Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Síða 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 __ Á -.vis Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535 34. árg. I 20. tbl. I Vestmannaeyjum 17. maí 2007 I Verð kr. 200 1 Sími 481-1300 1 Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is EYJAMENN léku sinn fyrsta leik í 1. deild karla á sunnudaginn þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli gegn Þór á heimavelli. Mark ÍBV skoraði fyrir- liðinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson sem hér horfir á eftir boltanum, sem fór ekki í markið í þetta skiptið. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri VSV: Höfum skyldur við samfélagið -Þeim skyldum getum við hins vegar ekki gegnt nema Vinnslustöðin gangi vel og skili hagnaði í blaðinu í dag er ítarleg úttekt á stöðunni í Vinnslustöðvarmálinu. Er barist um hlutabréf í félaginu en heimamenn verjast undir forystu Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, Binna, framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar. Hann segir að ekki aðeins hafi verið boðið í hlutabréf Leifs Ársælssonar, Gunnars Jónssonar, Sparisjóðsins og Lífeyrissjóðs Vestmannaeyinga auk annarra hluthafa í VSV. „Guðmundur Kristjánsson spurði mig hvort ég vildi selja minn hlut og ég veit að hann spurði líka Harald Gíslason hvort þau systkin, hann og Kristín Gísla, gætu hugsað sér að selja sinn hlut. Við svöruðum báðir að okkar hlutir væru ekki falir. Við fengum hins vegar ekki upphring- ingu frá Landsbankanum eins og margir aðrir hluthafar." Af hverju seldir þú ekki þinn hlut, þegar gott tilboð barst, og græddir á því mikla peninga? „Ætli það sé ekki vegna þess að maður er lélegur bísnessmaður fyrir sjálfan sig,“ segir Binni og bætir við: „Að öllu gamni slepptu, þá getum við sem í þessu stöndum ekki leyft okkur að hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Við höfum skyldum að gegna við starfsfólk og samfélag- ið allt í Eyjum. Þeim skyldum getum við hins vegar ekki gegnt nema Vinnslustöðin gangi vel og skili hagnaði. í hlutabréfavið- skiptum hefur enginn grætt neitt fyrr en hann hefur selt og hlutabréf geta reyndar bæði hækkað og ekki síður lækkað. Verðmæti hlutabréfa veltur annars vegar á rekstri fyrirtækisins og hins vegar á áhvílandi skuldum. Ef meirihluti hluthafa kaupir minni- hluta hluthafa út á miklu yfirverði aukast skuldir hluthafanna og þar með skuldir fyrirtækisins óbeint. Enginn getur greitt þær skuldir annar en rekstur þess fyrirtækis sem þannig er verið að skuldsetja. Þetta leiðir á endanum til þess að eignir þeirra sem keyptu rýma og geta fyrirtækis þeirra til framkvæmda af öðmm toga minnkar verulega. Þetta er í hnotskum staðan eins og hún blasir við mér.“ Sjá bls. 14 og 15. Kosningarnar: Árni niður um sæti Ljóst er að Ámi Johnsen færist niður um sæti á lista Sjálf- stæðisflokks vegna útstrikana í kosningunum á laugardaginn. Ámi fer úr öðru í þriðja sæti og færist Kjartan Ólafsson upp fyrir hann. I allt stikuðul953 kjósendur Sjálfstæðisflokks í Suðurkjör- dæmi yfir Áma, eða 21,41%. Um 350 atkvæðum munar að Björk Guðjónsdóttir, sem er í fjórða sæti, hefði færst upp fyrir Áma. Þá strikuðu 205 út Áma Mathiesen, oddvita sjálfstæðis- manna eða 2,25% og 152 Lúðvík Bergvinsson sem skipar annað sætið á lista Samfylkingar, eða 2,43%. Hefur þetta engin áhrif á stöðu þeirra á listunum. Þá má geta þess að 60 manns, sem kaus Sjálfstæðisflokkinn, breytti röð á seðlinum sem hefur engin áhrif. Það er lands- kjörstjórn sem úthlutar þing- sætum eftir að henni hafa borist gögn frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna. Fundur var í landskjörstjórn í gær, en engar ákvarðanir vom teknar. Reiknað er með að landskjörstjóm berist skýrslur frá yfirkjörstjómum síðar í vikunni og að nýr fundur verði í landskjörstjórn nk. sunnudag. Nánar bls. 8 og 9. Ýktar fréttir af fæð- ingum Sögusagnir um að fæðingum muni fjölga verulega á árinu eru stórlega ýktar. Hins vegar mun fæðingum eitthvað fjölga á árinu að sögn Drífu Björnsdóttur, ljós- móður. „Það voru 90 til 100 fæðingar þegar ég kom hingað fyrst á árunum 1992-1993. í fyrra voru 36 fæðingar og samkvæmt skráningu verða þær eitthvað yfír 40 ef allt gengur eftir,“ sagði Drífa. VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM ne it^hamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI.J FLATIR 21 / S 181 1216 / GSM. 864-4616 Br b&rist um fjarstýringuna á þínu heirmlu FJéLSÝN Áskriftarsíminn er 481-1300 peps; I peps' 0< ^ | •• *«•'* !r,HnS **., r f innifl*' # ■ ri_ TILB0D - S0TT 9“ pizza m/2 áleggst. Þepsi dos 12 pizza m/2 áleggst. PnfUPTiÍP - 1 1 I Þepsidoí. LLUcLL^Ö-' - 1 2 1 Kepsi dos 16 pizza m/2 áleggst. - 2 1. Þtpsi dos föDdíIQÍp

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.