Harmonikublaðið - 01.09.2014, Page 10
Tólfta landsmótið á Laugum
Tólfta landsmót SIHU var haldið að Laugum í
Reykjadal dagana þriðja til sjötta júlí í sumar.
Þrátt fyrir afleita veðurspá var slæðingur af fólki
mættur á miðvikudeginum og undi sér í þing-
eyskri blíðu við harmonikuleik og spjall. Fimmtu-
dagurinn rann upp og hafði nú heldur skipt um
því komið var kalsaveður og hitastigið fallið um
helming. Ekki virtist þetta hafa mikil áhrif á
aðsóknina, því allan flmmtudaginn hópaðist fólk
að Laugum og kom sér fyrir. Klukkan sjö um
kvöldið setti Filippía Sigurjónsdóttir formaður
FHUE mótið. Upphaflega hugmyndin var að
Þórhildur Sigurðardóttir formaður Þingeyinga
tæki þátt í setningunni, en hún forfallaðist um
morguninn. Mótið hófst með Ieik stórsveitar
Félags harmonikunnenda við Eyjafjörð, sem lék
hið fallega mótslag „Þegar stjörnurnar blika“,
eftir Sigurð K. Leósson, undir stjórn Roar Kvam.
Það var síðan vel við hæfi að hefja mótið á laga-
syrpu eftir Fikka á Halldórsstöðum, þann mikla
lagasmið Þingeyinga, en það var einmitt hann
sem lék inn landsmótið á Laugum 1990. Það var
hljómsveitarblanda frá Eyfirðingum og Þingey-
ingum sem skilaði þessu með ágætum. Til stóð
að Skagfirðingar væru næstir á dagskrá, en á
síðustu stundu gengu þeir úr skaftinu. Þá var
leitað til Sigurðar Hallmarssonar. Þessi aldni
10
heiðursmaður og lífskúnstner lét ekki ganga á
eftir sér og gladdi gesti með sínum leik. Að því
loknu stigu gestgjafarnir frá landsmótinu á Hellu
2011, Rangæingar á svið. Það kom síðan í hlut
Suðurnesjamanna að ljúka þessum fyrsta hluta
tónleikanna. Að því loknu var svo dansað frá tíu
til eitt og var þátttaka góð í dansinum þetta fyrsta
kvöld. Föstudagurinn heilsaði á svipuðum nótum
hvað veðrið snerti. Fyrstir á svið, eftir að lands-
mótslagið hafði verið leikið, var tónleikasveit
Nikkólínu og í kjölfar hennar komu síðan Hér-
aðsbúar. Allt var þetta á kunnuglegum nótum
frá fyrri landsmótum. Þá var komið að fulltrúa
Þingeyinga. Að þessu sinni var það einn af yngri
þátttakendum mótsins, Asta Soffía Þorgeirs-
dóttir. Þetta var án efa ein af stóru stundum
helgarinnar. Glæsilegur tónlistarmaður með
frábæra dagskrá, ekki Ianga, en góða. Hún kynnti
lögin sjálf, afskaplega skemmtilega og hreif alla
með sér er á hlýddu. I kjölfar Ástu Soffíu komu
síðan Vestfirðingar, sem léku af sama fjöri og
loðað hefur við þá á landsmótum.
Að þessu loknu var komið að heiðrun félaga.
Þetta atriði var sérstaklega ánægjulegt, en þarna
voru tveir heiðursmenn, Baldur Geirmundsson
og Aðalsteinn Isfjörð, gerðir að heiðursfélögum
SIHU. Þar með eru heiðursfélagarnir orðnir
fimm. Að auki fengu tíu harmonikuunnendur
viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Frá FHUR
var Friðjón Hallgrímsson, þrír Þingeyingar voru
í hópnum, þau Inga Hauksdóttir, Jóel Frið-
bjarnarson og Sigurður Friðriksson, einnig voru
þrír Eyfirðingar, Guðmann Jóhannsson, Hörður
Kristinsson og Kristján Þórðarson kallaðir til,
Héraðsbúarnir Hreinn Halldórsson og Jónas Þór
Jóhannsson og að lokum Þingeyingurinn í
Harmonikufélagi Vestfjarða, Guðmundur Ingv-
arsson. Að þessu loknu hófust tónleikar að nýju
og nú stigu á svið meðlimir í Léttsveit Harmon-
ikufélags Reykjavíkur, sem síðar var fylgt eftir af
Smáranum. Var þetta allt með mjög ljúfum blæ.
Þar með lauk föstudagstónleikunum og gestir
hófu að undirbúa kvöldverð og mættu síðan gal-
vaskir á dansleik. Var hann töluvert fjölmennari
en deginum áður.
Laugardagurinn hófst á sama hátt og föstudag-
urinn. Landsmótslagið var leikið í upphafi og nú
hafði heldur fjölgað í hópnum. Þá tók við hljóm-
sveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
Fór ekki á milli mála að æfingar höfðu verið vel
stundaðar í vetur. Nú var komið að óvæntri
uppákomu. Fjögur ung systkini frá Bakkafirði
voru kölluð á svið. Léku þau við góðar undir-
tektir, þó ekki kæmu þau fram fyrir hönd
harmonikufélags. Eitt þeirra, Njáll Halldórsson
var í úrslitum Nótunnar í mars 2014, lék þar
verk úr Pétri Gaut eftir Grieg á harmoniku, mjög
efnilegur spilari. Þetta rifjaði upp fyrir ritstjóra,
þegar fullyrt var við hann, að á Sléttunni lærðu
allir strákar á harmoniku en stelpurnar á gítar. I
beinu framhaldi af þessu kom síðan Arni Sigur-
bjarnarson tónlistarskólastjóri á Húsavík ásamt
nokkrum nemendum sínum og sama gerði
Knútur Emil tónlistarkennari í Hafralækjarskóla.
Var forvitnilegt að sjá þessa ungu nemendur sem
svo miklar vonir er bundnar við. Glæsilegur
hópur sem við eigum vonandi eftir að heyra meira
frá í framtíðinni. Að þessu loknu var komið að
hinni mögnuðu hljómsveit Hafralækjarskóla,
Wasichana Marimba, með sín skemmtilegu og
sérstöku hljóðfæri. Hún lék undir stjórn Guðna
Bragasonar, sem á heiðurinn af þessu merkilega
tónlistarstarfi. Var þetta vel þegin tilbreyting frá
harmonikutónlistinni, mikið líf og fjör, þó ein-
hverjum hafi þótt þessi hluti í lengra lagi. Tveir
af heiðurfélögunum SIHU, þeir Bragi Hlíðberg
og Reynir Jónasson glöddu einnig áheyrendur
með stuttu innslagi.
Nú var komið að aldursforsetunum á mótinu.
Hljómsveit elsta félags landsins, Félags harmo-
nikuunnenda í Reykjavík steig á svið og lék næstu
mínúturnar. Mátti vel heyra að æfingar í vetur
höfðu verið vel sóttar. Að því loknu má segja að
annar af hápunktum mótsins hafi tekið við.
Harmonikukvintett Reykjavíkur lék næsta hálf-
tímann af þeirri spilagleði sem einkennir hann.
Stórkostlegur flutningur glæsilegs tónlistarfólks.
Kvintettinn var reyndar að leika á Þjóðlagahá-
tíðinni á Siglufirði, en skaust yfir að Laugum til
Elsta félagiS. Félag harmonikuunnenda l Reykjavík
Nikkólína var að sjálfiögðu matt til leiks