Harmonikublaðið - 01.12.2014, Síða 3
í fréttum var þetta helst
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Friðjón Hallgrímsson
Espigerði 2
108 ReyJgavík
Sími 696 6422, fridjonoggudnj@internet. is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum, umw. heradsprent. is
Netfang: print@heradsprent.is
Forsíða: I syngjandi sveiflu í Fannahlíð
Meðal efnis:
- Harmonikugleði í Lindarbæ í Skagafirði
- Heimildarmynd um Harmonikufélag Þingeyinga
- Félag harmonikuunnenda í Skagafirði
- Sólarmegin í Básnum 6. - 8. júní 2014
- Minning íCristján Þór Hansen
- Aðalfundur SÍHU 2014
- Vinkonuvalsinn
- Minning Sigurður Hallmarsson
- Dansskórnir pússaðir í Reykjavík
- Yndisferð SÍHU tdl Ítalíu
- Viðtalið - Runólfúr Bjarki Arnarson
- Urdrátmr úr skýrslu stjórnar HFÞ
- Vísur úr Ítalíuferð SÍHU
-1 þá gömlu góðu
- Frostpinnar að vestan
- Lag blaðsins - Mánudagur
Auglýíimgaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 25.500
1/2 síða kr. 16.500
ínnsíður 1/1 síða kr. 20.500
1 /2 síða kr. 12.500
1/4 síða kr. 7.500
1/8 síða kr. 5.000
Smáauglýsingar kr. 3.000
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
25. apríl 2015.
Y~t f ~ \
Stjórn S.I.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík.
S: 568-3670 / 824-7610
Varaformaður:
Elísabet Halldóra Einarsdóttir
elisabete@heima.is
Suðurhúsum 6, 112 Reykjavík
S: 587-3179/864-8539
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/861-5998
Gjaldkeri: Sigurður Eymundsson
sigeym@talnet.is
Suðurlandsbraut 60, 108 Reykjavík
S: 471-1333 / 893-3639
Meðstjórnandi: Frosti Gunnarsson
hansdottir@simnet.is
Vallargötu 3, 420 Súðavík.
S: 456-4928 /895-1119
Varamaður: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456 4684 / 892-0855
Varamaður: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, öOOAkureyri
S: 462-5534/820-8834
Nú er eitt landsmótsárið að líða með öllum
sínum minningum. Það var lengi hefð að
þegar einu landsmóti lauk var tilkynnt um
hvar það næsta yrði haldið. Þetta brást á Hellu,
en menn þurftu þó ekki lengi að bíða, því á
næsta aðalfundi SIHU, haustið 2011, var til-
kynnt að næst yrði það Þingeyjarsýslan. Þetta
gekk eftir. Þingeyingar og Eyfirðingar tóku
verkið að sér og leystu það með glæsibrag í
júlí síðastliðnum. Nú er komin ný staða. Enn
hefur ekki verið tilkynnt um landsmót 2017,
sem allir hafa þó áhuga á að verði haldið.
Hvaða staðir koma til greina? Hverjir hafa
aldrei haldið landsmót? Dalamenn, Húnvetn-
ingar, Skagfirðingar, Selfýssingar og Harmo-
nikufélag Reykjavíkur. Hvað er nú til ráða.
Hvaða félög hafa styrk til að takast á við verk-
efnið? Nikkólína er lítið félag og fámennt.
Trúlega væri Laugar í Sælingsdal eini staður-
inn, ef til þess kæmi. Ekki veit undirritaður
hvort hann dygði, en trúlega stæði það tæpt.
Þar er ekki mikil gisting og ekki stórt svæði
fyrir hjól- og fellihýsi. Hvað með Húnavatns-
sýslur? Miðað við undanfarin ár er ekki að sjá
að þeir hafi mannskap í svo stórt verkefni.
Skagfirðingar eru heldur ekki fjölmennir, þó
landsmót á Sauðárkróki gæti verið skemmti-
legur kostur. Svipað er upp á teningnum á
Það kom fram í máli formanns Harmo-
nikuunnenda Vesturlands síðastliðið sumar
að Fannahlíðarmótið 2014 yrði það síðasta.
Þetta hefur nú breyst, því áætlað er að halda
harmonikumót í Fannahlíð næsta sumar. I
veðurblíðunni síðasta sumar var fjölmenni í
Fannahlíð.
Harmonikumót Selfyssinga sem haldið var í
fyrsta skipti í Básnum í fyrra og tókst svo
ágætlega er komið til að vera. Samkvæmt
traustum heimildum ætla Selfyssingar að
standa fyrir móti næsta sumar.
Harmonikuþættirnir á INN hafa gert mikla
lukku. Þykir formaður SIHU Gunnar Kvaran
hafa staðið sig með miklu sóma. Þarna hefúr
verið um notalegt spjall að ræða auk þess að
gestir hafa tekið Iagið. Er ástæða til að ætla að
framhald verði á þessu.
Eins og kunnugt var ekki tilkynnt á lands-
mótinu á Laugum hvar næsta landsmót yrði.
Einhverjar þreifingar munu hafa farið fram
síðan, en ekkert verið ákveðið í þeim efnum.
Eins og kemur fram á öðrum stað i blaðinu
hefur Harmonikufélag Þingeyinga látið gera
myndband, þar sem minnst er eldri atburða
og félaga. Þetta er að sjálfsögðu mjög for-
vitnilegt og ómetanleg heimild um starf
harmonikufélaga landsins. Ekki er vafi á að
sambærilegt efni er til í fleiri félögum.
í framhaldi af því má minnast á tvö mynd-
bönd sem eru á You tube vefnum. Það var
Hörður Jóhannsson, sem rak dekkja- og
smurverkstæði í Borgarnesi í áratugi, sem
myndaði og sonur hans Rikharður Mýrdal
kokkur í Borgarnesi sá um að gera þetta
aðgengilegt á netinu. Annað myndbandið er
frá dansleik í Logalandi á síðasta vetrardag
1982 og það síðara frá tónleikum Jon Fauks-
tad á sama stað. Von er á mörgum fleiri mynd-
böndum í framtíðinni. Þarna má sjá helstu
harmonikuleikara Vesturlands, með hugsjóna-
manninn Aðalstein Símonarson í fararbroddi.
Sláið inn „Harmonikkudansleikur í Loga-
landi“ og þú ert kominn á ball í Logalandi.
Stjórn SIHU vinnur að því að endurvekja
æfingabúðir fyrir unga fólkið að Reykjum í
Hrútafirði. Vonandi heppnast þetta, því eng-
inn vafi er á því, að æfingabúðir sem þessar
geta og hafa skilað árangri.
Kominn er út diskur þar sem öll tónlisdn frá
landmótinu á Laugum er tekin saman á 5
diskum. Þetta er ómissandi skemmtiefni og
heimild, þar sem öllu er haldið til haga, nema
veðrinu. Aðildarfélögin er hvött til að selja
diskana til sinna félagsmanna. Auk þess sem
hver og einn getur pantað, eins og fram kemur
í auglýsingu í blaðinu.
Selfossi. Það verður
að líta til Reykvík-
inga. Reykjavfkur-
félögin eru fjöl-
menn og ættu
jafnvel að geta leyst
þetta í sameiningu.
En hvar ætti það
mót að vera?
Reykjavík er strax
út úr myndinni.
Það sannaðist á Ungmennafélagi Islands í
Kópavogi um árið. Það eru ekki margir staðir
í nágrenni Reykjavíkur sem koma til greina.
Eini staðurinn sem kemur upp í hugann og
minnir að mörgu leyti á Laugar, er Laugarvatn.
Þar gætu verið aðstæður til að taka á móti
fjölda fólks, sem kallaði á mismunandi
aðstæður til dvalar á staðnum. Vegalengdin
frá Reykjavík að Laugarvatni er 77 kílómetrar,
meðan 62 kílómetrar eru á milli Akureyrar
og Lauga. Einnig gæti verið athugandi að
skoða Selfoss í samstarfi við heimamenn. En
nú þarf að bregðast fljótt við, því tvö ár eru
trúlega lágmarks tími til að undirbúa lands-
mót. Það eina sem vantar í þessa upptalningu
eru Egilsstaðir og Isafjörður. Um Rangæinga
og Suðurnesjamenn þarf ekki að fjölyrða.
3