Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Síða 15
Fréttir / Fimmtudagur 17. maí 2007
15
STJÓRN og varastjórn Vinnslustöðvarinnar ásamt framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri, Haraldur Gíslason, Kristín Gísladóttir, Gunnar
Felixson formaður, Leifur Leifsson, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson. Á myndina vantar Sigurjón Óskarsson.
Þau voru öll endurkjörin á aðalfundi VSV fyrr í mánuðinum.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims, lýsti því yfir opinberlega að
hann vildi að betur yrði boðið. Við-
skiptaritstjóm Fréttablaðsins hafði
þannig eftir honum í Markaðinum
25. apríl: „Okkur finnst þetta gengi
heldur lágt. Reksturinn gekk vel í
fyrra og aflaheimildir hafa hækkað
mikið.“ Og það munar vissulega
engum smáaurum á verðhugmynd-
um hluthafahópanna tveggja.
Verðmæti félagsins er um 7 millj-
arðar króna samkvæmt tilboði
meirihlutans á genginu 4,6 en um 13
milljarðar króna samkvæmt tilboði
Landsbankans fyrir hönd minnihlut-
ans 12. aprfl á genginu 8.0. Mun-
urinn er með öðrum orðum um 6
milljarðar króna.
Talsverð viðskipti hafa verið með
hlutabréf í Vinnslustöðinni undan-
farna daga, nú síðast á genginu 8,3.
í Markaðinum, viðskiptahluta
Fréttablaðsins, var tekið svo til orða
9. maí að Landsbankinn hefði keypt
„mikið magn af bréfum í gær en
talið er líklegt að Guðmundur [for-
stjóri Brims] standi á bak við þau
viðskipti."
Vitað er að meðal seljenda bréf-
anna eru starfsmenn Vinnslu-
stöðvarinnar sem fengu þau sem
kaupauka frá félaginu fyrir nokkrum
árum. Þessir eignarhlutir eru í öllum
tilvikum smáir en safnast þegar
saman kemur og áfram halda
Landsbankamenn að reyna að bjóða
í hlutabréf í VSV.
Pattstaða
Nú blasir við pattstaða í Vinnslu-
stöðinni. Meirihlutaeigendurnir
segja sem svo að öllum sé vissulega
frjálst að bjóða í hlutabréf félagsins,
rétt eins og í alla aðra veraldlega
hluti sem á annað borð ganga kaup-
um og sölum á markaði. Enginn sé
hins vegar skyldugur til að selja. Það
kann því að fara svo að núverandi
eignarhald verði með svipuðu sniði
áfram, með öðrum orðum að
Guðmundur og Hjálmar taki ekki
tilboði Eyjamanna ehf. og eigi hlut
sinn bara áfram. Það skýrist sem
sagt í fyrsta lagi í júní hverjar lyktir
málsins verða.
En áður en maímánuður rennur
liggur væntanlega fyrir álit starfs-
manna Vinnslustöðvarinnar á
yfirtöku Eyjamanna ehf. í lögum um
verðbréfaviðskipti er nefnilega gert
ráð fyrir að starfsmenn í félagi hafi
umsagnarrétt varðandi yfirtökutil-
boð. Orðrétt segir þar í 41. grein:
„Ef stjórninni berst tímanlega álit
frá fulltrúum starfsmanna á því
hvaða áhrif tilboðið hafi á störf
starfsmanna fyrirtækisins ber
stjórninni að láta það álit fylgja með
greinargerð sinni.“ Ætla má að
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja sjái
til þess að koma umsögn starfs-
manna á framfæri við stjórn VSV.
Við borgum ekki
Margir í Eyjum, innan og utan
Vinnslustöðvarinnar, velta eðlilega
fyrir sér hvað þeir bræður frá Rifi
hyggist fyrir með því að stofna nú til
átaka um eignarhald í VSV. Kaup
þeirra á litlum hlutum hafa aug-
ljóslega snarhækkað gengi hluta-
bréfa í félaginu, sem í fljótu bragði
styrkir út á við það viðhorf að
yfirtökutilboð Eyjamanna ehf. sé
alltof lágt.
Greiningardeildir Glitnis og
Kaupþings meta hins vegar
svokallað markgengi til tólf mánaða
á 4,7 til 4,8, sem er nálægt yfirtöku-
tilboðinu. Þar er miðað við
svokallað sjóðstreymismat, þ.e. mat
á þeim verðmætum, vexti og við-
gangi sem rekstur fyrirtækis er tal-
inn geta staðið undir. Þarna er með
öðrum orðum metið saman
verðmæti hlutafjár og allra skulda
sem bera vexti.
Svokallað upplausnarvirði VSV er
hins vegar mun hærra, þ.e. verðmæti
félagsins ef það yrði hreinlega gert
upp og selt ásamt aflaheimildum og
öðru tilheyrandi. Gera má ráð fyrir
að upplausnarvirði VSV sé nær
genginu 8 eða meira.
Viðmælendum Frétta í hluthafa-
hópi VSV í Eyjum þykir líklegt að
Hjálmar og Guðmundur séu einfald-
lega að skapa sér sem besta samn-
ingsstöðu til að selja sinn eignarhlut
og fá sem mest fyrir hann. Þetta
staðfestir Guðmundur að nokkru í
samtalinu við Fréttir.
Fyrir liggur hins vegar að meiri-
hlutahópurinn í félaginu mun ekki
borga minnihlutaeigendur úl á yfir-
gengi sem jafngildir milljörðum
króna. Rökin eru einfaldlega þau að
þá færu til Reykjavíkur ávextir
erfiðis þeirra sem stritað hafa í
Eyjum við að rétta Vinnslustöðina af
og gera hana að öflugu fyrirtæki og
traustum bakhjarli byggðarlagsins.
Ef meirihlutinn færi að borga
Rifsbræður út á slíku yfirverði yrði
hann að fjármagna viðskiptin með
því að slá lán og selja frá sér eignir,
bæði veiðiheimildir og skip. Hann
sæti þá eftir með eitt skuldugasta
sjávarútvegsfyrirtæki landsins og
yrði í raun og veru að bretta upp
ermar og byrja upp á nýtt, í fyrirtæki
sem væri afar veikburða í saman-
burði við VSV nú.
Það er tilhugsun sem Eyjamönnum
í hluthafahópnum geðjast hreinlega
ekki að. Þess vegna virðist
nærtækast að ætla að bil milli við-
horfa meirihlutans og minnihlutans
verði ekki brúað og að svipuð
skipan verði einfaldlega áfram á
eignarhaldi í félaginu, þ.e. að
pattstaðan í eigendahópnum vari
áfram um hríð, að minnsta kosti.
Atburðarásin, sem hófst með
áhlaupi Landsbankans 12. apríl,
hefur hins vegar augljóslega orðið
til að skapa kuldalegt andrúmsloft
og tortryggni í eigendahópi félags-
ins.
Áhlaupið virðist hafa komið
Eyjamönnum í hlulhafahópnum í
opna skjöldu. Þeir segja aðalatriðið
að verja fyrirtækið og árangur þess
heimabyggðinni til hagsbóta. Átök
um eignarhaldið séu sem slík
fyrirtækinu vissulega ekki til fram-
dráttar en ljósi punkturinn sé á hinn
bóginn sá að heimamenn hafi þétt
raðimar og þjappað sér betur saman
um Vinnslustöðina en nokkru sinni
fyrr.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:
Við ráðum ekki atburðarásinni
-en ég vil benda aftur á að við bræður viljum kaupa hlutabréf í félaginu miklu hærra
verði en yfírtökutilboðið segir til um
Þau eru
Eyjamenn ehf.
Hópurinn sem myndar
Eyjamenn ehf. á samtals
50,04% í Vinnslustöðinni hf.
Þar af er Seil ehf, stærst með
23,93% en félagið er í eigu
Haraldar Gíslasonar, Kristínar
Gísladóttur og Sigurgeirs
Brynjars Kristgeirssonar
framkvæmdastjóra. Öxnafell
ehf. er að mestu í eigu
Sigurgeirs Brynjars og hann á
líka Sölvahamar ehf. og
Lendingu ehf. Fyrir var
skiptingin þessi: Seil ehf.
23,93%, Öxnafell ehf. 6,23%,
Leifur Ársælsson 6,16%,
Kristín Elín Gísladóttir
3,44%, Gunnar Jónsson
1,93%, Haraldur Gíslason
1,70%, Guðrún Svava
Gunnlaugsdóttir 1,60%, Ólöf
Elín Gunnlaugsdóttir 1,60%,
Ellý Rannveig Gunnlaugsdóttir
1,60%, Sölvahamar ehf.
1,50%, Lending ehf. 0,27%,
Sigurgeir B. Kristgeirsson
0,08% sem gera samtals
50,04%.
Guðmundur Kristjánsson á, ásamt
Hjálmari bróður sínum, um 30
prósenta hlut í Vinnslustöðinni hf.
Guðmundur segir að þegar til tals
kom að taka félagið af markaði hafi
þeir viljað styrkja sína stöðu innan
félagsins. Þess vegna hafi þeir þann
12. aprfl sl. boðið á genginu átta í
þrjú prósent af 5,32 prósenta hlut
Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja í
Vinnslustöðinni h.f.
Guðmundur leggur áherslu á að
það hafi aldrei verið ætlun þeirra
bræðra að yfirtaka félagið. Það sé
að stærstum hluta í eigu heima-
manna og það sé þeirra að ákveða
hvort svo verður áfram. Það sé
aftur á móti ábyrgðarhluti að ætla
að taka félagið af markaði og gera
yfirtökutilboð á undirverði.
„Þegar við Hjálmar keyptum
okkur inn í Vinnslustöðina fyrir
rúmum íjórum árum á genginu 4,4,
gerðum við það í góðu samstarfi
við nokkra Vestmannaeyinga. Við
teljum okkur hafa lagt félaginu
ýmislegt gott til á þessu á þessu
tímabili til að styrkja það,“ segir
Guðmundur og bætir við að sam-
starf við aðra hluthafa hafi verið
gott.
„Þegar við fréttum að taka ætti
félagið af markaði vildum við
styrkja stöðu okkar innan félagsins
og ákváðum að bjóða í þrjú prósent
af 5,32 prósenta hlut LV á genginu
átta. Við mátum félagið það sterkt
og gott og töldum það standa undir
þessu gengi.“
Af hverju að bjóða bara í þrjú
prósent? „Það var klárt frá okkar
hendi að við vorum ekki að leitast
eftir yfirtöku á félaginu. LV hafnaði
tilboði okkar en tveimur dögum
seinna kemur yfirtökutilboð upp á
4,60.1 framhaldi af því gerðum við
tilboð í allan hlut LV og því var
hafnað,“ sagði Guðmundur og taldi
mikinn mun í verðmæti á því að
eiga annars vegar um 30 prósenta
hlut í félagi sem skráð er í
Kauphöll og hins vegar um 30%
hlut í félagi sem ekki er skráð í
Kauphöll.
Um hugsanlega yfirtöku þeirra
bræðra á Vinnslustöðinni sagði
Guðmundur: „Þegar við komum að
félaginu var um það gott samkomu-
lag að Vinnslustöðin verði áfram í
Eyjum og félagið verði skráð í
Kauphöll. Ef taka á félagið af
markaði verður að verðleggja fé-
lagið eins rétt og hægt er og gæta
réttar allra hluthafa. Það er mikill
ábyrgðarhluti að koma fram með
yfirtökutilboð, sem er mun lægra
en það gengi sem hluthafar, þar á
meðal við bræður, viljum greiða
fyrir hlutabréf í félaginu,“ sagði
Guðmundur.
Hann ítrekar að aldrei hafi verið
ætlun þeirra að yfirtaka félagið en
þeir vilji verja sinn hlut. „Það er nú
einu sinni þannig í viðskiptum að
sé ekki gætt sanngirni og réttlætis
kallar það á viðbrögð."
Hver verða ykkur næstu skref?
„Við ráðum ekki atburðarásinni en
ég vil benda aftur á að við bræður
viljum kaupa hlutabréf í félaginu
miklu hærra verði en yfirtökutil-
boðið segir til um, það er okkar
verðmat á félaginu, við höfum trú á
íslenskum sjávarútvegi."