Harmonikublaðið - 01.12.2014, Side 6

Harmonikublaðið - 01.12.2014, Side 6
Það var Harmonikufélag Selfoss sem stóð að fyrsta móti sumarsins sem fór fram í blíðskapar veðri eins og sést á meðfylgjandi myndum. Þetta var hefðbundin útileguhátíð með skemmtilegu fólki, harmo- nikuspili úti á túni, skemmti- sögum, kaffidrykkju og auðvitað fjörið þegar Þórður Þorsteinsson (Doddi rafvirki) og Birgir Hart- manns stigu á svið og hófu leik. Þeir fengu svo að kasta mæðinni þegar hljómsveit Selfyssinganna leysti þá af hólmi. Geir Guðlaugs- son á Kjaranstöðum fór á svið með Dodda og Reynir Jónasson var Reynir ogBragi slógu ekki slöku viöfrekar en jyrri daginn. Myndir: GuSmundur Theodórs- son Seljyssingar taka lagið jýrir gesti jrá Bandaríkjunum, í blíSunni undir Ingóljsjjalli. F.v. GuSmundur Theodórsson, ÞórSur Þorsteinsson, Helgi E. Kristjánsson, Birgir Hart- mannsson, SigurSur GuSjónsson. var grillað í blíðunni. Aðstæður eru ágætar á svæðinu til útilegu og gott hús til afnota. Allan föstudaginn var fólk að tínast að og koma sér fyrir. Eins og alltaf á fyrsta harm- onikumóti sumarsins urðu fagn- aðarfundir hjá mörgum, sem jafn- vel höfðu ekki hist síðan í fyrra. Strax á föstudagskvöldið byrjaði tekinn til kostanna. Sveinn Sigur- jónsson átti síðan síðasta hlutann á föstudagskvöldinu. Ágætis þátt- taka var í dansinum og gestir almennt ánægðir með það sem var fram borið. Laugardagurinn heils- aði með sól og blíðu. Það var mikið spilað og spjallað í blíðunni. Þegar fór að nálgast kvöldverð kom Sig- rún, dóttir Óla Th og Gyðu, sem er fararstjóri, með stóran hóp erlendra ferðamanna í heimsókn til að leyfa þeim að upplifa stemm- inguna á íslensku harmonikumóti. Spilamennska var í gangi á mörgum stöðum á svæðinu og var mikið myndað og greinilegt að þetta höfðu Bandaríkjamennirnir ekki séð né heyrt áður. Um kvöldið hófst sami leikurinn. Hljómsveit heimamanna hóf leikinn og nú hafði fjölgað verulega í húsinu. Vindbelgirnir Friðjón og Hilmar leystu heimamenn af og síðan tók Garðar Olgeirsson við. Laugar- dagsdansleiknum lauk síðan með því að heimamenn léku út dansinn og hafði þá sáralítið fækkað í salnum, þó vel væri liðið á nótt. Dansleikirnir tókust að flestra mati vel enda margir snillingar á svæð- inu. Samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum verður framhald á mótshaldinu. Mótsstaðurinn, Básinn, undir vesturhlíðum Ing- ólfsfjalls er notalegur staður með ágætis aðstöðu. Björn bóndi í Efstalandi gekk í það fyrir þrjátíu árum að breyta fjósi og hlöðu í veitingastað. Þar hafa gestir aðgang meðan á mótinu stendur. Þá er aðeins tíu mínutna akstur í Hvera- gerði eða til Selfoss. Harmonikufélag Selfoss Guðmundur Theodórsson / FH Kristján Þór Hansen f. 10. júlí 1950 - d. 30. september 2014 Kristján Þór gekk snemma til liðs við Félag harmonikuunnenda í Skagafirði og lék á trommur. Fyrir 11 árum tók hann einnig að sér að gegna störfum gjaldkera félagsins og voru þar með allar fjárreiður félagsins í öruggum höndum og í röð og reglu. Krist- ján Þór var skemmtilegur og góður félagi, rólegur og afslappaður, með húmorinn í góðu lagi og alltaf tilbúinn að spila eða vinna hvaðeina sem gera þurfti fyrir sitt félag. Ótal ferðir fór hann á eigin bíl með hljóðfæri og fylgihluti á hvern þann stað þar sem spila átti og var fljótur að stilla upp græjunum. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns Þórs er Sigurbjörg Egilsdóttir. Þeim eru hér færðar alúðar þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Blessuð sé minning Kristjáns Þórs Hansen FHSfélagar 6

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.