Harmonikublaðið - 01.09.2014, Side 15

Harmonikublaðið - 01.09.2014, Side 15
nýbýlið Ytra-Bjarg með konu sinni Guðnýju Friðriksdóttur og var systur sinni ætíð stoð og stytta. Hann var um árabil organisti á Staðarbakka og Melstað og dætur hans eftir að hann hætti því starfi. Björn, faðir Grettis, var einnig organisti í Efra-Núpskirkju og aðrir synir hans tónlistarmenn.Tónleik- arnir voru vel sóttir, enda glæsileg, fjölbreytt og þétt skipuð dagskrá sem stóð í þrjá tíma. Kvenfélagið Björk sá um veitingar. Eftirtaldir fjölskyldumeðlimir og hjálparhellur komu fram: Katrín Halldórsdóttir og Albert Guðmann Jónsson, Bergþóra Ægisdóttir, Geir Jón Grettisson sonur Grettis Björns- sonar, Helga Rún Jóhannsdóttir, Magnús Björn Jóhannsson, Ingi- björg Friðriksdóttir, Þorvaldur Pálsson, Einar Friðgeir Björnsson, Sigurður Helgi Oddsson, Elinborg Sigurgeirsdóttir og Guðmundur Jóhannesson. Einnig kom fram hljómsveit skipuð hálfbræðrum Grettis, Marinó Björnssyni á gítar, Árna Björnssyni á bassa og Sigurði Ingva Björnssyni söngvara, með þeim spiluðu Axel Sigurgeirsson á trommur og Ragnar Levy foður- bróður Grettis á harmoniku. Hall- dór Pálsson ræddi um aðkomu Páls Axelssonar að Hvítasunnusöfnuð- inum. Hilmar Hjartarson sagði frá samstarfi þeirra Grettis og Sigurður Alfonsson ræddi mögulega útgáfú á verkum Grettis. Einnig komu fram nokkrir frábærir gestir til að heiðra minningu Grettis Björns- sonar og systkina hans. „Búfræð- ingarnir11 Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson léku þrjú lög, þ.á.m. Klettafiallapolka eftir Gretti Björnsson. Reynir Jónasson lék tvö lög, annað var K&rlighedsvals sem hann tileinkaði Önnu Axelsdóttur sem söng lengi í kirkjukór Nes- kirkju og svo lék Bragi Hlíðberg Minningu eftir Oliver Guðmunds- son. Bragi og Reynir eru heiðurs- félagar SÍHU. Tónleikunum lauk svo með að ættarkórinn steig á svið og söng þrjú lög.Þessir minningar- tónleikar voru öllum til sóma er að þeim stóðu og þar komu fram. Hafið bestu þakkir fýrir. Samantekt SH Ljósmyndir: Rcynir Eliesersson Fannahlíð 2014 Fannahlíðarhátíðin var haldin dagana 11. og 12. júlí 2014. Veðurguðirnir voru okkur afar vin- veittir í þetta sinn, sem svo oft áður. Margir húsbílar og nokkur tjöld voru komin á svæðið síðari hluta fostudags og nutu gestir sín í blíðunni við spilamennsku, grill og söng, en dansskemmtun hófst síðan klukkan níu um kvöldið. Samkvæmt hefðinni hófúm við HUV félagarnir, undirritaður, Geir Guðlaugsson og Jón Heiðar spilamennskuna. Þá var komið að Selfyssingunum Þórði Þorsteins og Birgi Hartmanns. Þar næst komu Vindbelgirnir, Friðjón og Hilmar, en Sveinn Sigurjóns og Jón Heiðar luku föstudagsballinu rúmlega eitt um nóttina. Dansgólfið var þétt- skipað allan tímann og virtist fólk una sér hið besta. Um miðjan dag á laugardag voru hljómleikar, þar sem við „forn- gripirnir" í H.U.V.hófúm Ieik, en síðan tók við hinn kornungi Davíð Harðarson og skilaði sínu hlutverki með prýði. Að lokum léku þau saman á þverflautu og gítar, Sig- ríður Hjördís Indriðadóttir og Helgi E. Kristjánsson og sýndu ótrúlega færni með þeim flutningi. Helgi kom síðan flestum á óvart þegar hann brá sér út af sviðinu en birtist síðan aftur með hnappa- harmoniku í fanginu og hóf að leika á hana, með Sirrí á þver- flautuna. Var gerður mjög góður rómur að þessum atriðum. Tók nú við hefðbundin bið, sem nýttist ágætlega til spilamennsku og undirbúnings fyrir kvöldverð. Klukkan níu um kvöldið hófst síðan dansinn að nýju og stóð allt til langt gengin í tvö. Við HUV menn byrjuðum en Sveinn Sigur- jónsson tók síðan við. Þórleifúr Finnsson átti ekki í vandræðum að taka við af honum. Ballinu lauk síðan með því að þeir Hilmar og Friðjón léku, en ekkert fararsnið Tjútta, tjútta, tjútta, je, je, je Fléttumar skiptust og síðpilsin sviptust '♦♦***»Í Lctt afingi bliðunni undir Akrafialli var á fólki klukkan eitt og var þvi haldið áfram stutta stund. Ekki má gleyma meðleikurum harmoniku- leikaranna, þeim Helga Kristjáns- syni. Sigríði Hjördísi Indriðadóttur og Þóri Magnússyni. öllu þessu fólki þökkum við veitta aðstoð og ómælda skemmtun og vonumst til að allir hafi unað sér vel og komið heilir heim. Með harmoniku kveðju, Gestur Friðjónsson Ljósm: Sigurður Harðarson 15

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.