Reykjavík


Reykjavík - 11.01.2014, Side 16

Reykjavík - 11.01.2014, Side 16
SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 · samsungsetrid.is 8005 LÍNAN LED SMART TV Stærðir: 65"/55" Stærðir: 75"/65"/55" Stærðir: 60"/55"/46" STÓRMÓT Á STÓRUM SAMSUNG SJÓNVÖRPUM MÁ RÖVLA VIÐ DÓMARANN EF ÞIÐ ERUÐ EKKI SÁTT VIÐ UPPSETT VERÐ ULTRA HIGH DEFINITION OFURSJÓNVARP 9005 LÍNAN LED SMART TV ÁFRAM ÍSLAND! 7005 LÍNAN LED SMART TV Falleg ljós í miklu úrvali Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is Auglýsingar: 578 1190 & auglysingar@fotspor.is | Ritstjórn: 659-3442 & ingimarkarlhelgason@gmail.com VI KU BL AÐREYKJAVÍK 11. janúar 2014 • 1. tölublað 4. árgangur Verum gáfuð og borðum fisk Kveðja Grímur kokkur www.grimurkokkur.is Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5 mín. Reykjavík vs. landsbyggð Sem svona „landsbyggðar“ á ég stundum erfitt með að átta mig á Reykjavík. Hún er mjög lítil á alþjóðlegan mælikvarða en frekar stór miðað við heimabæ minn Akra- nes. Þessi heimabær minn þykir vera, að mér skilst, smáborgaralegt úhverfi í hugum sumra en alveg „úti á landi“ í augum annarra. Það er einkennilega mikil togstreita að að reyna að ákveða búsetu með þetta fyrir augum. Þegar ég dvel í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma, þá fer samtímis um mig ein- hver einkennileg blanda af innilok- unarkennd, eirðarleysi, djúpur ein- manaleiki og óöryggi. Þá fyllist ég líka einhverri ógnar sköpunarþörf, frelsi til að hegða mér eins og ég vil og ofsalega skýrri sýn á tilveru mína. Er það þetta sem fólk finnur þegar það fer til New York og London? Að vera í hringiðunni? Úti á landi já eða í krummask- uðinu Akranesi eins og margir vilja kalla fallega bæinn minn, finn ég hins vegar ró og frið, tengslin við náttúruna sem er mér mjög mikil- væg, það er stutt í kaffi til ömmu og afa og samhygð og samkennd bæj- arbúa þegar eitthvað bjátar á. Hins vegar má þar líka finna þröngsýni, meting, neikvæðni og kjaftagang. Lausnin á búsetuvandamálið mínu er þannig sú að búi ég í Reykjavík þá fer ég í mæjónessalat og Merrild á Skagann reglulega segjum einu sinni í viku og ef ég bý á Akranesi þá fer ég á kaffihús og spelt í Reykjavík einu sinni í viku … jafnvel oftar. Landsbyggð vs. Reykja- vík er nefnilega bara spurning um hugarfar. baksÍðan Hrund Snorradóttir

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.