Harmonikublaðið - 01.12.2014, Qupperneq 4
Það var um 10. ágúst að hringt var
í mig. Það var Helga húsfreyja í
Lindarbæ í Sæmundarhlíð, sem
sagði að bóndi sinn, Sigmar, ætlaði
að halda harmonikuball þann 17.
ágúst frá klukkan átta til miðnættis.
Ballið skyldi haldið í nýbyggðri
skemmu þar á bænum, spilarar
yrðu þeir Aðalsteinn Isfjörð, Jón
Gíslason og Kristján Hansen. Allir
vinir og velunnarar gömlu dans-
anna og harmonikunnar væru
velkomriir. En það verður ekkert
auglýst, bara láta þetta berast. Þetta
var erindi húsfreyjunnar í Lind-
arbæ.
Það er skemmst frá því að segja að
þarna mættu rúmlega 70 manns í
nýtt og glæsilegt aðstöðuhús sem
þjóna á vélasafni Sigmars, því Sig-
mar er ekki einungis mikill áhuga-
maður um gömlu dansana og
harmonikuna, heldur líka um
gamlar vélar, sem hann safnar og
hefur byggt mikil og góð hús yfir.
Þarna er mjög góð aðstaða, ekki
bara fyrir vélasafnið, heldur líka
fýrir gleðskap sem þennan er hald-
inn var í Lindarbæ þann 17. ágúst
síðastliðinn. Þar buðu þau hjón
Helga Stefánsdóttir og Sigmar
Jóhannsson upp á góða músík, fóta-
fjör, kaffi og kleinur, með dyggri
aðstoð fjölskyldunnar. Þetta var hin
besta skemmtun og ekki ástæða til
að örvænta um framtíð harmonik-
unnar meðan við höfum svo áhuga-
sama og kraftmikla harmoniku-
unnendur, sem hjónin í Lindarbæ
eru. Hafi þau hjartans þakkir frá
okkur, fýrir góða kvöldstund og til
hamingju með nýju aðstöðuna.
Sólveig Inga
Það er vistlegt í vélaskemmunni. Myndir: GuSrtin Kristin Eiríksdóttir
Kokkurinn var mtzttur í Lindarbœ
Harmonikufélag Þingeyinga
Upphafið var að framsýnir félagar
fóru að huga að upptökum á ein-
leik spilara 1982 til '84 og var
unnið að því í samvinnu við Karl
Hálfdánarson á Húsavík. Voru 8
harmonikuspilarar teknir upp og
léku þeir tvö lög hver. Varð svo hlé
til 1991 og var það þá Stefán
Þórisson sem tók 7 spilara upp og
aftur varð hlé til 1997 og þá bætt-
ust nokkrir við. Um 2005 fóru
þeir sem skoðuðu þetta efni að sjá
skemmdir á fýrstu upptökunum.
Þá var lengi búið að ræða hvað ætti
4
að gera með upptökurnar. Rétt
fýrir jól 2010 datt mér og konunni
minni í hug að gaman væri að fá
kvikmyndagerðarmann til að skoða
þetta efni. Guðmundur Bjartmars-
son tók það að sér, með gerð heim-
ildarmyndar í huga.
Er Guðmundur lærður kvik-
myndagerðarmaður og stjórn HFÞ
samdi við hann um að vinna að
þessu og vildi hann strax bæta við
upptökum á þeim félögum sem
ekki höfðu spilað áður og líka gera
heimildamynd um starf félagsins.
Kom fljótlega í Ijós að fýrstu upp-
tökurnar voru farnar að tapa lit, en
ekki hljóði og var það efni sett á
sér disk og annar með nýjum upp-
tökum. Þá fór af stað vinna við
heimildaröflum á gömlum vídeó-
spólum frá Stefáni á Hólkoti og
ljósmyndum frá ýmsum félögum,
einnig voru spólur frá landsmótum
skoðaðar, tekin viðtöl og safnað
saman allskonar efni sem Guð-
mundur vann svo úr mjög
skemmtilega. Fékk sá diskur nafnið
Harmonikuást, þar sem okkur sem
unnum að þessu fannst það koma
mjög fram í viðtölum við spilarana.
Tók þessi vinna nærri ár með
hléum og var útkoman góð að
mínu mad. Það sem gerði þessa
vinnu mögulega var arfur sem
félagið fékk, þegar Ásmundur
Karlsson á Vaði lést arfleiddi hann
HFÞ og Krabbameinsfélag Þingey-
inga að öllu sínu fé. Afriti af öllu
efni var komið fýrir í geymslu
Safnahúss Þingeyinga og einnig á
HFÞ afrit.
Sigurður Ólafison