Harmonikublaðið - 01.09.2014, Síða 16

Harmonikublaðið - 01.09.2014, Síða 16
Harmonikudagurinn í Þingeyjarsýslu 3. maí 2014 Harmonikufélag Þingeyinga hélt upp á Harm- onikudaginn 3.maí í Ljósvetningabúð. Þangað mættu félagar og þó nokkrir gestir, þar á meðal þrír ungir harmonikunemendur. Það voru þau Hermann Veigar Ragnarsson og Almar Orn Jónasson fráTónlistarskóla Húsavíkur og Arn- dís Sara Sæþórsdóttir úr Hafralækjarskóla. Þegar Þórhildur Sigurðardóttir formaður var búin að setja samkomuna spiluðu Sigurður Hallmarsson og Arni Sigurbjarnarson nokkur lög af sinni alkunnu snilli. Þá léku þeir Hermann og Almar nokkur lög með Arna Sigurbjarnarsyni kennara sínum og svo lék Arndís Sara líka, undir leiðsögn Knúts Emils Jónassonar kennara. Þá spiluðu þau Katrín Sigurðardóttir, Rúnar Hannesson og Jón Sigurjónsson. Þá spilaði Sigurður Hall- marsson aftur. Svo var gert kaffihlé þar sem félagar í HFÞ buðu uppá mikið hlaðborð af allskonar veitingum. Að því loknu var krökk- unum afhent viðurkenning frá félaginu. Þá spilaði Jón Sigurjónsson og svo léku allir tiltækir spilarar þó nokkur lög saman. Voru það Arni Sigurbjarnarson, Kristján Kárason, Katrín Sigurðardóttir, Sigurður Hallmarsson, Rúnar Hannesson, Jón Sigurjónsson og Grímur Vil- hjálmsson og svo fóru allir heim,vonandi sæmi- lega saddir af mat og tónlist. Sigurður Ólafison Gísli Bryngeirsson frá Búastöðum, úrsmiður og harmonikuleikari £ 13. maí 1928 - d. 10. júní 2014 Hann fékk snemma að kenna á örðug- leikum lífsins. I frumbernsku veiktist hann og var bundinn við sjúkrahús íýrstu æviárin og frá átta ára aldri varð hann að ganga við hækjur. Hann eyddi mestum tíma sínum heima hjá móður sinni en þá var ekki reiknað með að fatlaðir færu út á vinnu- markaðinn. Þó fékkst hann við ýmislegt svo sem að binda inn bækur og æfa harmonikuleik. A litlu jólum bekkjarins í Barnaskóla Vestmannaeyja var Gísli fenginn til að spila íyrir dansi í söngstofu skólans. Spilalaunin voru 10 kr. og voru það fyrstu tekjur hans. Seinna gerðist hann trommu- leikari í samkomuhúsinu með Alfreð Þórðarsyni. Um líkt Ieyti eignaðist hann klarinett og þá hvatti undirritaður hann að verða liðsmaður Lúðrasveitar Vestmanna- eyja og þar með var stefnan tekin í tón- listarmálum. Árið 1949 kom til Eyja Haraldur Guð- mundsson prentari og hafði hann áður verið í hinni þekktu hljómsveit Björns R. Einarssonar sem lék um þær mundir í Lista- mannaskálanum þar sem nú er nýbyggingin við Alþingishúsið. Haraldur stofnaði HG- sextett og fékk til liðs við sig Gísla og Guðna Hermansen, Sigurð Guðmundsson frá Háeyri, Harald Baldursson og Alfreð Þórðarson. Árið eftir (1950) hætti Haraldur Baldursson og Alfreð Washington Þórðar- son, undirritaður tók þá við sem gítar- leikari hljómsveitarinnar og Jón H. Stein- grímsson gerðist arftaki Alfreðs á píanóið, þá 17 ára gamall. Þótti hann mjög efnilegur þar sem hann lék m.a. útsetningar eftir Teddy Wilson. Hans naut því miður ekki lengi við því 31. janúar 1951 fórst hann, þá 19 ára gamall, í flugslysinu þegar Glitfaxi lenti i Faxaflóa. Eftir þetta komu þeir Árni Elvar á píanóið og Axel Kristjánsson á bassa og spiluðu með um stundarsakir. Eitt skiptið var það er hljómsveitin spilaði fýrir dansi á Norðfirði að þessi saga gerðist sem hefur verið kölluð „Stóri draumurinn“! Hljómsveitin skipti yfxr í gömlu dansana. Þá léku á harmonikur þeir Gísli Bryngeirs- son og Guðni Hermansen. Við vorum í samfloti með Lúðrasveit Vestmannaeyja á tónleikaferðalagi og léku þeir Gísli, Har- aldur Guðmundsson ásamt undirrituðum í sextett Lúðrasveitarinnar. Ballið var haldið inní sveit en þar vantaði píanó í undir- leikinn. Brugðið var þá á það ráð að redda einni harmoniku til viðbótar við hinar tvær og fýrir bragðið voru þær orðnar þrjár. Ein- hver nærstaddur sagði þá „þetta er minn stærsti draumur að sjá spilað á þrjár harm- onikur“! Veturinn eftir var undirritaður ásamt Her- bert Sveinbjörnssyni að spila á gömlu dönsunum í Alþýðuhúsinu í Vestmanna- eyjum þá kom til okkar Færeyingur, Hans Jacob Hansen og langaði að spila með, þá voru komnar þrjár harmonikur á pallinn, varð þá Herbert að orði: Það er bara Stóri draumurinn! Hljómsveitin þótti nokkuð góð. Hún tók m.a. þátt í tvennum jasstónleikum í Reykja- vík og árið 1952 fór hún í eins og hálfs- mánaðar ferðalag um landið. Eftir það flutti Haraldur Guðmundsson til Reykjavíkur og sextettinn lagðist af en Gísli hélt sínu striki og hélt áfram að spila í samkomu- húsinu með ýmsum tónlistarmönnum. Um líkt leyti fór Gísli í úrsmiðanám hjá Ingólfl úrsmið og að auki kynntist hann eftirlifandi konu sinni Grétu Þorsteins- dóttur frá Sauðárkróki. Þeim varð fjögurra barna auðið. Komust þrjú til fullorðinsára en eitt misstu þau á fýrsta aldursári. Gísli var afar vinsæll og menn hændust að honum eins og mý að hunangi. Hann fékkst við ýmislegt eins og svo sem hljóð- færaviðgerðir og fórst honum allt vel úr hendi. Þrátt fýrir fötlun sína stundaði hann lunda- veiðar í Brandinum og Bjarnarey, hann lét ekkert stoppa sig. I gosinu (1973) settust þau að í Kópavogi og fluttu svo í Borgarnes þar sem hann stundaði sína iðn óhikað. Fyrir um 20 árum veiktist hann sem setti strik í reikninginn og úr því fluttu þau aftur til Vestmannaeyja. Enn hélt hann áfram við úra- og klukkuviðgerðir ásamt ýmsu öðru s.s. viðgerðir á skartgripum. Það lék allt í höndum þessa manns. Að lokum má geta þess að Gísli fór fýrir harmonikusveit Vesturlands og var með henni á móti harmonikuunnenda að Lauga- landi í Eyjafirði 1987. Margir munu sakna hans og ekki hvað síst undirritaður. Gísli lést 86 ára gamall. Kveðja frá k&rum vini Gísli Brynjólfison firá Vestmannaeyjum, málari og nikkari 16

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.