Reykjavík - 05.01.2013, Qupperneq 9
95. janúar 2013
Spá fyrir árið 2013:
Þriggja flokka
ríkisstjórn í vor
og gos í Kötlu og Heklu
Það er skemmtilegur siður og nokkuð viðtekin venja í upphafi árs að fá þá sem telja sig sjá inn
í framtíðina til að spá fyrir um árið.
Mæðgurnar Hrönn Friðriksdóttir og
Alma Hrönn Hrannardóttir, sem báðar
eru spámiðlar, rýndu í spilin og krist-
alkúluna fyrir hið nýhafna ár. Hér er
það helsta sem bar á góma varðandi
árið 2013.
Þjóðin og atvinnulífið
– tækni- og verðmætasköp-
un á árinu
Þjóðin er svo upptekin af eigin hag, hún
sér ekki heildarmyndina heldur eru allir
uppteknir af eigin hagsmunum og menn
eru fastir í því fari. Við verðum að fara
að líta upp og sjá allt það góða sem er
í kringum okkur. Íslendingar átta sig
ekki á því hvað þeir eru heppnir að búa
hérna, hér er mikil blómgun og auðæfi
allt í kring sem við sjáum ekki, því við
erum upptekin af því sem er í okkar
nánasta umhverfi.
Hér er fullt af ungu fólki sem er að
gera frábæra hluti og skapar hvort sem
er á listasviðinu eða tækni, eldri kyn-
slóðin tekur ekki eftir því sem þar er að
gerast því hún er svo upptekin af því að
rífast. Við erum ekki tilbúin til breytinga
en ég vona að það verði fyrr en síðar.
Ég sé að það verður talsverð tækni-
og verðmætasköpun á árinu. Við
munum sjá nýjungar í fiskveiðum og
það verður betri nýting á fiskinum og
meiri verðmæti myndast þar. Ég sé
silfraðan fisk, hann er stærri en síld
og hann verður meira nýttur. Það er
almennt bjart yfir sjávarútveginum,
hann á eftir að spjara sig vel þrátt fyrir
auknar álögur.
Veður og náttúra – bæði
Katla og Hekla gjósa
Það verða góðir veðurkaflar í vetur. Það
verður áfram snjóþungt fyrir norðan
og austan en lítill snjór sunnanmegin
á landinu. Ég sé að sumarið verður
gott, þurrt og lygnt, en ekki eins þurrt
og í fyrra. Það verður slæmur hvellur
á haustmánuðum, fram að því frekar
tíðindalítið veður.
Ég bakka ekki með það að það
eru gos í Heklu og Kötlu á næstunni.
Bæði þessi gos verða að vetri til og
það verður ekki langt á milli þeirra. Í
Kötlugosinu verðum við svo heppin að
það verða norðlægir vindar þegar gýs,
það hjálpar okkur mikið og við erum
mjög heppin með það. Það eru mikil
öfl þarna undir og þetta gerist með
ógnarkrafti. Þetta gerist hratt og gosið
stendur yfir í nokkrar vikur. Ég sé ekki
mannfall í gosinu en þetta mun hafa
talsverða eyðileggingu í för með sér.
Heklugosið verður ekki stórt,
nokkurskonar túristagos, og verður
ekki mikið. Gos þessi munu hafa áhrif
á flugumferð, það verður samt minna
en áður, mökkurinn fer beint í suður.
Stjórnmál – falið klúður
Ég skil ekki hvernig ríkisstjórnin
heldur velli. Það er búið að skemma
svo mikið fyrir okkur, það eru sífelld
átök og þarna innanborðs hafa verið
mikil læti og óeining. Ástandið er mun
verra en okkur er sagt, það eru engir
peningar til. Síðasta árið hefur farið í
að fela vandamál, það varð eitthvað
klúður sem ekki má viðurkenna. Það
er verið að fela peningavanda ríkisins
og í dag er verið að moka á milli vasa
sem leka báðir. Kerfið þarf að hugsa
alveg uppá nýtt.
Kosningar í vor
– Samfylkingin og Björt
framtíð saman í stjórn
Úrslitin verða skrýtin, nýju framboðin
fá slatta af fylgi en atkvæði dreifast í
margar áttir.Björt framtíð fær talsvert
fylgi, það er að stórum hluta óánægju-
fylgi þar sem fólk er búið að fá nóg af
kjaftæði gömlu flokkanna. Ég sé ekki
betur en það verði þrjú ný framboð.
Það verða þrír flokkar í næstu rík-
isstjórn. Það verður ekki auðvelt því
það verða sífelldar málamiðlanir, allir
vinna að eigin hagsmunum, en það
verður mikið talað og næsta sumar
verður fólk alveg komið með upp í kok
af tali. Mér finnst að Samfylkingin og
Björt framtíð myndi næstu ríkisstjórn
ásamt þriðja flokknum og ég yrði mjög
hissa ef Sjálfstæðisflokkurinn verður
þar innanborðs.
Fylgi VG dalar, það hefur alls ekki
gert þeim gott að vera í ríkisstjórn.
Steingrímur tekur þátt í næstu kosn-
ingum en hann hættir innan skamms.
Eftir það mun taka tíma að byggja
flokkinn upp á ný en þarna eru þrjóskir
bráttujaxlar- hugsjónafólk.
Árni Páll verður formaður Sam-
fylkingarinnar, flokkurinn heldur sínu
þokkalega. Næstu tvö ár einkennast
af átökum, það verður uppgjör innan
flokksins og innbyrðis deilur. Árni Páll
mun koma sínu fólki að víða, konur
sem hann þarf að hafa með sér yfirgefa
flokkinn og hann verður ekki formaður
lengi.
Flokkur Guðmundar Steingríms-
sonar er sundurleitur hópur, þeir vilja
vel en komast ekki langt. Þarna finnst
mér að vanti sterkan leiðtoga. Guð-
mundur reynir ýmislegt til að halda
hópnum saman en þarna er fjölbreyttur
og sundurlaus hópur.Flokkurinn er
stofnaður til að koma á ákveðnum
breytingum og þeir ná því að gefa
tóninn fyrir breytingar sem verða í
kjölfarið.
Sjálfstæðisflokkurinn nær
sér ekki á flug
– Hanna Birna á eftir að
verða formaður
Sjálfstæðisflokkurinn eykur aðeins við
sig, en ekkert stórkostlega. Hann leggur
í mikla baráttu fyrir kosningarnar en
Hrönn og alma búnar að leggja spilin og kristalkúlan er klár.