Reykjavík


Reykjavík - 05.01.2013, Qupperneq 2

Reykjavík - 05.01.2013, Qupperneq 2
2 5. janúar 2013 Reykjavík vikublað óskar eftir að komast í samband við borgar búa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu póst á ritstjorn@fotspor.is eða hringið í síma 698-6789. Reykjavík vikublað 1. Tbl. 4. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578-1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Haukur Holm, netfang: haukur@fotspor.is. Myndir: Ýmsir, netfang: ritstjorn@fotspor.is, sími: 698-6789. Umbrot: Prentsnið. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 46.000 eintök. dreifing: Reykjavík vikublaði eR dReift í 45.600 eintökum ókeypis í allaR íbúðiR í Reykjavík. Viltu segja skoðun þína? ReykjavíkuRgetRaunin Nýtt ár, nýtt upphaf, nýjar vonir og væntingar. Mörg okkar fara af stað inn í nýtt ár með góðan ásetning sem förunaut. Við þekkjum það víst flest að ásetningurinn góði á það til að heltast úr lestinni, en það breytir ekki því að við reynum að hafa hann með okkur engu síður. Vegurinn til heljar er líka varðaður góðum ásetningi, að því er sagt er, en það má ekki draga úr okkur kjarkinn. Þetta ár verður vonandi gott fyrir sem flesta. Íslenska þjóðin mjakast hægt, en vonandi örugglega frá svartnætti kreppunnar sem skall á árið 2008. Fjárhagslega hafa margir það betra núna en í kjölfar kreppunnar, en engu að síður töpuðum við langflest verulegum fjármunum við hrunið. Og ekki hafa allir náð að rétta nógu vel úr kútnum. Það sem ýmsir vonuðust til að hrunið kenndi okkur væru betri siðir og sterkari siðferðiskennd. Eitthvað minna hefur líklega orðið úr því en menn vonuðust til, þótt ástandið í þeim efnum hafi vonandi eitthvað skánað. Engu að síður sýnist manni oft sem hið margfræga gullfiskaminni hafi náð yfirhöndinni, því margar vísbendingar eru í þá átt að við séum mörg hver komin á fleygiferð á eftir gullkálfinum. Aftur og nýbúin. Hvað um það. Reykjavík-vikublað á sér þá ósk að árið verði lesendum sem öðrum gott og gæfuríkt. Góða helgi. Leiðari Við upphaf nýs árs Svar á bls. 14 Dýrara í strætó Frá og með áramótum varð dýrara að aka með strætó en var fyrir áramót, en stjórn Strætó bs. sam- þykkti gjaldskrárhækkun í október síð- astliðnum. Verð á bæði strætókortum og afsláttarfargjöldum hækkaði, en staðgreiðslugjald er óbreytt eða 350 krónur. Eftir þessa breytingu greiða farþegar fjórðung af kostnaði hverrar ferðar að því er fram kemur í upplýs- ingum frá Strætó. Fyrir hækkun fékkst 10 ferða kort á 3000 krónur, en nú fást 9 ferðir fyrir þá upphæð. Mánaðarkort hækkar úr 7.700 krónum í 9.300 krónur, þriggja mánaða kort úr 17.500 í 21.000 og níu mánaða kort hækkar úr 42.500 krónum í 49.900 krónur. Þá hækka 20 ferða afsláttarfargjöld unglinga, aldraðra og öryrkja sem og barna um 200 krónur. Færð tefur sorphirðu Hin slæma færð sem verið hefur borginni undanfarið hefur margvísleg áhrif, meðal annars þau að hún hefur tafið fyrir sorphirðu. „Um leið og færðin versnaði fórum við að dragast aftur úr í sorphirðunni,“ segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri hjá Umhverfis- og skipulagssviði, en hann gerir ráð fyrir að sorphirðan komist aftur í takt við auglýsta áætlun í dag. Unnið var á Þorláksmessu, alla daga á milli jóla og nýárs sem og á gaml- ársdag, til að vinna upp tapaðan tíma. „Hálkan er ekki að hjálpa okkur og það er erfitt að trilla fullum tunnum upp brekkur við þessar aðstæður“ segir Guðmundur. „Við förum hægt inn húsagötur á bílunum enda ekkert grín ef margra tonna trukkar renna af stað,“ segir hann en fullhlaðinn sorp- bíll vegur um 19 – 20 tonn. Oft þarf maður að fara á undan bílunum og kasta sandi á erfiðustu staðina. Guð- mundur segir mikla hjálp vera af því þegar fólk sandar að ruslatunnum. Hvað heitir þetta hús og hvar stendur það? Ofbeldisbrotum fjölgar milli ára Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgða-tölur um afbrot og verkefni á nýliðnu ári. Þegar þær eru bornar saman við tölur frá árinu 2011 kemur í ljós þegar öll brot eru skoðuð, að hegningarlagabrotum fækkaði um 12 frá árinu 2011. Umferðarlagabrotum fjölgaði hins vegar um 10% á milli ára og sérrefsilagabrotum fjölgaði um 23%. Einnig kemur í ljós þegar hegn- ingarlagabrotin eru skoðuð sérstaklega að auðgunarbrotum fækkaði um 13% og helgast það einkum af færri þjófn- uðum, en slík brot voru 600 færri árið 2012 en árið á undan. . Tölurnar sýna einnig að kynferðis- brotum fækkaði um 29% á milli ára, en ofbeldisbrotum fjölgaði um 4%. Minni- háttar líkamsárasum fjölgaði um 6% og alvarlegri líkamsárásum um nærri 4%. Þá fjölgaði fíkniefnabrotum um 9%, en lögreglan og tollverðir lögðu hald á mun minna af helstu fíkniefnum á síðasta ári en árið þar á undan.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.