Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Page 10
10
Fréttir / Fimmtuuagur 17. maí 2007
Hvatning til vísindamanna
S
og verðlaun til Islands
-Verðlaun til þeirra íjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg við að gera ísland að þeirri
vin sem það er í orkulegu samhengi, segir Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor
VIÐ GUÐNI, vinur minn Einarsson, sonur Einars í Betel, komum á fót rannsóknastofu í kjallaranum á Kirkjubæjarbraut 17 þar sem við stund-
uðum ýmsar tilraunir. Við fengum til dæmis saltsýru hjá henni Aase Sigfússon, apótekara og framleiddum vetni úr saltsýrunni með íblöndun
ýmissa málma. Eg hygg að við höfum verið oft nærri því að sprengja upp litlu rannsóknastofuna í þessum tilraunum.
í apríl kunngerði rússneska aka-
demían hverjir hefðu hlotið
verðlaun hennar, Alþjóðlegu Globe
Orkuverðlaunin 2007, sem stundum
hefur verið líkt við það að hljóta
Nóbelsverðlaun. Nokkrir tugir vís-
indamanna voru tilnefndir, fimm
valdir úr þeim hópi en síðan tilkynnt
að íslendingurinn og Eyjamaðurinn
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor,
hlyti þau, fyrir vetnisrannsóknir
sínar; ásamt breskum vísindamanni
og rússneskum.
Fréttir ræddu við Þorstein Inga um
þennan mikla heiður sem honum
hefur hlotnast en fengu hann fyrst til
að rifja upp æsku- og uppvaxtarárin
í Vestmannaeyjum.
Bauð Guðmundi á Prest-
húsum upp á „castróskan
glaðning“
„Ég er fæddur í Goðasteini í Vest-
mannaeyjum 4. júní 1954. Foreldrar
mínir eru Sigfús J. Johnsen, sem nú
er nýlátinn, og Kristín S. Þor-
steinsdóttir. Við vorum alls sex syst-
kinin; auk mín Ámi, Gylfi, Margrét,
Þór og Sif, fædd á árabilinu frá 1956
til 1967.
Amma í Goðasteini kenndi mér að
lesa og svo hófst skólagangan í
Barnaskólanum og í Gagnfræða-
skólanum. Bernskufélagarnir á
Kirkjubæjarbrautinni voru Hilmar
Þór Hafsteinsson, Guðjón Hjör-
leifsson, Jóel Eyjólfsson, Magnús
Birgisson, Brynjólfur Jónsson og
Oeiri góðir drengir í Knattspyrnu-
félaginu Knetti, auk Áma bróður,
en við vorum alltaf mjög sam-
rýmdir.
Mikill kraftur var í okkur
peyjunum; við háðum marga hildina
í Knetti og spiluðum þá á Víðis-
vellinum sem var uppi við Búastaði.
Ég var aldrei góður í fótbolta en lík-
lega bestur í vörninni.
Ég hafði inikinn áhuga á kofa-
byggingum. Ég samdi til dæmis við
Gumma í Presthúsum um að fá að
byggja risastóran kofa uppi í
lægðinni austan við Presthús og þar
byggðum við kofa sem var svo stór
að við kölluðum hann Félags-
heimilið. Ég man að svo mikið
þurfti af timbri að við urðum að hafa
hluta veggjanna gisinn og fylla í
eyðurnar með gólfdúk.
Ég bauð Gumma til húsvígslu;
hafði nappað Havanavindli frá
pabba og bauð landeigandanum upp
á „castróskan" glaðning.
Þá var mikið um dúfnaeign í
Eyjum og við áttum tugi dúfna í
kofa ekki langt frá félagsheimilinu.
Alls konar hugmyndir voru
viðraðar. Ein sú skondnasta man ég
að var áætlun um að ræna Dísu
Birnu á Kirkjubæjarbraut 19, full-
komlega friðsamlegt rán, hugsað til
þess að hafa þessa dívu hjá okkur
strákunum, alveg græskulaust. Hins
vegar var erfitt að sjá fyrir hvernig
unnt væri að halda henni um langan
tíma og komast upp með það.
Vetnisrannsóknirnar hófust
á Kirkjubæjarbrautinni
En fleira var en strákapör. Skáta-
félagið Faxi var góður vettvangur og
ég man eftir gönguferðum á sunnu-
dagsmorgnum þar sem við kynnt-
umst Eyjunum vel og bundumst
böndum við þær sem aldrei rofna.
Ég hafði gaman af náminu, en
kennaramir sögðu oft við mömmu á
foreldrafundum að Þorsteinn Ingi
væri oft ekki alveg með í kennslu-
stundinni; hann væri einhvers staðar
annars staðar að pæla. Ég hef oft
sagt það að kennarar í Eyjum á þess-
um árum vom gulls ígildi. Ég gæti
nefnt mörg nöfn en ætla að staldra
við Garðar heitinn Sigurðsson sem
ég kynntist í Gagnfræðaskólanum
og naul hans kennslu mjög. Ásamt
föður mínum varð Garðar einna
helst til þess að móta hugmyndir
mínar um náttúruna, atómið og
eðlisfræðina sem varð mér strax
hugleikin.
Við Guðni, vinur minn Einarsson,
sonur Einars í Betel, komum á fót
rannsóknastofu í kjallaranum á
Kirkjubæjarbraut 17 þar sem við
stunduðum ýmsar tilraunir. Við
fengum til dæmis saltsýru hjá henni
Aase Sigfússon, apótekara og fram-
leiddum vetni úr saltsýrunni með
íblöndun ýmissa málma. Ég hygg að
við höfum verið oft nærri því að
sprengja upp litlu rannsóknastofuna
í þessum tilraunum.
Önnur skemmtileg tilraun var gerð
þegar ég safnaði öllum tiltækum
kösturum saman á túnblettinum við
Kirkjubæjarbraut 17 og beindi þeim
út að Heimakletti og Ystakletti. Þær
nætur söfnuðum við lundapysjum
með góðum árangri.
Svona var lífið frjálst og yndislegt
og vart hægt að hugsa sér betri stað
til þess að alast upp.“
Getur nokkuð gott komið
frá Nazaret?
Eðlisfræði varð snemma þín
uppáhaldsgrein, af hverju spratt
áhugi á henni?
„Þegar í landsprófi hafði Garðar
Sigurðsson vakið slíkan áhuga hjá
mér á eðlisfræði að útkoman varð 10
á landsprófi sem var hæsta einkunn
á landinu það vorið. Býrókratarnir í
Reykjavík höfðu sérstakt samband
við Garðar til þess að ganga úr
skugga um hver þessi stúdent væri;
Garðar varð ákaflega illur við þetta
og sagði mér frá þessu um leið og
hann vitnaði í Biblíuna og sagði:
„Getur nokkuð gott komið frá Naza-
ret?“
Þá erum við systkinin að komast á
menntaskólaaldur og við fluttum frá
Eyjum til Reykjavíkur. Pabbi hafði
átt við veikindi að stríða og var um
tíma hætt kominn af þeim, en allt fór
á besta veg. Ég innritaðist í Mennta-
skólann við Hamrahlíð sem var nýr
og spennandi skóli í höndum Guð-
mundar Amlaugssonar, rektors. Þar
var gaman að læra og lifa og þar
kynntist ég konuefninu mfnu, henni
Bergþóru Ketilsdóttur.
Ég hafði gaman af öllu námi og
þreifst vel í Hamrahlíðinni. Svo var
að því komið að halda til framhalds-
náms og þá varð fyrir valinu
Kaupmannahafnarháskóli þar sem
andi Bohrs og Örsteds sveif yfir
vötnum. Þaðan bauðst mér að fara
til Cambridge þar sem ég lauk dokt-
orsnámi á sviði eðlisfræði málma og
rafeinda og gerði tilraunir nærri
alkuli.
Námið gekk vel og ég var kjörinn
Fellow, eða félagi í Darwin Garði,
Darwin College og hefði getað
haldið áfram í Cambridge ef hin
„Ég hef oft sagt það að kennarar í Eyjum á þessum árum voru gulls ígildi. Ég gæti
nefnt mörg nöfn en ætla að staldra við Garðar heitinn Sigurðsson sem ég kynntist í
Gagnfræðaskólanum og naut hans kennslu mjög. “