Harmonikublaðið - 01.12.2014, Side 2
Ágæti harmonikuunnandi
Starfsár sambandsins er yfirleitt rólegt, þegar
um landsmótsár er að ræða. Þó eru alltaf
ýmisleg mál sem koma upp og taka þarf á.
Aðalfundur sambandsins var haldinn þetta árið
að Hótel Ork í Hveragerði og bar Harmo-
nikufélag Selfoss hita og þunga af þessum aðal-
fundi. Fundinn sóttu formenn og fulltrúar frá
nær öllum aðildarfélögum landsins og verð ég
að lýsa ánægju minni með það.
Fundurinn var í alla staði málefnalegur og rædd
ýmis mál er brunnu á fundarmönnum. Fyrst
skal nefna verkefnið Harmonikan í leikskól-
anum og greindi varaformaður frá því verkefni
og færði sambandinu rúmar þrjúhundruð
þúsund krónur sem er nú þegar afrakstur af
þessu verkefni, en geisladiskurinn var seldur
til nær allra leikskóla landsins. Varaformaður
Elísabet H. Einarsdóttir og Guðrún Guðjóns-
dóttir hafa að mestu staðið fyrir þessu verkefni
og má segja að þetta starf hafi fengið mjög
góðar viðtökur hjá leikskólum landsins.
Ákveðið hefur verið að panta fleiri diska til að
hafa til sölu, því eftirspurnin er enn töluverð.
Áhersla skal lögð á að verkefninu er síður en
svo lokið, því leikskólum landsins var boðið
að fá heimsóknir harmonikuleikara í septem-
ber og október á þessu ári og eins verður boðið
upp á harmonikuleik í leikskólunum í mars
og apríl á næsta ári.
Formaður landsmótsnefndar mætti með upp-
gjör eftir vel heppnað landsmót og var útkoman
á landsmótinu viðunandi, miðað við það mark
sem veðurguðirnir
settu á landsmótið.
Það er engin spurning
að mun fleiri hefðu
sótt mótið ef veðrið
hefði verið betra.
Lagabreyting lá fyrir
fundinum og var sam-
þykkt að stjórnarmenn væru kjörnir til tveggja
ára í stað þriggja, eins og verið hefúr til margra
ára. Sú er ástæða að þessi lagabreyting kom
fram, að erfitt hefur verið að fá fólk til stjórn-
arsetu og telja flutningsmenn þessara tillögu
að auðveldara væri að fá nýrt fólk til starfa, ef
það þarf ekki að binda sig lengur en til tveggja
ára í senn. Varamaður til nokkurra ára Aðal-
steinn Isfjörð gaf ekki kost á sér áfram og í
hans stað var Pétur Bjarnason kjörinn sem
varamaður í stjórn sambandsins. Eg vil þakka
Aðalsteini fyrir samstarfið á liðnum árum og
óska honum og konu hans alls hins besta í
framtíðinni.
Málefni Harmonikublaðsins voru rædd og og
var það mál manna að blaðið hefði aldrei verið
jafn gott og glæsilegt, en það verður að viður-
kennast að kostnaður við útgáfu blaðsins er í
járnum og gera þarf átak í að fjölga áskrif-
endum og auka við auglýsingar í blaðið.
Eg vil líka þakka Birgi Hartmannssyni, þáver-
andi formanni Harmonikufélags Selfoss og
félögum hans fyrir allt það sem þeir lögðu á
sig til að gera aðalfundinn sem glæsilegastan.
Verkefni þessa starfsárs verður sem hér segir.
Stefnt er á að endurvekja æfingabúðir fyrir
ungmennin okkar og vonast ég til að hægt
verði að vera með þær í Skólabúðunum að
Reykjum í Hrútafirði og er stjórnin að horfa
til mars eða aprílmánaðar. Tilkynning um þetta
verður send formönnum aðildarfélaganna og
eins verður haft samband við flesta tónlistar-
skóla landsins. Það er von okkar að vel takist
til þetta árið og að næg þátttaka náist til að
halda þessar æfingabúðir. Stjórnin mun einnig
halda fjáröflunardansleik fyrir sambandið og
verður sá dansleikur með vorinu eða snemma
næsta haust.
Senn líður að jólum og vil ég senda öllum
harmonikuunnendum mínar innilegustu
jólakveðjur og farsældar á nýju ári. Stjórnar-
mönnum í S.I.H.U. og formönnum og
stjórnum aðildarfélaganna þakka ég gott sam-
starf á liðnu ári.
Gleðilega jólahátíð,
Gunnar Kvaran, fonnaður
Sagnabelgurinn
Á Islandi er fjölmargt tónlistarfólk að semja lög
og tónverk, sem halda munu nafni þeirra á lofti
um ókomna tíð. Undirritaðan langaði að kom-
ast í þennan hóp og eftir að hann eignaðist
tvöfalda harmoniku á áttunda áratugnum fór
þessi löngun fljótlega að verða fyrirferðarmeiri.
Hann reyndi og reyndi og þar kom, að hann
var kominn með lag sem hljómaði bara nokkuð
vel. Hann jagaðist á því lengi vel og ekki minnk-
aði ánægjan með afraksturinn. Sá tími kom að
hann taldi ástæðu til að gefa fleirum kost á að
njóta þessa ávaxtar. Ekki man hann lengur hver
það var, en eitthvað fannst undirrituðum
undirtektirnar daufar. Hann gafst þó ekki upp,
en þróaði lagið áfram. Alltaf hljómaði það betra
og betra. Þetta yrði líklega bara vinsælt. Síðan
kom babb í bátinn. Honum fór að finnast lagið
kunnuglegt, en á nýjum forsendum. Eftir mikið
japl og jaml og fúður rann svo upp fyrir honum,
að lagið sem hann taldi sig hafa samið, var ekki
eftir hann. Allt sem hann hafði gert var að breyta
Sæsavalsinum eftir Ása í Bæ í skottís. Síðan
hefur hann látið aðra um að semja tónlist.
Ritstjórinn
7\1
7V
m
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610
2