Reykjavík


Reykjavík - 11.01.2014, Blaðsíða 4

Reykjavík - 11.01.2014, Blaðsíða 4
4 11. janúar 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Maðurinn er ekki vél John Stuart Mill sagði fyrir nokkru síðan: „[Maðurinn] er ekki vél, byggð eftir fyrirmynd til að vinna fyrirfram ákveðin verk, heldur tré, sem þarf að vaxa og dafna óhindrað í allar áttir…“ Hann vildi meina að það hver við erum sem manneskjur skipti máli, bæði fyrir okkur sjálf, okkar hamingju, og fyrir það sem við gerum, að við setjum okkur sjálf í þau verk sem við innum af hendi. Langflest okkar verjum einna stærstum hluta lífs okkar í vinnunni. Flest vinnum við fyrir einhvern annan að fyrirfram ákveðnum verkefnum sem við höfum lítil sem engin áhrif á. Við mætum í vinnuna og gerum það sem okkur er sagt að gera. Á vinnu- stað erum við í besta falli ráðgefandi. Venjan er sú að einhver einn eða fá- mennur hópur manna á einkafyrirtæki sem skipar allsráðandi forstjóra. Hjá hinu opinbera skipar ráðherra allsráð- andi forstjóra. Reglan er sú að rekstur vinnustaða er miðstýrður, með bröttu stigveldi. Þannig fyrirkomulag hentar vel fyrir vélar til að vinna fyrirfram ákveðin verk en illa fyrir manneskjur sem þurfa að vaxa og dafna í allar áttir. Í miðstýrðu kerfi er minni hvati til þess að vera skapandi og láta að sér kveða. Auðvitað eru margir eftir sem áður skapandi, við erum áfram manneskjur. En tækifærin til að gera meira og betur, til þess að eiga hlutdeild í því framtaki sem fyrirtækið eða stofnunin er, til þess að leggja sitt af mörkum í samstarfi við aðra, eru af skornum skammti þegar valdið situr í höndum eins eða örfárra. Víða um heim eru fyrirtæki rekin lýðræðislega, eitt atkvæði á mann. Hver og einn hefur sína rödd og sitt at- kvæði, til jafns við aðra starfsmenn. Og reynslan sýnir að slíkur rekstur stenst samanburð við miðstýrðan rekstur. Nema að lýðræðislegi reksturinn skilar ýmsum ábata umfram þann miðstýrða, s. s. jafnara launabili, meira til nær- samfélagsins, meira starfsöryggi og - ánægju og betri afkomu þegar þrengir að í kreppum svo eitthvað sé nefnt. Forstjóri McKinsey ráðgjafafyrirtæk- isins, Dominic Barton, telur að „árs- fjórðungslegur kapítalismi leiði ekki til góðrar niðurstöðu - skammtíma- pressan sé eitruð.“ Hann telur að nú „þurfi að horfa til samvinnureksturs.“ Fyrst þannig er í pottinn búið, að hægt er að reka fyrirtæki á skilvirkan og hagkvæman hátt, fáum að vera manneskjur, á lýðræðislegum grunni - eftir hverju erum við að bíða? Það er eins og einhver álög séu yfir okkur, yfir hagkerfinu. Við framleiðum sí- fellt meira og hraðar, þökk sé tækni- og vélvæðingu, aukinni þekkingu og menntun. En vinnutími okkar stendur í stað áratugum saman. Við erum ekki vélar og eigum skilið meiri tíma með okkar nánustu. Við eigum skilið lýð- ræði í vinnunni. Leyfum John Stuart Mill að eiga lokaorðin: „Það form skipulags, eigi mannkyn að bæta sig enn frekar, sem að endingu hlýtur að ráða ríkjum, er ekki hvar kapítalistinn er allsráðandi og verkafólk hefur ekki rödd í stjórnun, heldur félagsskapur verkafólksins sjálfs á jafnræðisgrund- velli, þar sem fjármagn til rekstursins er í sameign þess, og unnið er undir kjörnum stjórnendum sem þau sjálf geta losað sig við.“ Það hljóta að teljast vera nokkur tíðindi að lögmenn tveggja útlendinga kæri innanríkisráðherra, og ekki aðeins ráðherrann heldur alla undirmenn hans. Eins hlýtur að vekja athygli að ríkissaksóknari skuli nú grafast fyrir um hvort minnisblað um persónuhagi fólks, hafi ratað fyrir almenningssjónir fyrir atbeina ráðherra, eða starfsmanna í ráðuneytinu – það væri enda þvert á yfirlýsingar innanríkisráðherra á Alþingi. Þetta var ekki „leki“ í hefðbundnum skilningi. Ekki er útilokað að fólk í valdastöðum hafi látið fjölmiðla fá upplýsingar með það fyrir augum að koma höggi á valdalaust fólk. Það gæti jafnvel talist líklegt þar sem sam- hljóða fréttir, byggðar á sama minnisblaði, birtust í tveimur fjölmiðlum á saman tíma. Í það minnsta geta upplýsingar sem tengja manneskju við alvarleg afbrot, sem vel að merkja eru ósönnuð með öllu, skaðað hana verulega, spillt stöðu hennar og orðstír. Að upplýsingar af þessu tagi rati til fjölmiðla er ekki leki í hefðbundnum skilningi, heldur snýst málið um hvort beinlínis hafi verið um að ræða atlögu að varnarlausu fólki. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur á Alþingi fullyrt að í ráðuneytinu hafi menn leitað af sér allan grun og telji að minnisblaðið hafi ekki farið þaðan. Ráðherrann hefur bent á Útlendingastofnun og lögreglu sem hugsanlega hefðu getað miðlað minnisblaðinu til fjölmiðla. Hvað er það annað en að lýsa opinberlega algjöru vantrausti á þær stofnanir og stjórnendur þeirra? Hvað á þá að segja um þau ummæli ráðherrans að Rauði krossinn gæti sömuleiðis hafa komið minnisblaðinu á framfæri. Hvaða ástæðu hefði hann til þess? Eins er óhugsandi að lögmenn, sem nú hafa kært ráðherrann og ráðuneytið í heild, hafi látið fjölmiðlum í té upplýsingar sem skaða skjólstæðinga þeirra. Ekki er útilokað að ríkissaksóknari svari spurningum málið með öðrum hætti en ráðherrann gerði á Alþingi. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins. Ingimar Karl Helgason Leiðari Sannleikans leitað Reykjavík vikublað 1. Tbl. 5. áRganguR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor. is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail. com, Menningarblaðamaður: Helga Þórey Jónsdóttir. Netfang: findhelga@gmail.com. Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 50.000 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 50.000 e intökum í allar íbúðir í reykjavík. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Ókeypis auglýsing Brugghúsið Steðji ætlar að brugga hvalabjór og selja hann hérlendis um þorrann. Hvalamjöl úr langreyðum verður notað í bjórinn. Spyrja má hvort þá muni ganga á lagerinn hjá Kristjáni Loftssyni, sem kenndur er við Hval hf., en hægt mun hafa gengið að selja þær langreyðar sem veiddar hafa verið. En þetta er alla- vega auglýsing. Virkjað út í loftið? Orkufyrirtæki sækjast eftir því að sex náttúrusvæðum sem sett voru í verndarflokk í rammaáætlun, verði færð yfir í nýtingarflokk. Þau leggja einnig til fleiri breytingar á flokkun rammaáætlunar, sem er samþykkt Alþingis, svo þau geti virkjað og búið til rafmagn. Fátt hefur komið fram um í hvað allt þetta rafmagn ætti að fara. Þóra Ellan Þórhalls- dóttir, sem var formaður faghóps við undirbúning rammaáætlunar sagði við Fréttablaðið um Þjórsár- svæðið, að það væru náttúrverðmæti en ekki orkuverðmæti sem væru „grundvöllur þess að svæðið er sett í verndarflokk.“ Auka núll Komugjöld á heilsugæslu hækkuðu um 15-20 prósent um áramót. Þetta hefur verið gagnrýnt. Haft var eftir Kristjáni Þór Júliussyni, heilbrigðis- ráðherra, að þessar hækkanir hefðu legið fyrir og komi „ágætlega heim og saman við fyrirheit stjórnvalda“. Það stenst nú tæplega, þar sem því var lofað við gerð kjarasamninga að gjaldskrárhækkanir yrðu á pari við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Það er 2,5 prósent. Kannski héldu menn að það væri auka núll í verð- bólgumarkmiðinu? Á haus Ráðherrann sagði líka að hagur almennings muni batna þegar „heildarsamhengi hlutanna er skoðað“. Ekki skýrði hann hvernig fólk á að hagnast á því að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu þegar það veikist. Höfundur er Sólveig Alda Halldórsdóttir, stjórnarkona í Lýðræðisfélaginu Öldu Erindi við okkur: „Stjórnmálamennirnir, hin pólitíska stétt, bera svo töluverða ábyrgð á því að „forstjórastéttin“ er gerð stikkfrí. Þeir fara með það stef oft á dag, að leið út úr hverjum vanda sé í því fólgin að „skapa fyrirtækjunum betri rekstrarskilyrði – allt skal víkja (ekki síst velferðarkerfið) fyrir lægri sköttum á fyrirtæki og annarri fyr- irgeiðslu sem á að bæta samkeppn- isstöðu þeirra eins og það heitir. Og síðan þykir það mesta frekja, öfundsýki og ósvífni að spyrja hvernig þessi sömu fyr- irtæki noti sér svigrúmið sem stjórnmálamenn skapa þeim. For- stjóragræðgin verður feimnismál.“ Árni Bergmann – í Pressunni 1993 Í fréttum Útvarpsstjóri „got talent“? Nú spekúlera margir í vænt-anlegum útvarpsstjóra, en umsóknarfrestur um stöð- una er við það að renna út. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingkona og ráðherra, hefur oftar en tvisvar verið nefnd í þessu sambandi. Hún hefur nýlega tekið við stjórn- unarstöðu hjá Samtökum atvinnu- lífsins og látið hafa eftir sér að henni líki starfið vel. Þá hefur hún tekið að sér að vera dómari í þætti Stöðvar 2 „Ísland got talent“. Það var stundum gagnrýnt að Páll Magnússon skyldi lesa fréttir meðan hann var útvarps- stjóri. Hætt er við að einhverjir fettu fingur út í að útvarpsstjórinn yrði tíður gestur á skjánum hjá keppinauti, svo ekki sé talað um á launaskrá. Lágt settur millistjórnandi Nú er það svo að auglýsingin um hina lausu stöðu er heldur almennt orðuð. Sóst er eftir manneskju með háskólamenntun sem nýtist í starfi, leiðtogahæfileikum, stjórnunar- og rekstrarreynslu og reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu. „Þetta er svo opið og léttvægt, að ætla mætti að þarna væri auglýst eftir lágt settum millistjórnanda í möppudýrastofnun, en ekki æðsta yfirmanni ríkisfjölmiðils,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðla- maður, meðal annars á Facebook síðu sinni. Gárungar spá Vonandi verður það ekki svo að öflugt og reynt fólk, með rætur í menningarstarfi og fjölmiðlum, verði sjálfkrafa útilokað frá stöð- unni, svo „flokksdindlill“ sem upp- fyllir hin almennu skilyrði komist að. Vísir greindi frá því í frétt í síðustu viku, sem raunar hvarf af vefnum, að stjórnarflokkarnir hefðu samið um að sjálfstæðismaður fengi útvarps- stjórastólinn, en framsóknarmenn á móti frekari ítök á fréttastofu Ríkis- útvarpsins. Gárungar, sem raunar eru sumir í hópi helstu álitsgjafa íslenskra fjölmiðla, gera því skóna að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri og eigandi Pressunnar, verði í framhaldinu settur yfir fréttastofuna. Spyrja má hvaða áhrif það hefði á traust fréttastofu Ríkisútvarpsins, en Pressan hefur undanfarið vermt botnsætið í slíkum mælingum … héðan og þaðan …

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.