Reykjavík


Reykjavík - 05.04.2014, Blaðsíða 10

Reykjavík - 05.04.2014, Blaðsíða 10
10 5. apríl 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Hefur þú lyst á list? „Mér finnst allir hafa sköpunarkraft. Það eru allir listamenn,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, nemi í listkennslufræði við við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir standa fyrir örkennsluveislu í Sjóminjasafninu Granda- garði. Meðal þess sem boðið verður upp á er trúðakennsla, sílafónkennsla, dúskagerð, kennsla í teikningu og danskennsla. „Í hringdansasúpu er bæði hægt að læra íslenska og erlenda þjóðdansa og lögin sem sungin eru með. Smámál í örsöguformi er 6 orða sögur sem hafa upphaf miðju og endi. Þátttakendur fá að kynnast þessu örsagnaformi og semja sína eigin 6 orða sögu“. segir Sigríður Eyrún. Um það bil 50 manns stunda nám í listkennslufræði við Listaháskólann. Fjölbreytt nám þvert á listgreinar Hægt er að velja um tvær leiðir í list- kennslufræði, diplómanám sem gefur réttindi til kennslu í framhaldsskólum og meistaranám í listkennslu sem lýkur með M. Art Ed. eða MA prófgráðu. Allir sem hafa bakkalárgráðu í mynd- list, hönnun, arkitektúr, leiklist, dansi eða tónlist frá viðurkenndum háskóla, eða sambærilega menntun geta sótt um í námið. Auk þjálfunar í kennslu og miðlun listgreina á vettvangi sitja nemendur meðal annars námskeið í kennslu-, uppeldis- og sálarfræði, heimspeki og verkefnastjórnun. Þá hafa þeir möguleika á að dýpka þekkingu í eigin listgrein og kynna sér möguleika annarra greina. Mikilvægt að leiklist komist inn í skólakerfið Sigríður Eyrún, sem er útskrifuð leik- kona frá söngleikjadeild Guildford School of Acting í Bretlandi segir ástæðu þess að hún skráði sig í list- kennslufræði vera þá að hún hafi gert mikið af því að kenna leiklist í gegnum tíðina en hafa sig fundist vanta fleiri tæki og tól til að verða betri kennari. „Svo finnst mér sjálfsagt að þeir sem eru að kenna börnunum séu með réttindi til þess því í réttindunum felst kunnátta sem er mikilvæg til að takast á við fjölbreytileikann í skólasamfélaginu. Mér finnst líka mikilvægt að leiklist komi inn í skólakerfið og að öll börn fái að kynnast leiklistinni og að hún sé ekki bara í boði í námskeiðaformi sem allir hafa ekki efni á.“ Ekki standa allar listgreinar jafn illa að vígi hvað varðar menntaða kennara en Sigríður Eyrún segir menntaða tónmenntar- og leiklistarkennara sárlega vanta. Snýst um sjónar- horn á lífið En ætli það sé hægt að kenna fólki að verða listamenn? „Mér finnst allir hafa sköpunarkraft. Það eru allir listamenn, að vera listamaður snýst um að hafa verkfærin sem virkja sköpunarkraft- inn. Að vera listamaður snýst líka um sjónarhorn á lífið. Þú getur breytt sjón- arhorni fólks á lífið, eða meira sýnt þeim önnur sjónarhorn.“ Tækifæri til að rifja upp gamla takta Verkefnið sem nemendur standa fyrir í dag, „Hefurðu lyst á list“ er tilkomið úr námskeiði sem Vigdís Jakobsdóttir kennir þar sem nemendum var sett fyrir það verkefni að koma listreina- kennslu út í samfélagið á einhvern hátt. Þetta hafi verið niðurstaðan eftir marga skemmtilega fundi meðal nemenda. Tilgangurinn er að vekja athygli al- mennings á listkennslu þar sem skap- andi og gagnrýnin hugsun er höfð að leiðarljósi. Gestum gefst tækifæri á að rifja upp gamla takta í listgreinum sem þeir hafa jafnvel ekki spreytt sig á síðan í barnaskóla eða prófa eitthvað alveg nýtt. Örkennsluveislan mun standa frá kl.14-17 í Sjóminjasafninu og er öllum opin, börnum og fullorðnum. menningin Hildur Björgvinsdóttir OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is One býður hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Þróunarstefna OneSystems styður Moreq2, kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi. OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir geta afgreitt sig sjálfa á sjálfvirkan máta með innsendingu umsókna og erinda á vef. OneRecords er öflug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitar- félögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yfirsýn yfir gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yfir þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vefker sem auðveldar allt aðgengi að handbókum og gæðaskjölum, hvort sem er á innri- eða ytri vef fyrirtækja og stofnana. Hentar fyrir allar gerðir handbóka svo sem stjórnunar-, rekstrar-, skipulags-, starfsmanna-, notenda-, gæða-, umhvers-, neyðar- og öryggishandbóka. Auðveldar gerð og útgáfu gæðaskjala. Getur sent skjöl í rýni til gæðatengla eða annara til samþykktar eða yrlesturs. Gæðakerfi - gæðahandbók Self-Service einfalt vinnferli við útgáfu gæðahandbóka og skjala Ekki missa af ... …Tectonics. Þriðja Tectonics hátíðin, tónlistarhátíð Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, verður haldin í Hörpu 10.-12.apríl. Í ár verður lögð áhersla á nýja íslenska tónlist, og verða meðal annars flutt verk eftir Kjartan Sveinsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Tónlist- arfólk úr ýmsum áttum leiðir saman hesta sína í ólíkum rýmum Hörpu. Miðasala á midi.is …Útundan í Tjarnarbíói. Leik- hópurinn Háaloftið sýnir verkið Útundan eftir Alison Farina. Það fjallar um aðstæður para sem þrá að eignast barn en geta það ekki af einhverjum ástæðum. Sögð er saga þriggja para sem leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast. Aðeins verða fjórar sýninga, 10., 13., 14. og 15.apríl. Midasala á tjarnarbio.is og midi.is …Færeyskum laugardegi í Hafnar- firði í dag. Opið hús í Fjörukránni frá 12:00 – 17:00. Hönnun, færeysk fiskisúpa og ýmsar uppákomur. Sirkus Íslands verður með atriði á Strandgöt- unni og í Firði. Kl.18.30 hefst færeysk/ íslensk matarveisla og tónleikar með Lailu Av Reyni frá Færeyjum og ís- lensku hljómsveitinni Somtime verða frá 21:30-23:30. Tónleikar, 2.000kr, matur og tónleikar 5.000kr. …Vortónleikum Léttsveitar Reykja- víkur í Norðurljósasal Hörpu, mið- vikudaginn 9.apríl kl.20. Eingöngu verða leikin íslensk lög og sérstakir gestir tónleikanna eru hljómsveitin Ylja og einsöngvarinn Kolbrún Völkudóttir sem syngur á táknmáli. Miðaverð er 3.800. Miðasala á midi. is og harpa.is en einnig við inn- ganginn. …Sýningu á verkum Bjarna Bernharðar. Í dag opnar Bjarni Bernharður sýn- ingu á akryl og olíumyndum í Anar- kíu listasal í Kópavogi, Hamraborg 3 (norðanmeginn). Sýningin er sölu- sýning og er verðinu stillt í hóf. Sýn- ingin mun standa til 4.maí og verður opin þriðjudaga – föstudaga kl.15-18 og um helgar kl.14-18. Lokað yfir páskana. …myndinni „Argentískar æfingar“. Síð- asti viðburður Mannfræðifé- lags Íslands á þessum vetri verður sýningin á myndinni Argentískar æfingar þar sem fjallað er um Pólverja sem flytja til Argentínu. Sagan er sögð út frá sjónarhóli 11 ára drengs og er einskonar etnógrafía. Myndin er 54 mínútur og er á spænsku en lítil áhersla er á talað mál. Reykjavíkur- akademíunni, 8.apríl kl.20. Aðgangur ókeypis. … Diddú sem syngur óp- eruforleiki og aríur í félagi við Lúðrasveitina Svan í Norðurljósasal Hörpu á sunnu- daginn, 6. apríl kl 15:00. Á efnis- skránni er að finna m.a. forleik að Töfraflautunni og aríu næturdrottn- ingarinnar einnig úr Töfraflautunni. Miðaverð kr. 2.500 en 1.500 fyrir 16 ára og yngri. „Mér finnst líka mikilvægt að leiklist komi inn í skólakerfið,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Mynd: Lárus Sig.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.