Reykjavík - 05.01.2013, Qupperneq 14
14 5. janúar 2013
Hús þetta ber nafnið Loft-skeytastöðin og tók Reykja-vík radíó til starfa í húsinu
17. júní árið 1918 í samvinnu við
Marconi-félagið. Stöðvarstjóri var Frið-
björn Aðalsteinsson. Einar Erlendsson
húsameistari teiknaði húsið og hafði
yfirumsjón með byggingu þess. Húsið
var fyrst kennt við Suðurgötu eða Mel-
ana en árið 2010 fékk húsið götunúmer
og er nú Brynjólfsgata 5.
Var stöðin upphaflega hugsuð sem
varasamband til útlanda en fljótlega
varð aðalhlutverk hennar þjónusta við
skip og báta og var það mikil bylting
fyrir öryggi sjómanna. Árið 1920 fékk
fyrsta íslenska fiskiskipið loftskeyta-
tæki og tveimur árum síðar var fyrsti
loftskeytamaðurinn ráðinn á íslenskt
skip. Eftir því sem lofskeytatækjum
fjölgaði í íslenskum skipum varð fljót-
lega vöntun á mönnum sem gátu sinnt
þessum störfum og var því efnt til nám-
skeiðs í loftskeytafræðum. Reykjavík
radío fór undir eftirlit hernámsliðsins
á hernámsárunum.
Reykjavík radíó var starfrækt í hús-
inu allt til ársins 1963 en þá gaf Póstur
og sími Háskóla Íslands húsið og fluttist
öll starfsemi Reykjavík radíó í Gufunes.
Er sú starfsemi í Skógarhlíð 14 í dag.
Árið 1996 samdi Póstur og sími við
Háskóla Íslands um kaup á húsnæð-
inu og árið 1998 var Fjarskiptasafn
Landsíma Íslands opnað í húsinu.
Stjórn Símans færði ríkissjóði húsið
og safnið til eignar árið 2005 og var
Þjóðminjasafninu falin umsýsla og um-
ráð með bæði safni og húsi. Undanfarin
ár hefur Loftskeytastöðin einnig hýst
safnkost Náttúrminjasafns Íslands.
Heimildir: Vefsvæði Símans og
greinasafn Morgunblaðsins
GLI
Segl
tákn og MeRki
Táknin og hin hulda merking finnast alls staðar í kringum okkur. Segl skipa hafa margs
konar merkingu. Þau tákna vindinn
og loftið sem og andardrátt sálarinnar.
Þá eiga þanin segla að tákna
þungun, en einnig óstöðugleika með
tilvísun í hin öru skipti vindáttanna.
Í hugum kristinna geta seglin einnig
táknað komu hins heilaga anda.
Heimildir: Signs & symbols.
H Ú S G Ö G N
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga kl.11-16
Útsala Útsala Útsala Útsala
30%
60%20%
30%
70%
10%
30%
70%50%40%
Verðdæmi:
Borðstofustólar 4.900
Tungusófar 75.400
Kommóður 15.000
Höfðagaflar 5.000
Náttborð 5.000
Heilsukoddar Sófasett Púðar Hornsófar
Sjónvarpsskápar Borðstofuhúsgögn
Rúm Fjarstýringavasar Hægindastólar
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
Þjóðmenningarhúsið
kl. 16:00 / laugardagur
Operuaríur á nýju ári
–Hrafnhildur Árnadóttir, sópran og Matt-
hildur Anna Gísladóttir, píanisti
Harpa tónlistarhús
kl. 17:00 / laugardagur
Tónleikar Caput 25/26 í Kaldalóni
–verk eftir yngstu kynslóð íslenskra
tónskálda
Faktorý kl. 22:00 / laugardagur
Tónleikar–Of Monsters and Men og Lay Low
Þjóðminjasafn Íslands
kl. 14:30 / sunnudagur
Duo Stemma spila á stokka og steina í tilefni
sýningarloka á sýningunni Teikning – þvert á
tíma og tækni.
Gufunesbærinn
kl. 17:00 / sunnudagur
Árlega þrettándagleði Grafarvogsbúa
KR-heimilið kl. 18:00 / sunnudagur
Þrettándahátíð
Faktorý kl. 21:30 / sunnudagur
Sunnu-djazzinn
ReykjavíkuRgetRaunin – svaR
Helgin í Reykjavík
5. – 6. janúar 2013
ReykvíkinguR
Völva, völva herm þú mér,
hvað verður í matinn hér?
Reykvíkingur hefur gaman af skringilegheitum þjóðar sinnar og mörgu af því furðulega sem
hún tekur upp á.
Eitt sem þykir ómissandi um ára-
mót, er einhvers konar spá um hvað
gerast muni á nýju ári. Í áratugi hefur
hin svokallaða völva Vikunnar verið
næstum eins og raunveruleg mann-
eskja. Svo raunveruleg að Reykvík-
ingur var nánast viss um að hún sæti
einhvers staðar í hofi, líkt og véfréttin
í Delfí og sæi inn í framtíðina. Mörg
blöð róa nú á svipuð mið, stórblaðið
Reykjavík þeirra á meðal, og birta spá-
dóma um hvað nýtt ár beri í skauti sér.
Reykvíkingur er sjálfur svo jarðbund-
inn og einfaldur að hann á fullt í fangi
með að átta sig á hvað er að gerast í
núinu, hvað gerist í framtíðinni er al-
gjörlega fyrir utan og ofan hans getu
og skilning.
Þess vegna dáist hann að hinni bók-
staflegu framsýni sem birtist í þessum
spám. Og hann verður reyndar að
hrósa sérstaklega völvuspá Lífsins, sem
mun vera einhvers konar fylgitungl
Fréttablaðsins. Þar er fullyrt að völvan
sé með áratuga reynslu í framsýni,
þannig að eitthvað hlýtur að vera að
marka hana. Þar er að finna auðvitað,
líkt og venja er í þessum efnum, spár
um pólitíkina og náttúruhamfarir.
En það sem meira er um vert, hún
flytur okkur alveg bráðnauðsynlegar
og vægast sagt óvæntar og næstum
ótrúlegar upplýsingar um fræga fólkið,
svo mikilvægar að blaðið er nánast allt
lagt undir spádóminn mikla. Eitt af því
var að sjónvarpskokkurinn Friðrika
Hjördís Geirsdóttir komi með eitthvað
nýtt og spennandi matarkyns á árinu.
Þetta fannst Reykvíkingu undur og
stórmerki. Einhverjir efasemdamenn
myndu reyna að halda því fram að þar
sem hún hefur lifibrauð sitt af því að
kynna gómsætar uppskriftir margs
konar sé þetta eitthvað sem búast hefði
mátt við og jafnvel reynt að halda því
fram að það væri merki um meiri spá-
dómsgáfu ef hún kæmi ekki með neina
nýja og spennandi uppskrift. En Reyk-
víkingur er ekki einn af þeim. Hann er
gallharður á því að þarna sé á ferðinni
meiri og skýrari sýn inn í framtíðina
en áður hefur þekkst. Það eina sem
hann hefði viljað fá að vita meira um
var hvaða spennandi uppskrift þetta
er. Völvan hlýtur að vita það.