Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 17. maí 2007
17
Krakkanir í Fiskiðjunni með tónleika í Bæjarleikhúsinu:
Vilja sýna fólki hvað þau eru að gera
VIÐTflL
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
gudbjorg @ eyjafrettir. is
Ungt tónlistarfólk stendur fyrir tón-
leikum í Bæjarleikhúsinu á föstu-
daginn og á laugardag verður opið
hús í Fiskiðjunni og starfsemin þar
kynnt. Hljómsveitimar sem koma
fram á föstudag eru Turn over,
Parallel delusions, Occasional hap-
piness, Primera, Bogus, Tranzlokal
og Elizabeth.
Tónlistargestir fá disk að
gjöf
„Við skipuleggjum tónleikana fyrst
og fremst til að sýna fólki hvaða
starfsemi á sér stað í Fiskiðjunni,“
segir Viktor Smári en hann, ásamt
Fannari og Andra em fyrstur af
stórum hópi fólks, til að mæta á
Fréttir í viðtal um tónleikana og
starfsemina í Fiskiðjunni. „Við
viljum fá foreldra og ættingja til að
sjá hvað við erum að gera,“ segir
Fannar og Andri bætir því við að
hugmyndir fólks um það sem fari
fram í Fiskiðjunni, byggi margar
hverjar á misskilningi.
„Við emm að gera disk með
hljómsveitunum í Fiskiðjunni og
þeir sem borga sig inn á tónleikana
fá disk að gjöf en það kostar 500
krónur inn á tónleikana," segir
Andri og það er alveg ljós að
aðgangseyri á tónleikana er stillt í
hóf.
Daginn eftir tónleikana verður
opið hús í Fiskiðjunni milli
klukkan 15.00 og 16.00 og öllum
velkomið að koma og allar
hljómsveitir, sem hafa aðstöðu í
Fiskiðjunni, verða á staðnum. „Það
er kominn tími til að kynna starfið
sem er í gangi,“ segir Viktor Smári
og þeir félagar eru sammála um
starfsemin sé mjög mikilvæg fyrir
ungt fólk í Vestmannaeyjum."
Textarnir fja.lla um sam-
félagið
En hvemig tónlist er það sem
hljómsveitirnar eru að leika?
Þetta er alls kyns tónlist og fer
r fl n | 1 j. " ■
i M ifjj
Kfi 1 pi flu^
MYNDARLEGUR hópur Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma inn í þetta, 2002 kom fyrsta hljómsveitin inn og það eru ábyggilega 14
hljómsveitir núna, segja þau.
allan skalann, allt frá poppi upp í
þungarokk," segir Fannar og það
kemur fram í spjallinu að textamir,
sem hljómsveitimar flytja, eru bæði
á ensku og íslensku en þó aðallega
á ensku. Þegar tónlistarfólkið, fleiri
hafa nú bæst í hópinn, er spurt
hvers vegna textarnir séu aðallega á
ensku þá segjast þau aðallega
hlusta á tónlist á ensku og það hafi
áhrif. „Maður slær líka frekar í
gegn og það er auðvitað draumur-
inn,“ segir ungur maður sem nýlega
hefur bæst í hópinn.
Um hvað fjalla textamir?
„Textamir fjalla mikið um sam-
félagið," segir Fannar og annar
tekur við og segir textana fjalla um
það sem þeim dettur í hug hverju
sinni. „Hraðann í samfélaginu, vit-
leysuna, sum lög em sögur sem
spinnast á staðnum, sumar
skáldaðar aðrar sannar."
Þegar krakkamir eru spurðir hvort
þeir haft stundað tónlistarnám eða
séu sjálfmenntaðir í tónlistinni
segjast þau aðallega vera sjálf-
menntuð í bransanum. „Já, það er
ekki verra, að hafa verið í tónlistar-
skólanum og þeir sem hafa verið í
námi miðla því gjarnan til hinna,“
segir Viktor Smári.
Leiðinlegar sögur í gangi
„Ég vil taka það fram að það er
ekkert dóp hjá okkur í Fiskiðjunni.
Það eru ýmsar leiðinlegar sögur á
kreiki," segir Fannar og krakkamir
taka undir það og benda á að það
séu eftirlitsaðilar með húsinu. „Þeir
eru þarna nánast á hverjum degi,“
segir Andri en hópnum er mikið í
mun að koma þessu á framfæri og
segja þeir margar leiðinlegar sögur
í gangi.“
Það liggur beinast við að spyrja
um aðstöðuna í Fiskiðjunni og
krakkarnir virðast nokkuð ánægðir
með hana. „Hver einstaklingur
borgar 1300 krónur á mánuði en til
samanburðar þá er hver hjómsveit
að borga 20.000 krónur í Reykjavík
á mánuði. Það er reyndar með allt
öðrum hætti en hér,“ segir Viktor
Smári en hátt í þrjátíu manns á
aldrinum 14 til 24 ára eru reglulega
í Fiskiðjunni við ællngar.
„Hver og ein hljómsveit er með
sér herbergi enda liggja þarna
hellings verðmæti, “ segir Fannar
og hópurinn virðist sáttur við
aðstöðuna og segja hana alltaf að
batna. Þegar þau eru spurð nánar út
í það segjast þau hafa hita og raf-
magn og bærinn styðji við starf-
semina. „Það vantar kóksjálfsala,"
segir einn úr hópnum. „Það væri
draumur ef það væri sjoppa þarna
og sameina þetta Féló. Þá væri
starfsmaður á staðnum og betra
eftirlit á staðnum," segir Viktor
Smári.
„Það eru alltaf fleiri og fleiri að
koma inn í þetta, 2002 kom fyrsta
hljómsveitin inn og það eru ábyggi-
lega 14 hljómsveitir núna,“ segir
Andri en tónlistarfólkið er að mestu
Ieyti sátt við Fiskiðjuna eins og hún
er. Þar hefur verið komið upp
slökkvitækjum og reykskynjurum
þó svo húsnæðið sé ekki fullnægj-
andi til framtíðar.
Stjórnaði Lúðrasveitinni í 20 ár
Vegna mistaka birtist ólesið viðtal
við Stefán Sigurjónsson, fráfarandi
stjómanda Lúðrasveitar Vestmanna-
eyja. Hér birtum við rétta útgáfu og
er viðkomandi beðinn afskökunar á
þessum mistökum:
A laugardaginn voru tónleikar í sal
Hvítasunnukirkjurnar þar sem
lúðrasveitir Tónlistarskólans og
Lúðrasveit Vestmannaeyja leiddu
saman hesta sína. Utkoman var
stórgóð og gaman að sjá kyn-
slóðirnar sameinast í tónlistinni.
Tónleikarnir voru að því leyti
sögulegir að Stefán Sigurjónsson lét
af störfum sem stjórnandi Lúðra-
sveitar Vestmannaeyja. Arftaki hans
er Jarl Sigurgeirsson, kennari við
Tónlistarskólann.
í samtali við Fréttir í tilefni tíma-
mótanna segir Stefán að hann haft
átt skemmtileg ár í Lúðrasveitinni
og er sáttur nú þegar hann lætur
sprotann í hendur Jarli. Stefán flutt-
ist til Eyja árið 1975 og var fyrr en
varði genginn til liðs við Lúðrasveit
Vestmannaeyja. „Ég kem úr
Sandvíkurhreppi hinum foma, nánar
tiltekið frá Geirakoti, þar og á
Selfossi ólst ég upp,“ segir Stefán
þegar hann er spurður um upp-
mnann.
Það var tónlist á heimilinu. „Aft
spilaði á orgel og föðurbróðir minn
á harmóníku. Hann er þekktur sem
Steini í Geirakoti. Sjálfur lærði ég á
klarinett hjá Ásgeiri Sigurðssyni á
Selfossi, bróður Jóns bassa sem nú
er nýlátinn. Þegar ég var um ferm-
ingu stofnuðum við velflestir strák-
amir í mínum bekk, lúðrasveit og
fengum Óla Þ. Guðbjartsson, skóla-
stjóra, til að kaupa fyrir okkur
hljóðfæri. Sveitin var vel mönnuð
því fjórir af félögunum eru atvinnu-
menn í tónlistinni í dag.“
Frá Selfossi lá leiðin til Reykja-
víkur þar sem Stefán fór í frekara
tónlistarnám. „Ég fór í skósmíði til
að vinna fyrir mér með náminu en
endirinn var sá að ég hætti í tón-
listamáminu og fór að læra skó-
smíði. Hún leiddi mig svo til
Vestmannaeyja því hér var enginn
skósmiður eftir gos. Það var læri-
meistari minn, Gísli Ferdinandsson,
sem hvatti mig til að fara til Eyja og
hér er ég enn.“
Stefán byrjaði strax í Lúðra-
sveitinni en þú var Björn Leifsson,
sem starfaði í Útvegsbankanum,
stjómandi. Þegar hann hætti 1976
tók Stefán við sem stjómandi og
gegndi stöðunni í eitt ár þegar
Hjálmar heitinn Guðnason tók við.
„Þetta var fínn hópur og gaman að
kynnast þessum körlum,“ segir
Stefán og telur upp heiðursmenn
eins og Kjartan í Djúpadal, Sigga á
Háeyri, Éinar Guðna, Magga á
Grundó, Tryggva Jónasar, Sigga
múr, Snorra Siglfirðing, Jón Gilsa,
Hafstein Ágústsson, Hafliða á
Svalbarða, Hjalla, Einar Erlends,
Hugin málara og Óskar ljós-
myndara.
„Þetta vom skemmtilegir karlar og
miklir sögumenn. Það var mikill
kraftur í starfinu en það byggðist
mikið á gömlum hefðum. Þetta var
eins og klúbbur en þegar menn fóm
að ganga í klúbba eins og Kiwanis
o.fl. fór að losna um félagsstarfið
hjá okkur.“
Ferðalög bæði innan lands og utan
voru fastir liðir í starfinu og var litið
á þau sem umbun fyrir það mikla
starf sem þarl' til að halda úti heilli
lúðrasveit. „Þetta hafði tíðkast alveg
frá stofnun sveitarinnar og var alltaf
mikið fjör. Á ýmsu gekk eins og vill
verða og ekki allt hæft á prent sem
gerðist þar. Ein ferð er mér sérstak-
lega minnisstæð, það var þegar við
fómm til írlands árið 1977. Það er
ótrúlegt að það skuli vera rétt 30 ár
síðan," segir Stefán og brosir við
tilhugsunina. „Við fórum um allt
Irland og skemmtum okkar vel.
Einhvem tíma mættum við krökkum
sem komu marserandi, öll spilandi á
harmóníkur. Þá kallaði einn upp:
„Sjáið þið harmóníkulúðrasveitina."
Stefán tók aftur við tónsprotanum
1988 og segir hann að þá hafi starf-
semin verið í nokkurri lægð. „Þetta
átti að vera til bráðabirgða en það
hefur teygst úr þessu og nú er ég að
hætta eftir samtals um 20 ár. Það
hefur enginn stjórnað þessari lúðra-
sveit lengur, fyrir utan Oddgeir
Kristjánsson sem stjómaði henni í
um 27 ár.
Lúðrasveitin var stofnuð 1939 og
er því 68 ára en fyrsta lúðrasveitin í
Vestmannaeyjum var stofnuð 1904.
Þetta hefur blessast einhvern veginn
með fjöldann í sveitinni en það er
alltaf pláss fyrir fleiri.
Ég greindist með parkinson
sjúkdóm fyrir tæpum sjö árum, og
finn að ég á ekki orðið gott með að
standa í svona ati, eins og þarf til að
halda þessu saman. Ég var búinn að
biðja um það í nokkur ár að fá að
hætta en nú er fundinn arftaki og
fagna ég því.“
Stefán segist ekki geta verið annað
en sáttur þegar hann lítur yfir þessi
rúmlega 30 ár hjá Lúðrasveit
Vestmannaeyja. „Þetta er hópur sem
hefur staðið saman sem er nauðsyn-
legt því ekki gerir maður mikið einn
og svo hefur verið mjög góður
mórall hjá okkur.“
Stefán segir að árlegir styrktartón-
leikar séu hápunktur starfsins „Þeir
hafa ekki fallið niður öll þessi ár og
styrktarfélagar hafa haldið tryggð
við okkur. Lúðrasveitir fullorðinna
hafa átt undir högg að sækja og t.d.
hafa þær lagst í dvala á Akureyri og
í Hafnarfirði. Við njótum þess að
eiga okkar menn á fastalandinu sem
alltaf eru tilbúnir þegar við köllum,“
sagði Stefán að lokum.