjölfar þeirra kom Skagamaðurinn
Eðvarð Árnason og Dalamaðurinn
Sveinn Sigurjónsson sem lauk
föstudeginum. Laugardagurinn
hófst með tónleikum. Norsku
gestirnir stigu á svið og léku listir
sínar. Tónleikarnir voru hin besta
skemmtun. Ymist lék allur hópur-
inn eða Emil Johansen einn. Allur
var flutningur þeirra vandaður og
metnaðarfullur. Uppskáru þau
verðskuldað lófaklapp að launum.
Það voru þeir EG félagar Einar
Guðmundsson og Gunnar Kvaran
sem settu laugardagsballið í gang.
Var strax sýnilegt að vel yrði mætt,
enda veðurblíða og allar aðstæður
hinar bestu. Það var hljómsveit
Emils Johansen sem tók við af
þeim. Yngsta hljómsveit sumarsins.
Hún var frábær, enda meðalaldur-
inn 20 ár. Formaðurinn Páll S.
Elíasson var næstur á svið ásamt
Þórleifi Finnsyni og luku þeir
félagar ballinu á kristilegum tíma.
Flateyingurinn og skipstjórinn
Ingvar Hólmgeirsson hóf leikinn
á sunnudag og hljómsveit Emils
Johansen tók síðan við. Það var
síðan Nikkólínumaðurinn Guð-
bjartur Björgvinsson, sem lauk
hátíðinni, þegar mánudagurinn var
nýhafmn. Ekki má skilja svo við
þessa samantekt án þess að minn-
ast á hina fjölmörgu undirleikara,
sem hjálpa til við að halda takt-
inum. Þar eru gamalreyndir í
bransanum Helgi E. Kristjánsson
og Hreinn Vilhjálmsson. Góðvinur
okkar Númi Adólfsson er enn-
fremur aufúsugestur á Varmalandi.
Þá eru ótaldir trommararnir, Egg-
ert Kristinsson, sem stofnaði
Hljóma og Þórir Magnússon,
trommuleikari FHUR frá upphafi.
Síðasti viðburður sumarsins sem
félagið tók þátt í var svo Menn-
ingar,,nótt“. Þar léku harmoniku-
leikarar á þess vegum á Skólavörðu-
stíg og var það dagskrá upp á þrjár
klst.
Þeir sem þarna komu fram voru:
Sigurður Alfonsson, Reynir Jónas-
son, Gunnar Kvaran, Haukur
Ingibergsson, Ingvar Hólmgeirs-
son, Flemming Viðar Valmunds-
son og Hilmar Hjartarson allir á
harmoniku og einnig lék með þeim
Helgi E. Kristjánsson á gítar.
Geta má þess, að Atlantsolía bar
allan kostnað af viðburðinum, setti
upp aðstöðu fyrir spilara og greiddi
FHUR nokkra upphæð fyrir tón-
listarflutninginn. Spilarar tóku
ekkert fyrir sitt framlag.
Þetta samstarf FHUR og Atlants-
olíu á sér nú orðið nokkurra ára
sögu og er það von mín að fram-
hald verði þar á næstu ár.
Ogþau dösnuSu öllþama í dynjandi galsa
6
Ómissandi þdttur á harmonikumótum er útispilil