Reykjavík


Reykjavík - 05.04.2014, Blaðsíða 8

Reykjavík - 05.04.2014, Blaðsíða 8
8 5. apríl 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Skrautlegur ferill Skuggamanna Mennirnir að baki félaginu Skuggi 3 ehf., sem á lóð og byggingarétt á nýjum turni í 101 Skuggahverfi í Reykjavík, eiga að baki langan feril í viðskiptum hér á landi. Sumir hafa á ferli sínum safnað milljarða skuldum og hafa tengst dómsmálum vegna efnahagsbrota í aðdraganda og eftirleik bankahrunsins. Ný turnbygging í 101 Skuggahverfi í Reykjavík er mjög umdeild. Áform hafa verið um að reisa þar margra hæða íbúðarhús með lúxusíbúðum, en turn á þessum stað, upp við neðsta hluta Frakkastígs mun, miðað við fyr- irliggjandi áætlanir, skyggja verulega á útsýni af Skólavörðuholti og niður Frakkastíginn, einum besta útsýnisstað borgarinnar. Árið 2006 var samþykkt skipulagið sem núverandi framkvæmd byggir á. Borgaryfirvöld telja þetta óráð. Nú blási aðrir vindar í skipulagsmálum. En telja sig um leið fátt geta gert í málinu, annað en höfða til samvisku verktak- ans. Skipulagsfulltrúa borgarinnar var falið að ræða við verktakann, en lítið fréttist af þeim viðræðum. Félagið Skuggi 3 ehf. er handhafi lóðarinnar á reitnum og þar með byggingarrétti. Félagið var stofnað í nóvember í fyrra. Fáir menn Samkvæmt upplýsingum frá fyrir- tækjaskrá er félagið í eigu fjögurra fyr- irtækja. Þau eru Litluvellir ehf. sem eiga helming í félaginu, Ursus Maritinus ehf. sem á fjórðung, og Pétur Stefáns- son ehf. og B15 ehf. eiga 12,5 prósent hvort. Stjórnarmenn í Skugga 3 eiga allir að baki nokkurn ferli í viðskiptum, sem og fleiri sem félaginu tengjast. Í stjórninni sitja þeir Jakob Valgeir Flosason útgerðarmaður frá Bol- ungarvík og sem kenndur hefur verið við Stím. Pétur Stefánsson, útgerðar- maður og Hilmar Ágústsson, en hann á félagið Litluvelli ásamt Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni. Bjarni Brynjólfsson var stjórnarfor- maður Skugga 3 við stofnun, en sagði sig úr stjórn í byrjun mars. Keyptu af sjálfum sér Fram kemur í stofngögnum Skugga 3 ehf. sem Reykjavík vikublað fékk afhent hjá fyrirtækjaskrá að hlutafé Skugga 3 sé 200 milljónir króna. Einnig að greiddir hafi verið 1,15 milljarðar króna fyrir fasteignir að Vatnsstíg 20-22 þar sem nýi turninn á að rísa og Lindargötu 39. Þetta eru þær lóðir sem ekki eru fullbyggðar í samræmi við upphaflegar áætlanir. Fram kemur í stofngögnunum að seljandinn sé félagið Litluvellir ehf. en félagið á sem að framan greinir helm- ingshlut í Skugga 3. Þannig hafa sömu aðilar selt sjálfum sér bygginarréttinn inn í nýtt félag, í samstarfi við aðra. Byrjaðir að selja íbúðir Í þessum gögnum segir enn fremur að við mat á kaupverði eignanna sé litið til þess að þegar hafi fengist bind- andi tilboð í nokkrar íbúðir, þar sem kaupverðið nemi á bilinu 700 þúsund krónur og upp í eina milljón króna fyrir hvern fermetra. Samkvæmt heimasíðu Íslandsbanka hefur fermetraverð í miðbænum farið hækkandi, en er að jafnaði í kringum 350 þúsund krónur. Í stofngögnunum segir einnig að heildarfasteignamat eignanna sé þegar yfir 424 milljónir króna, „þótt óbyggðar séu“ segir í stofngögnunum. Þar er jafnframt greint frá því að fjár- málastofnun hyggist fjármagna verkið á grundvelli þessara forsendna. Ýmis tengsl Mennirnir sem tengjast Skugga 3 hafa sumir víða komið við í viðskiptum og sum komið til umfjöllunar í fjölmiðlum, ýmist vegna gjaldþrota eða sakamála. Þannig hafa mál Jakobs Valgeirs Flosasonar hafa mikið verið til um- fjöllunar, en hann átti 2,5 prósenta hlut í Stími og var stjórnarformaður félagsins. Það fékk háar upphæðir að láni frá Glitni fyrir Hrun; í allt yfir 20 milljarða króna. Féð fór til þess að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum og í félaginu FL group, en þau urðu bæði gjaldþrota. Veð fyrir lánunum voru hlutabréfin sjálf. Embætti sér- staks saksóknara ákærði nýlega þrjá menn vegna Stím málsins. Jakob Val- geir var ekki ákærður í málinu. Í réttarhöldum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í gær var sýndur tölvu- póstur frá forsvarsmönnum Samherja þar sem þeir afþökkuðu þátttöku í Stím málinu. Jón Ásgeir sagðist ekki vita hvers vegna tölvupósturinn hefði verið sendur á hann. Jakob Valgeir situr í stjórn Skugga 3 fyrir hönd félagsins B15 ehf. Það er að fullu í eigu Bjargar H. Daðadóttur, eiginkonu hans. Félagið B15 hefur svo aftur komist í fréttir vegna flókinna viðskipta með sjávarútvegsfyrirtæki sem tengdust gamla Landsbankanum, en B15 keypti félagið Salting með yfir- töku skulda upp á um milljarð króna, að því er fram kom í fréttum. Lán frá lífeyrissjóði Kristján Gunnar Ríkharðsson, annar eigenda Litluvalla, er jafnframt eig- andi félagsins Skuggabyggðar, sem hefur staðið í framkvæmdum við Vatnsstíg 16-18, á næstu lóð þar sem til stendur að reisa turninn auk þess að standa í framkvæmdum við Mánatún í Reykjavík. DV greindi frá því fyrir tveimur árum að árið 2010 hefði Arion banki selt Skuggabyggð fjölbýlishús við Mánatún 3-5. Þá hafi Skuggabyggð verið eignalaust félag, en ári síðar hefði Sameinaði lífeyrissjóðurinn fjármagnað fyrstu útborgun á kaupverðinu til Arion banka. Þá hefði bankinn síðar sama ár jafnframt lánað Skuggabyggð á fjórða hundrað milljóna króna til að ljúka við framkvæmdir við fjölbýl- ishúsið. Tengsl við Exista Félagið skilaði um 200 milljóna króna hagnaði árið 2012. Fram kemur í árs- reikningi Skuggabyggðar fyrir þetta sama ár að félögin Dán tán ehf., sé jafnframt í eigu Kristjáns Gunnars, en félagið hefur meðal annars verið með áform um að reisa fjögurra hæða fjölbýlishús við Baldursgötu, og samkvæmt reikningnum er fé- lagið Reykjanesbyggð ehf. einnig í eigu Kristjáns Gunnars. Það félag er nefnt í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Sigurði Val- týssyni, fyrrverandi forstjóra Exista vegna ætlaðra umboðssvika, þegar Vátryggingafélag Íslands keypti 40 prósenta hlut í Reykjanesbyggð fyrir 150 milljónir króna. Kristján Gunnar og Sigurður eru tengdir fjölskyldu- böndum. Kristján Gunnar var ekki ákærður í málinu. Ísbjörninn Félag Bjarna Brynjólfssonar, Ursus Maritimus, heitir eftir latneska heitinu á ísbirni. Félagið komst í fréttir undir lok árs í fyrra, en greint var frá því að það stefndi að því að flytja allt að einn og hálfan milljarð króna hingað til lands í gegnum fjár- festingaleið Seðlabankans. Með fjár- festingaleiðinni er hægt að fá 20 pró- senta afslátt af peningum. Bjarni vildi rétt fyrir jólin ekki svara spurningum DV um til hvers féð væri ætlað. Gamalt heiti Skuggahverfi er á milli Skúlagötu og Hverfisgötu annars vegar og Frakkastígs og Klapparstígs hins vegar. Hverfið dregur nafn af Skugga, fyrsta húsinu sem byggt var á þessu svæði um 1800. Skuggi stóð að líkindum niður við sjó, rétt austur af þar sem Klapparstígur kemur niður á Skúlagötu og réru bændur þaðan úr samnefndri vör, Skuggavör. Forsaga Eimskipafélagið átti lóðirnar í 101 Skuggahverfi og skipulögðu byggð þar ásamt borginni í kringum árið 2000. Félagið var um tíma hluti af fasteignafélaginu Stoðir sem að mestu leyti var í eigu Baugs og þar með hluti af viðskiptaveldi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, líkt og Glitnir var þegar Stím málið átti sér stað. Reykjavík vikublað hefur ekki rekist á tengsl gamalla eigenda við núver- andi eigendur á byggingasvæðinu. Byggingaréttur á reitnum hefur skipt um hendur. 101 Skuggahverfi átti hann, en félagið Skuggabyggð aðrar lóðir á þessum stað. Eftir því sem blaðið kemst næst þá þarf ekki að gera Reykjavíkurborg viðvart um hver hafi byggingarrétt hverju sinni. Borgarfull- trúar á móti „Turninn og reiturinn allur er al- mennt á skjön við umhverfis- og skipulagsáherslur í dag. Í aðal- skipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram skýr stefna þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en áður, m.a. um hæðir húsa, um sjónása, verndun eldri byggðar og byggðarmynsturs. Það breytir þó ekki átta ára gamalli sam- þykkt, deiliskipulagið er í gildi og byggingarleyfi hafa verið gefin út,“ sagði í bókun Besta flokksins, Sam- fylkingar og Vinstri grænna á fundi skipulagsráðs nýlega þar sem fjallað var um málið, en gengið var frá skipulagi þarna árið 2006. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu í bókun á sama fundi að á síðasta kjörtímabili hefði verið óskað eftir því að turninn yrði færður innar á lóðina, en á það hafi ekki verið fallist. fréttaSkýring Horft niður Frakkastíginn. Neðst í götunni sést byggingakrani en óttast er að turninn fullbyggður muni spilla þessu útsýni og útsýni ofan af Skólavörðuholti. Helmingseigendur í Skugga 3 seldu lóð og byggingarrétt fyrir ríflega milljarð króna út úr eigin félagi. Gerðu athugasemdir Hjónin Elín Ebba Ásmunds- dóttir og Jon Kjell Seljeseth gerðu athugasemdir við fyrirhugaða 19 hæða turnbyggingu í Skuggahverf- inu árið 2006. Elín Ebba segir í sam- tali við Reykjavík vikublað að þau hafi átt fund með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem þá var formaður skipulagsnefndar borgarinnar og þar lýst áhyggjum sínum. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni og þar haft eftir Steinunni Valdísi að hún kannaðist ekki við fundinn. Hjónin Elín Ebba og Jón létu ekki staðar numið við fundinn en hafa frá ársbyrjun 2008 skrifað borgaryf- irvöldum fjölmörg bréf vegna máls- ins. Fram kom í áskorun skipulags- ráðs borgarinnar til verktaka sem greint er frá hér á síðunni að engar athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar framkvæmdir á sínum tíma. Elín Ebba Ásmundsdóttir og Jon Kjell Seljeseth. Mynd: Skjámynd úr fréttum RÚV.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.