Harmonikublaðið - 01.09.2014, Page 13

Harmonikublaðið - 01.09.2014, Page 13
Friðrik Jónsson (Fikki á Halldórsstöðum) var fæddur á Halldórsstöðum í Reykja- dal 20. september 1915. Fikki var tónlistarmaður af Guðs náð og ekki sá eini í ættinni. Allt sem varðaði tónlist lá opið fyrir honum. Hann hóf ungur að leika á orgel og síðar á harmoniku og varð fljótlega, eftir nám hjá Páli Isólfssyni, organ- isti fyrir stóran hluta Suður-Þingeyjarsýslu. Þá lék hann á dansleikjum vítt og breitt um Norðurland áratugum saman og varð á þessum tíma hálfgerð þjóðsagna- persóna. Hann hóf að setja saman lög á unglingsárum og lögin hans fyrir kóra, einsöngvara og danslög skipta tugum. Má þar m.a. nefna lög eins og „Við gengum tvö“, „Vertu hjá mér Dísa“ og „Rósin“. Fikki var bóndi lengst af starfsævinni, en lauk henni í Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. Eiginkona Friðriks var Unnur Sigurðar- dóttir og eignuðust þau fimm börn. Friðrik var sæmdur riddarkrossi Fálkaorðunnar 1988. Hann lést 2. nóvember 1997. Ágætu lesendur. Við þökkum öllum bæði gestum og hljóð- færaleikurum, sem mættu á tónleikana í Salnum 22. feb. sl. í tilefni 90 ára afmælis Karls Jónatanssonar. Þið sýnduð þessum aldna harmonikuhöfðingja mikinn sóma með því að fylla húsið, ekki bara af fólki heldur líka af gleði. Fyrir þetta eru Karl og fjölskylda hans afar þakklát. Nú er kominn út DVD diskur með tónleik- unum úr Salnum. Form. S.I.H.U. telur þetta vera mjög góðan heimildardisk. Karl Jónatansson hefur gegnum tíðina útsett fjöldann allan af íslenskum og erlendum dægurlögum, sem margir hafa fengið að njóta, án þess að greiða fyrir. Með sölu á þessum diski er ákveðið að fjármagna útgáfu á nótnahefti, en af nógu er að taka og hvet ég alla þá sem haft hafa ánægju af útsetningum og lögum Karls, að styrkja þessa útgáfu með því að kaupa DVD diskinn. Flytjendur á DVD disknum eru margir af okkar bestu harmonikuleik- DVD diskurinn er til sölu hjá undirritaðri og hjá Ólafi Þ. Kristjánssyni s: 868 7848. Með harmonikukveðju Guðrún Guðjónsdóttir S: 898- 4760 13

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.