Harmonikublaðið - 01.12.2014, Síða 17

Harmonikublaðið - 01.12.2014, Síða 17
 Urdráttur úr skýrslu stjórnar H.F.Þ. á aðalíundi þann 5. október 2014 Félagsstarfið var líflegt og gott yfir tímabilið frá síðasta aðalfundi þó alltaf megi gera gott betra. Félagar eru nú 104 - þrír gengu úr félaginu - fjórir gengu í félagið en tveir létust á árinu. Heiðursfélagar eru fimm og sjötugir á árinu fengu afmælisgjafir. Félagsfundir voru fjórir auk aðalfúndar, stjómarfúndir sex, sex dreifibréf til félagsmanna voru póstlögð, dansæfingar voru fimm, símtöl og tölvupóstur mikið notaður. Tekið var til í geymslu félagsins á Breiðumýri. Eldri fundargerða- bækur voru settar í geymslu á Safna- húsinu Húsavík. Diskar með sögu félagsins voru gefnir til Hvamms, Skógarbrekku og til samveru aldr- aðra í Mörk á Kópaskeri. Allir leik- skólar á svæði félagsins frá Grenivík til Þórshafnar fengu disk S.I.H.U. með barnalögum og dönsum að gjöf frá félaginu og ýmsir harmoniku- leikarar spiluðu í leikskólum. Að venju heimsóttu harmonikuleikarar Hvamm, Skógarbrekku og samveru aldraðra í Þingeyjarsveit og glöddu með harmonikutónlist. Stjóm H.F.Þ. F.v. Asrún AlfreSsdóttir, GuSný Gestsdóttir, Þórhildur SigurSardóttir for- maSur, Jón Helgi Jóhannsson, SigurSur Leóssson Árshátíð var haldin á Breiðumýri og var Ólína Arnkelsdóttir veislu- stjóri. Kveðandi kom með dag- skráratriði, sýndur var dans og Jóhannes í Rauðuskriðu fór með gamanmál svo eitthvað sé nefnt. Dansað var fram eftir nóttu við undirleik okkar ágætu harmoniku- leikara o.fl. Á landsmóti SIHU á laugum fengu þrír félagar HFÞ viðurkenningar fýrir störf í félaginu, Inga Hauks- dóttir, Sigurður Friðriksson og Jóel Friðbjarnarson. I tilefni af Iands- mótinu keypti félagið hátíðafána og nokkrir félagar keyptu skyrtur og bindi með merki félagsins. Aðalfundur S.I.H.U. var haldinn að Hótel Örk í Hveragerði 27. sept- ember 2014. Þórhildur Sigurðar- dóttir og Sigurður Ólafsson mættu fráHFÞ Góður félagi Guðný Buch var jarð- sungin frá Húsavíkurkirkju 30. ágúst sl. Hún var heiðursfélagi í Harmonikufélagi Þingeyinga, ætíð traustur og skemmtilegur félagi, tilbúin að vinna félaginu sem hún gat. Við vildum heiðra minningu hennar og í samráði við Jón Ólason son hennar, var hátíðafáninn okkar á stöng í kirkjunni við athöfnina og við stóðum heiðursvörð utan við kirkjuna þegar kistan var borin úr kirkju. Blessuð sé minning hennar. Athugasemd rítstjóra. Hér hefur verið drepið á það helsta úr starfi HFÞ síðasta starfsár. Margs úr starfi félagsins, hefur áður verið minnst hér í blaðinu, enda Þingeyingar í fararbroddi þeirra sem senda efni í blaðið. Mættu önnur félög taka þá til fýrirmyndar og senda fréttir. Þórhildur Sigurðardóttir!FH HERAÐSPRENT Miðvangi 1, 700 Egilsstaðir Sími 471 1449 I www.heradsprent.is print@heradsprent.is Cleðileg jól og forsælt komandi ór. Verið velkomin í viðskipti. 17

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.