Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Qupperneq 11
Fréttir / Fimmtudagur 17. maí 2007
11
ÞORSTEINN INGI í rússneska sendiráðinu umkringdur fjölmiðlafólkií. Þarna fær hann tilkynningu frá Moskvu um að Rússneska akademían hafi veitt honum Alþjúðlegu Globe
Orkuverðlaunin 2007, sem stundum hefur verið líkt við það að hljóta Nóbelsverðlaun.
ramma heimtaug til íslands hefði
ekki dregið mig heim á Frón að
lokum upp úr 1982.“
Kísiljárnið molnaði í flutn-
ingunum
Hvað tók við þegar heim var komið?
„Ég hóf störf sem sérfræðingur við
Raunvísindastofnun Háskólans við
heimkomuna og fór strax að skoða
möguleika á verkefnum tengdum
íslensku atvinnulífi. Ég var boðinn í
heimsókn að Grundartanga þar sem
menn voru að framleiða kísiljám og
þar kynnt fyrir mér vandamál sem
þeir áttu við að stríða sem fólst í því
að kísiljámið molnaði niður í lestum
skipanna, sem fluttu það héðan til
Japans, og rýrnaði að verðgildi
þannig að Jámblendifélagið var að
tapa nokkmm milljónum dala á ári
vegna þessa.
Ég skoðaði vandamálið og beitti
nýjum aðferðum við að skoða hita-
sögu málmsins; breytti henni með
því að kæla málminn í nýju kæliferli
- og vandamálið var úr sögunni.
I kjölfar þessa gaf Járnblendi-
félagið Háskóla Islands prófess-
orsstöðu á sviði eðlisfræði málma
1989. I kjölfar hæfnismats var ég
ráðinn prófessor í þá stöðu það ár.
Komst að því að slíkar
aðferðir voru notaðar við
að framleiða vetni
Það er svolítið merkilegt að við það
að kæla ofurheitan málminn hjá
Járnblendifélaginu varð ég var við
að vatnið sem skall á yfirborði hans,
virtist sundurgreinast í fmmefni sín,
vetni og súrefni. Ég komst auðvitað
strax að því að slíkar aðferðir vom
notaðar víða til þess að framleiða
vetni.
Vetnið sat eftir í málminum og gat
verið erfitt viðureignar vegna þess
að það gat breytt efniseiginleikum
hans. Svo ég fór að hugsa um hvort
ekki gæti verið áhugavert að fram-
leiða vetni á Islandi til þess að full-
nýta innlenda orku og knýja bíla- og
bátaflotann.
Bragi Amason, prófessor, var þá
helsti talsmaður vetnistækni og
brautryðjandi hér á landi og urðum
við strax góðir vinir. Hann bað mig
um að skoða með sér nokkur mál og
fljótt þróaðist þetta yfir í samvinnu
við þýska sérfræðinga á sviðinu.
Við Bragi komumst að því að
Þjóðverjar vildu ólmir prófa strætis-
vagna hér á landi með vetni sem
unnið væri úr vistvæna rafmagninu
okkar Islendinga.
Við settum fram áætlun um þróun
vetnistækni hér á landi og skyldi
fyrsta verkefnið vera að reisa vetnis-
stöð, framleiða vetni með raf-
greiningu vatns og knýja síðan þrjá
vagna frá Daimler í Þýskalandi.
Heimsbyggðin fylgdist með
íslensk Nýorka var stofnuð, nokkurs
konar sprotafyrirtæki úr Háskóla
Islands og að henni komu Lands-
virkjun, Orkuveita Reykjavíkur,
Hitaveita Suðumesja og erlendu ris-
arnir Daimler Chrysler, Shell
Hydrogen og Norsk Hydro.
Heimsbyggðin fylgdist með okkur
og nokkru síðar vildu níu stórborgir
í Evrópu gera það sama og Islend-
ingar og brátt urðu vagnamir 30 í tíu
borgum.
Fljótlega eftir þetta boðuðu Banda-
ríkjamenn til stofnunar Intemational
Partnership for the Hydrogen
Economy IPHE og báðu Islendinga
að koma að framkvæmdanefndinni.
Iðnaðarráðherra fól mér síðan það
hlutverk að vera einn af formönnum
framkvæmdanefndar í IPHE og hef
ég gegnt því hlutverki frá stofnun
IPHE. Fyrir þá sem ekki þekkja
IPHE samtökin þá samanstanda þau
af 17 þjóðum auk ESB og ná til 80%
alls mannkyns."
Vetnisbílar á markað upp
úr2010
Hvernig tengist þetta hagnýtingu á
orku í framtíðinni, t.d. fyrir okkur
íslendinga; er raunhæft að þetta geti
leyst orkuþörf okkar í stað olíu?
„Hugsaðu þér að íslendingar hafa
hæsta hlutfall endumýjanlegrar orku
í sínu orkukerfi - miðað við allar
þjóðir heims - 72%. Við þurfum
aðeins að reyna að losna við inn-
flutning olíu og bensíns sem gerir
okkur mjög háð markaðsaðstæðum
og gerir okkur í raun þræla nokkurra
meginaðila sem selja olíu úr olíu-
lindum sem eru í eign ríkisstjórna.
Vetnið er frábær lausn, en hún er
erfið. Það er erfitt að breyta um
orkubera og slfkt tekur nokkrar
kynslóðir. Heimurinn fór frá kolum
til olíu og bensíns á kannski tveimur
öldum.
Tilraunir með vetni hafa leitt til
þess að nú er það mun fýsilegri
kostur en þegar við byrjuðum, fyrir
um áratug.
Stóm bílaframleiðendumir segja
okkur að þeir muni bjóða fjölda-
framleidda vetnisbíla upp úr 2010.
Við vitum að forsendur geta gert
það kleift nema þá að einhver
afturkippur komi í hagvöxt og
hagfræði heimsins."
Um 27 milljónir króna
Verðlaunin sem veitt voru á
dögunum, áttirðu von á þeim?
Einhver var að benda á það í
fjölmiðlum að önnur eins upphæð
hefði ekki komið til íslands síðan
Halldór Kiljan Laxness kom heim
frá Svíþjóð forðum daga.
„Þessi verðlaun, sem veitt hafa
verið í Rússlandi undanfarin 5 til 6
ár, voru upphaflega hugsuð sem eins
konar rússnesk Nóbelsverðlaun í
orkuverkfræði. Verðlaunin era veitt
einstaklingum sem hafa skarað fram
úr í rannsóknum og áhrifum heima
fyrir og á alþjóðavísu. Rússneska
vísindaakademían tilnefnir árlega
tugi ef ekki hundrað hugsanlegra
verðlaunahafa. Þegar mér var til-
kynnt um það frá Moskvu að ég
væri í hópi fimm efstu manna, brá
mér við, og hafði ekki leitt hugann
að þessu.
Þegar hringt var frá Moskvu 18.
apríl sl. frá blaðamannafundi, sem
útvarpað var þaðað á öldum ljós-
vakans, var mér tilkynnt að ég hlyti
þessi verðlaun í ár ásamt breskum
og rússneskum vísindamönnum.
Islendingurinn hlyti helming alls
verðlaunafjárins, alls 10 milljónir
rúblna. Mér sýnist þetta vera um 27
milljónir króna. í fyrradag fékk ég
boð frá Sankti Pétursborg um að
koma þangað til funda, 6. til 10. júnf
og að halda þar sérstakan fyrirlestur
7. júnf en taka við verðlaununum úr
hendi Pútíns forseta hinn 8. júní. Ég
býst við að fara með Bergþóru og
börnum okkar, Davíð Þór, Dagrúnu
Ingu og Þorkatli Viktori."
En ertu búinn að ákveða hvað gert
verður við féð?
„Ég hef hreinlega ekki áttað mig á
þessu ennþá og hef engar áætlanir
um hvernig ég ver þessu verðlauna-
fé. Halldór Laxness keypti sér
Jagúar - ég fæ ekki vetnisknúinn
Jagúar, en gæti látið smíða hann!“
Þetta eru verðlaun til
íslands
Breytir þetta einhverju í þínu lífi?
„Ég vil helst af öllu að þetta raski
engu. Að þetta verði hvatning til
vísindamanna og að þetta verði skil-
ið sem verðlaun til Islands. Verðlaun
til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa
hönd á plóg við að gera ísland að
þeirri vin sem það er í orkulegu
samhengi. Verðlaun til Háskóla
íslands sem hefur veitt mér frelsi til
að vinna að mínum helstu hugðar-
efnum í rannsóknum og þróun."
Ertu að fást við eitthvað nýtt um
þessar mundir?
„Ég er að vinna að bók sem út mun
koma samtímis á ensku f haust í
Oxford og á íslensku hér heima með
stuðningi Menningarsjóðs. Hún ber
vinnuheitið „Bókin um vetnið".
Ritun hennar hefur tekið þrjú ár og
hún verður vonandi til að varða
leiðina á vegferðinni til betri orku-
kerfa og orkunýtingar í sátt við nát-
túruna," sagði Þorsteinn Ingi
Sigfússon, eðlisfræðiprófessorinn
geðþekki frá Vestmannaeyjum að
lokum.
Sigurg.
„Við settum fram áætlun um þróun vetnistækni hér á landi og skyldi fyrsta verkefnið
vera að reisa vetnisstöð, framleiða vetni með rafgreiningu vatns og knýja síðan þrjá
vagna frá Daimler í Þýskalandi.“