Reykjavík


Reykjavík - 25.10.2014, Page 11

Reykjavík - 25.10.2014, Page 11
- JÓLAGRILLPARTÝ - Allt borðið nýtur saman stórkostlegs hlaðborðs að hætti Sjávargrillsins. - FJÖGRA RÉTTA JÓLASÆLKERAVEISLA - Æðisleg hátíðarveisla sem kemur þér í jólagírinn. - ÞRIGGJA RÉTTA JÓLAHÁDEGI - Hádegisveisla eins og þær gerast bestar um hátíðarnar. - JÓLIN OKKAR BYRJA 18. NÓVEMBER - SJÁVARGRILLIÐ - SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14 - 101 REYKJAVÍK - ICELAND - 571 1100 - INFO@SJAVARGRILLID.IS 23. des | Skötuhlaðborð frá kl 11:00-15:00 & 17:00-22:30 24-25.des | Lokað 26. des | 17:00-23:30 31.des | 11:00-15:00 & 17:00 (borðapantanir til 21:00) 1. jan | 17:00-22:30 2. jan | 11:00-15:00 & 17:00-23:30 OPNUNARTÍMAR YFIR HÁTÍÐIRNAR Skötuhlaðborð milli 11:00 og 15:00 þann 23.des Pantið tímalega! 25. Október 2014 Vegna viðbragða yfirvalda hefur reynst erfitt að sannreyna upplýsingar. Þannig hafa vopnin verið allt frá 150 til 300 í opinberum svörum þar til Landhelgisgæslan og Ríkislögreglu- stjóri sendu yfirlýsingar um málið á fimmtudagskvöld. Á fundi allsherjar- og menntanefndar Alþingis á miðvikudag kom þannig fram að lögreglan hafi flutt inn milli 200 - 300 MP5 hríðskotabyssur. Þar kom einnig fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefði haft vitneskju um innflutninginn frá því í ágúst í fyrra. Raðlygar Þrír ráðherrar í ríkisstjórn máttu vita hið sanna í málinu. Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra og fyrr- verandi dómsmálaráðherra fékk kynn- ingu á kaupunum í ágúst í fyrra. Þá kom sendinefnd á vegum Norðmanna hingað til lands í júní í fyrra á vegum ut- anríkisráðherra. Af því leiðir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í aðstöðu til að greina frá uppruna máls- ins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætis- og dómsmálaráðherra en sem slíkum bar honum að greina frá hinu sanna í málinu. Hann kaus hins vegar að gera annað. Landshelgisgæslan og lögreglan Norski herinn staðfesti á fimmtudag að vopnin hefðu verið seld en ekki gefin. Þetta er í andstöðu við yfirlýsngar Jóns Bjartmarz yfirlögreglumanns hjá ríkis- lögreglustjóra en hann sagði Eyjunni að hann hefði sjálfur haft milligöngu um málið. Nú hefur komið í ljós að Land- helgisgæslan kom að kaupunum. „Land- helgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ sagði Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar við Vísi í vikunni. Í ljósi þess að Landhelgisgæslan sá um og gerði samninga um kaup á vopn- unum er ljóst að Georg var í aðstöðu til að leiðrétta rangar upplýsingar yfir- valda til almennings en gerði ekki fyrr en eftir að norski herinn hafði upplýst um málið. Opinberum starfsmönnum ber ekki aðeins að svara fyrirspurnum heldur fara þeir með frumkvæðiskyldu til upplýsinga og leiðbeininga. „Ítrekað skal að ekki hafa farið fram greiðslur vegna þessa samkomulags og gerir Landhelgisgæslan ekki ráð fyrir að svo verði,“ segir í yfirlýsingu frá Landhelgis- gæslunni sem birt er eftir yfirlýsingu norska hernaðaryfirvalda. Óskuðu vopna DV, sem fyrst greindi frá málinu, sagði frá því fyrr í vikunni að Íslendingar hefðu óskað vopna frá Norðmönnum fyrir fjórum árum. Hins vegar segir Kjarninn að sendinefndi Harald Sunde hafi boðið Íslendingum vopnin. Sökum þess hve erfitt er að fá Íslensk yfirvöld til að svara með skýrum hætti er erfitt að meta hvort málin tvö tengist með beinum hætti. Líklega var boð sendi- nefndarinnar lokahnykkur í lengra ferli. Þannig segir Jón F. Bjartmarz, yfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislögreglu- stjóra, í samtali við Eyjuna á þriðjudag, að hann hafi haft milligöngu um vopnin. „Ríkislögreglustjóraembættið hafði milligöngu um MP5 vopnin og ef vilt hafa eitthvað nafn þá hafði ég milligöngu um það en eins og áður sagði hefur ekki verið tekin ákvörðun hjá einstökum lögregluliðum hvort muni hafa vopn í bifreiðum umfram það sem verið hefur né hvaða vopn. Það er sérstök ákvörðun einstakra lögreglustjóra en ekki ríkis- lögreglustjóra.“ Þreföldun á vopnabúri Ýmsir talsmenn yfirvalda hafa opinber- lega haldið fram að ekki sé um stefnu- breytingu að ræða, enda hafi lögreglan áratugum saman haft aðgang að hríð- skotabyssum. Dæmi um slíkan mál- flutning eru ummæli Vilhjálms Árna- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem taldi fréttaflutning fjölmiðla afar óábyrgan og hættulegan. Spurður, á Rás 2, hvort hann óttist ekki að kaupin verði til þess, eins og umræðan hefur verið undanfarna tvo daga, að í stað þess að fólk finni til öryggis þegar lögreglan er nálægt, þá verði það óttaslegið. „Jú, út af þessum óábyrga fréttaflutningi margra þingmanna og DV, með að koma hér fram og segja að lögreglan sé með eitt- hvað aukin vopn, sé með eitthvað breytta stefnu í þessu.“ Vert er að hafa í huga að með kaupunum er lögreglan því sem næst að þrefalda hríðskotabyssueign sína, sé miðað við lægstu tölu vopna eða 150 stykki, frá því sem áður var. Þá hefur almenningur öllum stundum heimild til að efast um og andmæla stefnu sem þegar er við lýði. Almenningur þarf ekki að rökstyðja óánægju með mál af þessu tagi með því að um stefnubreytingu sé að ræða. Í skýrslu sem birt var Alþingi árið 2012 má finna lista yfir vopnaeign lögreglunar þar sem kemur fram að embættið eigi um 60 hríðskotabyssur sem séu flestar í vörslu embættis Ríkis- lögreglustjóra og tvær hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hér er því ljóst að um verulega breytingu er um að ræða. 11REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Úttekt Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com Harald Sunde kom til Íslands sumarið 2013. Í kjölfar keyptu Íslensk yfirvöld vopn af norska hernum. Mynd: Torbjørn Kjosvold Forsvarets mediesenter Þau máttu vita hið sanna. Hanna birna kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Gunnar bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra. Pressphotos.biz.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.