Harmonikublaðið - 01.12.2014, Qupperneq 18
I Róm skoðuðum við fræga staði, ss.
Péturskirkjuna, Óskabrunninn og
Spönsku tröppurnar en gosbrunnarnir
voru í viðgerð og vatnslausir með öllu.
Hins vegar tókst mér að ná ágætum
blómamyndum í hótelgarðinum og auð-
vitað var spilað og dansað á sólpallinum
þar, á hverju kvöldi.
I Róm voru blómstrandi runnar
og rykugar fornminjar, kunnar
dans bæði og vín
daður og grín
og bilaðir óskabrunnar.
Á leið til Castelfidardo var dásamlegt
útsýni en til skemmtunar hvatti Elsa
okkur til að flytja eitthvað í hljóðnemann
í rútunni. Þar fannst mér erfitt að halda
jafnvægi, vegna þess að ég varð að standa
og taka í einhverja græju til að setja farar-
stjórasætið niður og datt ég í síðustu
ferðinni.
Það er óráð, að ætla í stólinn
eftir þó nokkur staup
og basla við bannsett tólin
fyrir bílstjóra, að lokum ég kraup.
I Castelfidardo átti að finna harmon-
ikusafn og verksmiðju, hvar menn keyptu
ólar á harmonikur. Seint gekk að finna
þessa staði, en markað fundu konurnar
auðvitað.
Eilífðar gangan enda tók,
undir steikjandi sól.
Konurnar fúndu blúndubrók
en bændurnir keyptu ól.
Ég ætlaði að kaupa á mig fót
en ekkert virtist passa.
Kannske það eigi að klippa göt
fyrir kjötmikla barma og rassa.
Elsa og Reynir stjórnuðu hópnum af
stakri þolinmæði og hældu okkur fyrir
hvað við værum falleg og skemmtileg, en
nefndu ekki staðreyndir, eins og t.d. skor-
dýrabit á fótum.
Henni finnst við svo falleg á litinn
fölrauð og glansaði svitinn.
baugarnir bláu
og barmarnir háu
en flottust þó flóa bitin.
Á Rimini var heitt, enda sólarströnd með
sundlaug og öllu, sem ég lagði þó aldrei
í að prófa.
Það var ferlega heitt þegar fór ég á stjá
því fjaraði afl mitt og styrkur.
Best var að hvíla sig, bakkanum á
og bokkan var tæmd fýrir myrkur.
Frá Rimini fórum við til San Marino, en
þar eru brekkur brattar og komst ég ekki
í hann krappari, í ferðinni.
Allir vita hvað ellin er þung.
Eftir er hroðaleg brekka.
Ég lofa að verða aftur ung
ef ég fæ bjór að drekka.
Auðvitað var spilað og sungið á Rimini
og bað Elsa mig að yrkja út frá hendingu
sem er svona: „Góðu lögin gleymast ei,
er glóir vín á skál“ og reyndi ég nokkrar
útgáfur, við mismunandi tilefni. Það
fyrsta var að einhver hafði sagt að við
værum svo saklausir Islendingar, þarna á
Ítalíu.
Við erum saklaus íslensk grey
en ekki tregt um mál.
Góðu lögin gleymast ei
er glóir vín á skál.
Annað var að sumum þótti of mikið af
pasta á matseðlinum á hótelinu og einn
úr hópnum skilaði diski sínum af því
honum fannst fiskurinn ekki nýr og fékk
vín í sárabætur, svo ekki skyggði þetta á
gleðina.
Þó ýmsir pasta eti spart
það ekki er vandamál.
Góðu lögin gleymast vart
er glóir vín á skál.
Þó einhver hafni úldnum fisk
er ekki heldur mál.
Fyrir einn, ó-ednn disk
má oftar segja; SKÁL!
Karlar höfðu orð á að kvenfólkið væri
alltaf að versla og sögðust bíðaábarnum.
Þó inn í búð við örkum beint
sem elskum skart og prjál.
Góðu lögin gleymast seint
er glóir vín á skál.
Breiða veginn velja þeir
þó víst sé brautin hál.
Góðu lögin gleðja meir
er glóir vín á skál.
Og harmonikan hefur óm
sem heillar hverja sál.
Og góðu lögin glaðan hljóm
er glóir vín á skál.
Síðasta kvöldið var spilað úti á götu, eða
kannske ekki síðasta, því hótelstjórinn
vildi ólmur fá okkur aftur.
Góðu lögin gleðja sál
á götu, fram á nótt.
Kætumst öll og klingjum skál
og komum aftur..........á sama tíma
að ári.
Á heimleið frá Italíu.
Næstum voru, á heimleið heftir
harmonikusnillingar.
Menn vildu halda Alla eftir
á Italíu, að spila þar.
Með kveðju og þakklœti fyrir yndislega
ferð.
Hólmfriður Bjartmarsdóttir