Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 17. maí 2007 9 ATLI Gíslason, þingmaðurkampakátur með meðframbjóðendum sínum, Aldísi Gunnarsdóttur og Jórunni Einarsdóttur. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna: Þakklátur fyrir góðan stuðning Atli Gíslason þingmaður Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sagðist vilja byrja á því að lýsa yfir þakklæti til íbúa Suðurkjördæmis hvort sem er í Eyjum eða annars staðar. „Allir tóku mér ótrúlega vel, bæði stuðningsmenn og kjósendur ann- arra flokka og ég mun búa að því alla ævi. Ég er ánægður með ár- angur Vinstri grænna í kjördæminu og að málefni flokksins eigi sér talsmann í kjördæminu. Ég hlakka til að takast á við verkefni sem framundan eru og tel mig vera þingmann allra íbúa Suðurkjör- dæmis hvar í flokki sem þeir standa." Ásta Þorleifsdóttir, frambjóðandi ✓ Islandshreyfingarinnar: Skoðanakannanir óhag- stæðar litlum framboðum Ásta Þorleifsdóttir, frambjóðandi íslandshreyfingarinnar, sagði að þau málefni sem hreyfíngin stóð fyrir hafi átt góðan hljómgrunn en hins vegar hafi skoðanakannanir gríðarleg áhrif á lítil framboð. „Það er erfítt að mæla svona framboð og ákveðinn lærdómur af þessu. Ég þekki kjördæmið mjög vel og það er alveg með ólíkindum hvað Vestmannaeyjar hafa setið eftir. Vestmannaeyjar eiga mikla möguleika þvf þar liggur mikil þekking hvað varðar sjósókn, haffræði og veðurfar. Þar ætti að setja upp vettvang hafrannsókna og efla ferðaþjónustu. Öllu máli skiptir hvernig stutt er við nýsköpun og fyrirtæki og það þarf fyrst og fremst vilja til þess. Sama á við um samgöngumál og ótrúlegt að ekki skuli hafa verið meira að gert undanfarin ár.“ ÁSTA: Það er erfitt að mæla svona framboð og ákveðinn lærdómur af þessu. Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar: Spennandi tímar framundan Bjami Harðarson, þingmaður, sagðist fyrst og fremst gríðarlega þakklátur fyrir stuðninginn. „Flokkurinn tapaði miklu á landsvísu en hér í Suðurkjördæmi var tapið einna minnst. Nú eru spennandi tímar framundan og ég hlakka til að takast á við að vera fulltrúi Eyjamanna og annarra fbúa í þessu skemmtilega kjördæmi.“ BJARNI, þingmaður Framsóknar, fagnar góðum árangri á kosninganóttina ásamt odd- vitanum, Guðna Ágústssyni.. Brúðkaupssýning um helgina: Ekki bara ætluð tilvonandi brúðhjónum Fyrirtæki í Vestmannaeyjum og Reykjavík hafa tekið höndum saman og bjóða upp á brúðkaupssýningu á laugardaginn. Sýningin verður í Blómastofu Vestmannaeyja við Vestmannabraut 37 milli klukkan 13.30 og 16.00 en fyrirtæki sem standa að sýningunni eru Blómastofa Vestmannaeyja, Snyrtihofið, Ozio, Steingrímur gullsmiður, Tvö hjörtu og Decorette. Valur Heiðar Sævarsson, framkvæmdastjóri Blómastofunnar, sér um allan undirbúning og segir algengt að slíkar sýningar séu í Reykjavík og því tilvalið að vera með svipaða uppákomu í Vestmannaeyjum. „Sr Guðmundur Örn Jónsson heldur tölu um brúð- kaup og brúðkaupssiði um klukkan 14.00 og því ættu allir að vera mættir tímanlega í verslunina til okkar,“ sagði Valur þegar hann var spurður út í sýninguna. „Tvö hjörtu, brúðkjólaleiga, sýnir brúðarkjóla og að sjálfsögðu verður brúður í fullum skrúða frá þeim. Snyrtihofið og Ozio hárgreiðslustofa kynna nýjustu tísku hvað varðar hár og förðun og Blómastofa Vestmannaeyja sýnir brúðarvendi og nýjustu tísku í skreytingum og því sem tilheyrir brúðkaupum. Auk þess verður Steingrímur gullsmiður með brúðar- skartið, þannig að það veður mikið um að vera. Þá mun Decorette verða með kynningu á kristal og postulíni, kaffistell, matarstell og fleira. Auðvitað verða síðan hin ýmsu verðtilboð á brúðkaupsvöru og sumarvöru.“ Valur segir tilganginn með sýningunni fyrst og fremst vera að kynna fyrir Vestmannaeyingum það sem er í boði og hafa skemmti- lega uppákomu í leiðinni. „Vonandi sjáum við sem flesta bæjarbúa því sýningin er ekki bara ætluð tilvonandi brúðhjónum heldur öllum sem hafa gaman af því sem er að gerast í bænum, því fleira sem er í gangi því meira gaman. Það verður kaffi á könn- unni og brúðarterta til að smakka á,“ sagði Valur og ítrekaði að allir væru velkomnir. Lögrcglan: Tvö slys Tvö slys voru tilkynnt til lögregíunnar í vikunni sem leið. I öðru tilvikinu varð stúlka fyrir bifreið á Heiðarvegi að kvöldi 9. maí sl. Betur fór en á horfðist og eru áverkar hennar minni háttar. I hinu tilvikinu var um að ræða vinnuslys um borð í Kap VE á föstudaginn. Maður féll niður í lest og er talið að fallið hafi verið 6 til 8 metrar. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Stjornmal: Verður sjúkraflugvél áfram í Eyjum? Hjörtur Kristjánsson, yfirlæknir og Gústaf Gústafsson, sjúkraflutningamaður sendu öllum framboðum í síðustu viku opið bréf. Þar lýstu þeir lýstu yfir áhyggjum sínum vegna sjúkraflugvélar. Töldu þeir sig hafa fregnir af því að sjúkraflugvél verði ekki í yestmannaeyjum í framtíðinni. Á borgarafundi um samgöngumál, sem Fréttir og Vaktin stóðu fyrir, var álit allra framboða að sjúkraflugvél eigi að vera staðsett hér. I framhaldi af þessu sagði bæjarstjóri það ófrávíkjanlegu kröfu sveitarfélagsins, að í Vestmannaeyjum verði á öllum tímum stað- sett sjúkraflugvél. Þessu hefði verið komið á framfæri við Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem hefði fullvissað hann um að fullt samráð yrði áfram haft við bæjarstjóm Vestmannaeyja vegna sjúkraflugs í Eyjum. Hracinbúðir: Kaffisala og sýning Viljum minna á hina árvissu kaffisölu og handavinnu- sýningu á Hraunbúðum sunnudaginn 20. maí kl 14. Á hverju ári sjá starfsmenn Hraunbúða og aðstandendur heimilisfólks um þennan skemmtilega dag. Allur ágóði af kaffisölu rennur til kaupa á tækjum o.fl. til að létta heimilsfólki lífið. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.