Reykjavík


Reykjavík - 12.10.2013, Blaðsíða 2

Reykjavík - 12.10.2013, Blaðsíða 2
2 12. október 2013 Reykjavík vikublað 37. Tbl. 4. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Stefanía G. Kristinsdóttir, stefania@einurd. is og sími 891-6677. Ljósmyndari: Atli Freyr Kristinsson sími 894-1099. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 47.500 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 51.000 e intökum í allar íbúðir í reykjavík, á SeltjarnarneSi og í moSFellSbæ. Uppúr tvítugt þegar ég var í heimspeki í háskólanum sátum við oft á kaffihúsum og spjölluðum um lífið og tilveruna. Eitt af því sem við ræddum voru stríð og ástæður þeirra, horfðum á Persaflóastríðið í beinni útsendingu í sjónvarpinu - eitthvað sem aldrei hafði áður gerst, ræddum heimsvaldsstefnu Bandaríkjanna og kalda stríðið milli austurs og vesturs. Einn skólabróðir minn hafði uppi ákveðna kenningu um stríð sem var sú að mannfólkið efndi til ófriðar þegar því leiddist. Okkur hinum fannst þetta full mikil einföldun og bentum honum á Helförina og Hírósíma máli okkar til stuðnings. Hann bakkaði ekki með þessa kenningu þó mér fyndist hann ekkert sérstaklega sannfærandi. Seinna í heimspekináminu lánaði skólasystir mín mér bókina „Listen little man“ eða „hlustaðu litli maður“ sem var skrifuð af eðlisfræðingnum Wilhelm Reich eftir síðari heimsstyrjöldina. Sú bók lýsir því á mjög sann- færandi hátt hvernig kenna má litla manninum um allar helfarir mann- kynssögunnar. Litli maður er táknmynd hins almenna borgara og lýsir því hvernig ábyrgðaleysi hans og áhrifagirni leiðir af sér óréttlæti og illvirki. Það var í þessari bók sem mér fannst ég finna samsvörun við kenningu skólabróður míns. Hitler komst til valda á umbrota og krepputímum í Þýskalandi, tímum þar sem almenningur kallaði eftir réttlæti. Lausnir sem oftar en ekki fólust í að taka eitthvað frá einhverjum til að redda einhverju, bæta ástandið o.s.frv. En hvað hefur þetta að gera með leiðindin, jú þegar okkur leiðist þá hættir okkur mörgum til að leita að blórabögglum, einhverjum sem hefur gert á okkar hlut eða hlut einhvers, einhverjum eða einhverju til að skella skuldinni á. Önnur birtingamynd leiðinda er hjá þeim sem af því er virðist eiga allt og ráða öllu, þegar allt gengur vel þá leiðist þeim, vantar áskorun, ný lönd, fyrirtæki eða verkefni til að vinna hvort sem þau eru nauðsynleg eða ekki. Ofgnótt af peningum virðist virka líkt og skortur á peningum þannig að mannfólkið kalla stöðugt á meira fjármagn og meiri völd.... til að þeim hætti að leiðast sem gerist aldrei. Eða er þetta allt einn stór misskilningur eða öllu heldur að við séum alltaf að skapa ákveðin misskilning til að hafa eitthvað að gera, geta búið til patentlausnir á tilbúnum vanda? Getur það verið að peningar og völd skapi ásókn í meiri peninga og völd? Að munaður skapi tilfinningu fyrir skorti, að við fáum aldrei nóg, að við séum aldrei ánægð? Getur verið að fólk aðhyllist einfaldar lausnir frekar en flóknar sökum þess að það skilur þær frekar en að þær séu betri? Getur verið að við aðhyllumst ekki gagnrýna hugsun af því að það er of mikil vinna, er engin mótsögn í því að bora eftir olíu út í ballarhafi á sama tíma og við látum okkur dreyma um sjálfbæra framtíð rafbíla á Íslandi? Getur verið að við fylgjum ekki hjartanu heldur látum letina leiða okkur á villigötur þegar við tökum ákvarðanir um framtíð okkar og barnanna okkar? Getur verið að leiðindin og andvaraleysið sé að stefna mannkyninu í glötun? Stefanía G. Kristinsdóttir Leiðari Eru leiðindi hættuleg? Nýtt APP fyrir túlka Alþjóðasetur ehf. er ein stærsta túlkaþjónusta landsins með hátt í 200 túlka á skrá sem túlka á milli tæplega 60 tungumála og íslensku. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til gamla Alþjóðahússins sem stofnað var á vegum Reykja- víkurborgar árið 2001, en eftir miklar endurskipulagningar innan stjórnsýslu borgarinnar árið 2010 tók Alþjóðasetur til starfa á frjálsum markaði undir nú- verandi nafni. Ritstjóri hafði samband við Alex- ander Dungal, framkvæmdastjóra þar sem fram kom: Sem arftakar Alþjóða- hússins hefur okkur ávallt fundist það vera á okkar ábyrgð að bera túlka- þjónustugeira Íslands á herðum okkar. Eftir að starfsemi Alþjóðahússins var að mestu leyti lögð niður árið 2010 hefur okkur fundist túlkaþjónustan hér á landi hálf stöðnuð þar sem sama þjónusta, sömu túlkar og sama vinnuferli hefur verið í boði hjá nánast öllum túlkaþjónustum landsins. En sú er ekki raunin lengur; Síðastliðin tvö ár höfum við hjá Alþjóðasetri unnið hörðum höndum við að skara fram úr á túlkaþjónustumarkaði Íslands hvað gæðastjórnun og nýsköpun varðar og í samvinnu við Advania höfum við því þróað rafrænt pantanakerfi sem er eitt sinnar tegundar á Íslandi. Pantanakerfið lýsir sér í stuttu máli þannig að allar verkbeiðnir eru nú sendar beint í snjallsíma túlkanna okkar þar sem sérsniðið túlka-app sér bæði um tímatalningu hvers verks og undirskriftasöfnun frá kaupanda, verkunum til staðfestingar. Þá veitir kaupandi þjónustunnar undirskrift sína með snjallpenna beint á skjá sím- ans sem síðan sendist rafrænt ásamt reikningi skömmu síðar. Að sögn Alexanders er þetta er búið að vera langt og strangt ferli þar sem óteljandi klukkutímum hefur verið eytt í þróun, forritun, villuprófanir og innleiðingar, en í vetur er loks komið að uppskeru allrar þeirrar vinnu. Þessi hugbúnaður kemur til með að gjör- breyta túlkaþjónustugeiranum hér á landi og færa loks þessa mikilvægu samfélagsþjónustu inn í nútímann. Einstök börn fengu 2,8 mkr. frá viðskiptavinum Völdu að gefa hluta eða alla Stofnendurgreiðslu sína til góðgerðarmáls Á hverju ári fá tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir í Stofni hjá Sjóvá hluta iðgjalda sinna endurgreiddan. Síðustu ár hefur við- skiptavinum gefist kostur á að ráðstafa hluta eða allri endurgreiðslunni til til- tekins góðgerðamáls og urðu Einstök börn fyrir valinu í ár. Um 1.300 manns ákváðu að verja endurgreiðslunni með þessum hætti og söfnuðust 2,8 millj- ónir króna. Á mánudaginn afhenti Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár fulltrúum Einstakra barna framlag viðskipta- vina á skrifstofu Einstakra barna við Háaleitisbraut 13, en þar er eins konar miðstöð ýmissa hagsmunasamtaka einstaklinga með sértæka sjúkdóma. Upphæðin rennur til Styrktarsjóðs* Einstakra barna. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Félagið var stofnað árið 1997 af 15 fjölskyldum, foreldrum veikra barna. Síðan þá hefur félagið vaxið og dafnað enda þörfin mikil. Í félaginu eru nú um 220 fjölskyldur, en markmið félagsins er m.a. að skapa sameiginlegan vett- vang til að deila reynslu og vinna að bættum hag langveikra barna. Gjöfin rennur inn í styrktarsjóður Einstakra barna sem styrkir félags- menn með margvíslegum hætti. Má þar nefna styrki vegna dvalarkostn- aðar nærri spítala vegna sjúkrahúslegu barna, greiðslu á hluta ferðakostnaðar vegna læknismeðferða erlendis, þátt- töku í útfararkostnaði, styrki til heilsu- eflingar og fleira. Fréttatilkynning Girnileg ljóð og gómsæt súpa Þarftu á andlegri og líkamlegri næringu að halda? Komdu þá í aðalsafn Borgarbókasafns í há- deginu á fimmtudögum frá 3. október til og með 7. nóvember kl. 12-13 og gæddu þér á girnilegum ljóðum og gómsætri súpu með heimabökuðu byggbrauði. Ljóðadagskráin er í höndum Jakobs S. Jónssonar, leik- stjóra, og súpugerðin í höndum Írisar H. Norðfjörð í Kryddlegnum hjörtum. Ljóð, súpa, heimabakað byggbrauð, húmmus, hvítlaukssmjör og kaffi á kr. 1.290. Ungmenni flytja tillögur í borgarstjórn Fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna fluttu sex mál í borgarstjórn í dag og tóku þátt í umræðum. Þetta er í 11. sinn sem ráðið fundar með borgarstjórn, en markmið fundanna er að gera fólki undir 18 ára aldri kleift að koma skoðunum sínum á framfæri á lýð- ræðislegum vettvangi. Slíkir fundir hafa verið haldnir árlega frá árinu 2002 og gefið góða raun.Tillögurnar sem fluttar voru í dag sneru að ýmsu, s.s. að bæta lífsleiknikennslu í skólum og þá sérstaklega kynfræðslu. Elínrósa Birta Jónsdótttir (sjá mynd) úr ungmennaráði Árbæjar, Norðlingaholts og Grafarholts flutti tillögu um aukið starf fyrir 16 ára og eldri í félagsmiðstöðvunum og færði fyrir því góð rök. Jessý Jónsdóttir úr ungmennaráði Grafarvogs flutti til- lögu um meira samræmi í aðstöðu félagsmiðstöðvanna og Sólrún Ásta Björnsdóttir frá ungmennaráði Ár- bæjar, Norðlingaholts og Grafarholts lagði til aðgerðir til að bæta bæjarbrag í Grafarholtinu. Elín María Árnadóttir úr ung- mennaráði Vesturbæjar hvatti borg- aryfirvöld til að hafa meira samráð við ungt fólk og lýsti eftir betri upp- lýsingum um framgang mála sem koma frá ungmennum. Að lokum flutti Sigurður Einar Jónsson úr ungmennaráði Breiðholts tillögu um breytingu á nemakortum í strætó. Borgarfulltrúar fögnuðu öllum tillögunum og spunnust um þær líflegar umræður. Jón Gnarr borgar- stjóri sagði fundinn frábært tækifæri fyrir borgarfulltrúa og alla sem vilja gera Reykjavík að betri borg, enda tillögurnar allar góðar og gagnlegar. Frétt á www.reykjavik.is Hermann björnsson, forstjóri Sjóvár, Guðmundur björgvin Gylfason, formaður einstakra barna, og Hörður björgvinsson, starfsmaður hjá einstökum börnum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.