Harmonikublaðið - 01.12.2014, Qupperneq 12
hálfan tíma að keyra hvora leið. Á
þeim tíma bjó ég í Hollandi og
notaði þá einnig tækifærið til að
fara í nokkra tíma við tónlistarskóla
í Maastricht í Hollandi hjá Dom-
inique Paats. I dag er ég hins vegar
í harmonikunámi við Tónlistar-
skólann á Akureyri hjá Ingva Vac-
lav Alfreðssyni.“
Vigdís er ekki eins forfrömuð að
eigin sögn. „Nú er ég þó orðin hluti
af hljómsveitinni Við og við, en
Hildur og aðrir meðlimir hljóm-
sveitarinnar búa hins vegar allir
fyrir norðan. Hildur flutti norður
á Akureyri fyrir einu og 1
Þessi hljómsveit er skemmtilegur
hópur af flottum og reyndum tón-
listarmönnum. Það eru hrein for-
réttindi fyrir mig að fá að spila
með þessu fólki. Eg næ auðvitað
ekki alltaf að spila með þeim, þar
sem það er talsvert langt á milli
okkar landfræðilega síðan Hildur
settist að fyrir norðan. Eftir það er
erfiðara fyrir okkur að æfa reglulega
en við höfum samt fundið leiðir til
þess að halda áfram þessu samspili
okkar. Ég fer öðru hvoru til Akur-
eyrar eða hún kemur suður og þá
spilum við til dæmis saman heila
helgi og skipuleggjum næstu vikur
og mánuði. Svo höfum við líka
spilað inn á band og sent hljóðfæla
á milli okkar. Ég hef síðan haft
mjög gaman af því að fara norður
og spila með Hildi á harmoniku-
dansleikjum sem haldnir eru í Lóni
af Félagi harmonikuunnenda við
Eyjafjörð."
Þær vinkonurnar leggja áherslu á
hve ómetanlegt það sé að hafa
kynnst og spilað með skemmtilegu
og lífsglöðu fólki. „Næsta ævinfyri
okkar Hildar er upptakan á
disknum okkar, með léttri og
skemmtilegri tónlist. Tónlistar-
mennirnir í Við og við spila með
okkur á diskinum og hann verður
tekinn upp á Akureyri,“ segir Vig-
dís.
Þær Hildur og Vigdís vonast til að
þeim takist að koma geisladisknum
sínum út fyrir sumarið. „Þá getum
við fylgt honum eftir á harmo-
nikumótum sumarsins,“ segja þær
vinkonur glaðbeittar.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Sigurður Hallmarsson
f. 24. nóvember 1929 - d. 23. nóvember 2014
Þann 23. nóvember sl. andaðist félagi
okkar, tónlistar- og fjöllistamaðurinn Sig-
urður Hallmarsson, 85 ára að aldri. Hann
var fæddur 24. nóvember 1929. Sigurður
var kvæntur Herdísi Kristínu Birgisdóttur
leikkonu en missti hana fyrir tæpum mán-
uði síðan. Þeirra mun sárt saknað. Börn
þeirra eru þrjú.
Sigurður var lengi kennari við Barnaskóla
Húsavíkur, skólastjóri þar og fræðslustjóri
um tíma. Á efri árum var hann kórstjóri
hjá Sólseturskórnum, kór eldri borgara á
Húsavík og fram á sinn síðasta dag. Sig-
urður lét hvorki aldur eða heilsuleysi buga
sig.
Sigurður, eða Diddi Hall eins og hann var
kallaður, var óvenju fjölhæfur maður,
starfssamur og kom mörgu í verk. Hann
var tónlistarmaður, leikstjóri, leiktjalda-
hönnuður og sviðsleikari. Hann var félagi
í Leikfélagi Húsavíkur frá 1943 og allar
götur síðan. Þar léku þau Herdís saman í
fjölda eftirminnilegra sýninga og leiksfyrði
Diddi mörgum. Þar lék hann líka ósjaldan
á nikkuna og stjórnaði söng. Diddi var líka
kvikmyndaleikari um tíma.
Sigurður Hallmarsson var myndlistar-
maður alla æfi, jafnvígur á portrett og lands-
lag, vatnsliti og olíumálverk. Margir eiga
ljúfar myndir eftir hann af Húsavík, Hús-
víkingum eða Kinnarfjöllunum sem voru
honum kær. Hann gerði meðal annars stóra
veggskreytingu í Hvalasafnið á Húsavík, af
fjöllunum og blasir hún við öllum er þar
koma. Hann hélt nokkrar sýningar á
verkum sínum, þó hann segðist vera tregur
að sýna, en hann var enn að mála þegar ég
síðast frétti. En síðast og ekki síst, var hann
einn af okkar allra bestu félögum og harmo-
nikuleikurum í Harmonikufélagi Þingey-
inga í 36 ár. Hann var stofnfélagi þar 1978
og heiðursfélagi.
Sigurður var sjálfmenntaður á harmoniku.
Aðspurður sagðist hann hafa byrjað fjögurra
eða fimm ára og aldrei hætt. Hann spilaði
á böllum, barnasamkomum, leikskólum og
í skólanum, líka eftir að hann hætti kennslu.
Hann spilaði á sjúkrahúsinu, við jarðarfarir
og dinnermúsik í veislum og var þá
skemmtikraftur um leið, því leikarinn
Diddi Hall hafði alltaf eitthvað að segja.
Sviðsframkoman var líka ljúf, enda var
hann hógvær maður. Fólk sagði gjarna:
„Hann virðist ekki hafa neitt fyrir þessu
hann Diddi. Hann getur allt.“
Sigurður spilaði mikið með Harmoniku-
félaginu okkar, bæði hér og á Landsmótum
Sambands íslenskra harmonikuunnenda,
síðast á Landsmótinu á Laugum í sumar
og einnig á Breiðumýrarhátíð. Hann spilaði
bæði einleik og með öðrum, stjórnaði
einnig lúðrasveit og harmonikusveit.
Hann gaf út disk ásamt Ingimundi Jónssyni
árið 2004 og lék inn á segulbönd ásamt
Reyni Jónassyni, Árna Scheving, Guð-
mundi Einarssyni og Didda fiðlu, sem
notuð voru við danskennslu í skólum um
allt land. Hann hlaut viðurkenningu
S.Í.H.U. árið 2008 fyrir ötult starf að fram-
gangi harmonikunnar og sagði af því tilefni
að það gleddi sig mjög hvað harmonikan
nyti orðið mikillar viðurkenningar og hvað
mörg börn væru farin að læra á harmoniku.
Ég gæti helst trúað að ekki hafi verið margir
dagar í æfi Sigurðar sem hann ekki málaði
eða greip í nikku heima hjá sér, en sjálfúr
sagðist hann hafa mest gaman af að spila
með öðrum. Sigurður var skemmtilegur,
félagslyndur maður og drífandi í öllum
félagsskap, enda var hann þannig að áhug-
inn smitaði út frá sér. Sjálfúr komst hann
þannig að orði þegar hann var spurður
hvaða verk hefði verið skemmtilegast sem
hann lék í. „Skemmtilegasta verkið var alltaf
það sem ég var í hverju sinni.“
Ég er sannfærð um að þetta átti við um allt
sem hann tók sér fyrir hendur. Hann lagði
í það lífið og sálina.
Við í Harmonikufélagi Þingeyinga þökkum
Sigurði Hallmarssyni ljúft samstarfog ótal
ánægjustundir og sendum börnum hans og
fjölskyldu, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Harmonikufélags Þingeyinga
Hólmfriður Bjartmarsdóttir
12