Harmonikublaðið - 01.12.2014, Síða 16
Runólfur 3prki Armrsor
íapríl 2013 fór fram keppnin um Harmonikumeistarann í sal Tón-
listarskóla Garðabœjar. Meðal keppenda þar var Runólfur Bjarki
Arnarson, einn afmörgum efnilegum harmonikuleikurum landsins.
Ritstjóri fór á stúfana til aðforvitnast um hvar hann vari staddur í
náminu. Við mœltum okkur mót á heimili hans við Digranesheiðina
í Kópavogi, þar sem hann býr ásamt móður sinni. Þar er notalegt
andrúmsloft með útsýni yfir Fífuhvamminn.
Hvar er Runólfur Bjarki fæddur?
„Ég er fæddur í Reykjavík 14. janúar 1998,
sonur Ásdísar Hildar Runólfsdóttur tónlistar-
kennara og Arnar Karlssonar. Við mamma
bjuggum í Reykjavík fyrstu árin, en þegar ég
var fjögurra ára fluttum við til Sauðárkróks þar
sem hún var tónlistarskólakennari.“
Hvar byrjaði Runólfúr að læra á hljóðfæri?
„Ég byrjaði í forskóla að læra á blokkflautu. Þeir
sem ekki höfðu áhuga á einhverju sérstöku
hljóðfæri fengu blokkflautu. Ári síðar í október
2005 fórum við mamma á tónleika í Salnum í
Kópavogi. Þar voru Rússarnir íTerem kvartett-
inum að leika. Ég heillaðist algjörlega. Eftir það
var harmonikan í fyrsta sæti.“
Ásdís móðir er Runólfs er víóluleikari, sem
kennir við Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hefur
leikið með mörgum tónlistarhópum.
Það eru fleiri tónlistarmenn í ætdnni t.d. er
Runólfur Þórðarson afi viðmælandans, efna-
verkfræðingur og forstjóri áburðarverksmið-
junnar í Gufunesi mikill áhugamaður um
tónlist, ágætur píanóleikari, auk þess að „eiga
einhver tonn af plötum“, eins og afabarnið
orðaði það. Þá var Runólfur Þórðarson for-
maður skólanefndar Tónlistarskóla Kópavogs
og áhrifamaður í tónlistarlífi Kópavogs í áratugi.
Runólfur leikur á þverflautu í Sinfóníuhljóm-
sveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins
Ólafssonar, þess mikla hugsjónamanns. „Það
er mjög gaman að leika á þverflautuna þar“.
Hversu mikið æfir Runólfúr?
„Ég reyni núna að æfa fimm tíma á viku. Þetta
breyttist dálítið þegar ég kom í Menntaskólann
í Hamrahlíð. Áður hafði ég meiri tíma til
æfinga. Þetta er náttúrulega bara spurning um
forgangsröðun. Fyrst er það skólinn, svo harm-
onikan og síðast þverflautan. Svo einfalt er það.
Ef ég er tæpur á tíma tekur þessi röð við.“
Runólfur hefur haft óvenju marga tónlistar-
kennara um ævina. „Ég byrjaði hjá Tatu Kant-
omaa. Svo fór hann og Yuri Fjodorov tók við.
Það fór á sömu leið og þá var komið Vadim
bróður hans. Helga Kristbjörg tók við af honum,
16
en núna er ég búinn að vera tvö ár hjá German
Khlopin. Það hefur ekki auðveldað neitt að
skipta svona oft um kennara. Maður er rétt að
verða búinn að tileinka sér einhver atriði, þegar
nýr kennari kemur með nýjar áherslur. En þetta
er ákveðin áskorun á sinn hátt.“
Hver er hljóðfærasaga Runólfs Bjarka?
„Ég byrjaði á 72 bassa Pigini nikku, sem var í
eigu Tónlistarskólans í Kópavogi, en Tatu Kanto-
maa lét kaupa harmonikur í skólann þegar hann
kenndi þar. Síðar eignaðist ég Fisitalia nikku,
sem ég lék á þar til síðastliðið sumar, þegar við
keyptum rússneskan Jupiter, sem Ásta Soffía
var að selja. Þetta er frábært hljóðfæri, sem
stenst allar kröfúr."
mikið til af fallegri tónlist, sem hægt er að leika
á harmoniku."
Hvað tekur við í framtíðinni?
„Ég ætla að klára menntaskólann og stefni á að
ljúka burtfararprófi frá tónlistarskólanum innan
tveggja ára, svo hugsa ég málið. Það er ekkert
ákveðið, en ég er raungreinamaður ef út í það
er farið. Þetta kemur bara í ljós.“
Það er Bach sem hljómar þegar ég kveð þennan
unga og efnilega tónlistarmann, sem er einn af
þeim sem vonandi halda merki harmonikunnar
á lofti í framtíðinni.
FH
Hver er staða harmonikunnar í dag?
„Mér finnst meiri umfjöllun um harmonikuna
núna, heldur en þegar ég var að byrja. Harm-
onikan er líka nú orðið notuð mjög víða í
alls konar tónlist.“
Á meðan viðtalinu stóð voru tveir kettir
að sniglast í kringum okkur í stofunni.
Þetta eru heimiliskettirnir, þeir Leó
og Bína. Runólfur fullyrðir að þeir
noti æfmgarnar hjá honum til að
slaka á. I það minnsta kom Bína
sér fyrir í hægindastól og bærði
ekki á sér þegar Runólfur gaf rit-
stjóranum sýnishorn af tónum í
nýju nikkunni. Leo stóð hins
vegar músavaktina á útidyra-
tröppunum.
Hvað er Runólfúr að spila?
„Maður er náttúrulega að spila
Piazzolla ásamt einhverjum
öðrum sígildum stykkjum,
eins og Szardas og svo er
Bach sínum stað. Trú-
lega eru harmon-
ikuverk ekki stór
hluti af sígildu
tónlistinni, en
það er svo