Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 17.05.2007, Qupperneq 19
Fréttir / Fimmtudagur 17. maí 2007 19 ll. deild karla: ÍBV - Þór 1:1 (0:1) Verðum að vinna heimaleikina segir Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV „Lykillinn að því að komast upp úr þessari deild er að vinna heimaleik- ina. Við vorum einfaldlega lélegir í fyrri hálfleik en svo kom smá neisti í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur fullt af fæmm. Við hefðum auðvitað átt að klára þennan leik, þú færð ekkert betri færi en þetta, það er bara ekki hægt og þetta undir- strikar þörf okkar fyrir góðan framherja. Reyndar voru færin í dag þess eðlis að við hefðum ekki þurft góðan framherja en það er bara ekki öllum geftð að skora mörk,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir jafntefli gegn Þór frá Akureyri á sunnudaginn. Eyjamenn jöfnuðu metin sjö mín- útum fyrir leikslok en fram að því hafði leikmönnum tekist að klúðra hverju dauðafærinu á fætur öðru, sérstaklega í síðari hálfleik. Eyjamenn léku hins vegar illa í fyrri hálfleik en af hverju? „Það er ekki gott að segja. Maður óttaðist þetta, þegar lið koma hingað sem við höfum ekki spilað gegn í nokkur ár, að þá sé erfitt að rífa liðið upp. Svo var hugsanlega eitthvað stress í mannskapnum, fyrsti leikurinn og sumir að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV.“ Gæti dugaö að vinna heima- leikina Næsti leikur er svo gegn Reyni Sandgerði á morgun. Heimir segir ekkert annað en sigur koma til greina. „Það segir sig sjálft, við þurfum að minnsta kosti að vinna alla okkar heimaleiki og úrslitin gegn Þór þýða að við verðum að ná í þessi tvö stig annars staðar. Það gæti dugað okkur að vinna heima- leikina ef við ætlum upp og ég neita því ekki að úrslitin í dag eru bara áfall." Þórsarar komust yfir í fyrri hálfleik með mjög vafasömu marki en Hrafn Davíðsson, markvörður IBV, full- yrðir að boltinn hafi aldrei farið inn fyrir marklínuna og undir það taka áhorfendur sem stóðu þar nálægt. Það var lfka athyglisvert að fylgjast með leikmönnum Þórsara sem virt- ust hissa á dómnum en fögnuðu Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV ásamt Svanfríði og Kristínu. Svanfríður og Kristín fengu silfurmerkið Á ársþingi Iþróttabandalags Vestmannaeyja síðastliðið mánu- dagskvöld, voru tvær valkyrjur úr Fimleikafélaginu Rán heiðraðar með því að veita þeim silfurmerki IBV, en það voru þær Kristín Ásmundsdóttir og Svanfríður Jóhannsdóttir. Báðar eiga þær langan feril í starfi fim- leikafélagsins og hafa verið þar burðarásar. Kristín er í dag formaður félagsins og Svanfríður yfirþjálfari. FYRIRLIÐINN jafnar metin. Bjarni Hólm Aðalsteinsson fagnar hér jöfnunarmarki ÍBV sem hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Andra Ólafssyni. Með honum er hinn bráðefnilegi Þórarinn Ingi Vilhjálmsson sem kom inn á sem varamaður. eðlilega þegar þeir náðu áttum. Þurfum að fara á skotæfingu En eins og áður sagði voru Eyjamenn lánlausir upp við mark Þórsara í síðari hálfleik. Fyrirliðinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson, sem færði sig í fremstu víglínu í seinni hálfleik fékk m.a. tvö úrvalsfæri áður en hann skoraði jöfnunarmark- ið úr vítaspyrnu. „Fyrri hálfleikur hjá okkur var ömurlegur, við gerðum ekki það sem við áttum að gera og þetta var ekkert líkt okkur að spila svona. Við ætluðum að spila okkar bolta, senda í lappimar og koma fyrirgjöfum fyrir markið en við gerðum allt annað en það. Það vantaði líka kraft og dugnað. En í seinni hálfleik fómm við að berjast og gera þetta sem ein heild.og það sáu það allir að við hefðum átt að vinna þetta lið. Við fengum einhver fimm eða sex dauðafæri en við eigum við þetta vandamál að stríða að geta ekki klárað færin. Sjálfur fékk ég tvö mjög góð færi og það var ömurlegt að nýtaþau ekki. Eg held að Heimir þurfi bara að setja okkur á skotæf- ingu.“ En eitt stig er betra en ekkert? „Já og ég segi nú bara sem betur fer náðum við að jafna metin. Þetta var bara lélegt hjá okkur og í rauninni ekkert meira um það að segja. Við eigum nóg inni og ég get lofað því að þetta verður komið í lag fyrir næsta leik,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Lið ÍBV (4-5-1); Hrafn Davíðsson, Arnór Ólafsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Páll Hjarðar, Anton Bjamason, Ingi Rafn Ingibergsson, Pétur Runólfsson, Yngvi Borgþórs- son (Jonah D. Long, 46.), Bjarni Rúnar Einarsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson, 57.), Stefán Hauks- son (Andrew Mwesigwa, 57.), Andri Ólafsson. Ónotaðir varamenn: Kolbeinn Amarson (m), Egill Jóhannsson. Mark ÍBV: Bjarni Hólm Aðal- steinsson (84. vsp). Áhorfendur: 400. Staðan Reynir S. 1 Grindavík 1 Fjarðabyggð I KA 1 Leiknir R. 1 Njarðvík 1 Þór 1 ÍBV 1 VíkingurÓ. 1 Stjaman 1 Þróttur I Fjölnir 1 10 0 3:0 3 1 0 0 3:1 3 1 0 0 2:0 3 10 0 1:0 3 0 1 0 2:2 1 0 1 0 2:2 1 0 1 0 1:1 1 0 1 0 1:1 1 001 0:1 0 0 0 1 1:3 0 0 0 1 0:2 0 0 0 1 0:3 0 1 Handbolti: Einar tekur við Fram og tekur Pövlu Nevarilovu með sér PAVLA Nevarilova lék einstaklega vel með ÍBV í vetur og skoraði 112 mörk í 23 leikjum. Hún fylgir þjálfara sínum til Fram. Einar Jónsson, sem þjálfaði kvennalið IBV í handbolta í vetur, hefur ákveðið að taka við liði Fram. Þetta staðfesti Einar í samtali við Fréttir í gær. „Þetta var bara að gerast núna í hádeginu, við vorum að skrifa undir.“ Einar er hins vegar ekki að öllu leyti sáttur við að yfirgefa ÍBV þar sem honum sýnist að ekki verði teflt fram liði næsta vetur. „Eg sagði það alltaf að minn fyrsti kostur væri að vera áfram hjá ÍBV og ég var búinn að ýta öllu öðru til hliðar. En eftir að hafa rætt við þá aðila sem ætluðu að taka kvennahandboltann að sér þá sé ég mér ekki annað fært en að skipta um lið. Mér sýnist að það sé ekki vilji hjá félaginu til að halda úti meistaraflokki kvenna næsta vetur," sagði Einar. Og hans fyrsta verk eftir að hafa tekið við nýju stöðunni var að fá í Safamýrina línumanninn sterka, Pövlu Nevarilovu, sem lék svo vel með ÍBV í vetur. „Ég var sérstak- lega ánægður með að hún skyldi koma til mín. Stjarnan var búin að bjóða henni samning en ég er mjög ánægður með að fá hana enda einn sterkasti línumaður deildarinnar í vetur.“ Iþróttir Trausti með fyrsta markið KFS lék opnun- arleik Islands- mótsins í knatt- spyrnu sumarið 2007 þegar liðið sótti Ymi heim en leikur liðanna fór fram í Kópavogi. Hjalti Kristjánsson, þjálfari liðsins hefur látið hafa það eftir sér að stefnan sé sett á að komast upp í 2. deild og sumarið fer svo sann- arlega vel af stað hjá KFS því Eyjamenn höfðu betur, unnu 1:3. Það var fyrirliði KFS, Trausti Hjaltason, sem opnaði Islandsmótið með fyrsta marki sumarsins en það gerði hann strax á sjöundu mínútu úr vítaspyrnu en varnarmanni Ýmis var vísað af velli fyrir brotið. Anton Rafn Jónsson bætti svo við öðru marki KFS en undir lok fyrri hálfleiks var öðrum úr liði heimamanna vísað af velli og Eyjamenn því tveimur fleiri. En þrátt fyrir það náðu Ýmis- menn að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks en síðasta orðið átti Wesley Albert Clark, sem innsiglaði sigur KFS. „Takk fyrir peyjar, fyrir mjög skynsamlegan leik og þraut- seigju, þið unnuð mjög öflugt B- lið HK úti í kvöld á klókindum," sagði Hjalti á heimasíðu KFS. Næsti leikur liðsins er svo á sunnudaginn þegar Eyjamenn taka á móti Hamri frá Hveragerði. Óskar Freyr nýr formaður Óskar Freyr Brynjarsson hefur ákveðið að taka að sér starf for- manns handknattleiksdeildar. Óskar, sem áður hefur starfað sem formaður IBV-íþróttafélags, kemur til með að stýra starfinu í vetur en á heimasíðu ÍBV er sagt frá því að greint verði frá því hverjir muni starfa með Óskari í ráðinu, í vikunni. Auk þess er greint frá því að eitt fyrsta verk nýs ráðs er að taka ákvörðun um framhaldið í kvennaboltanum en eins og sagt er frá annars staðar á íþrótta- síðunni eru Einar Jónsson og Pavla Nevarilova farin í Fram. Kvennaliðið í næstu umferð bikarsins Enn er líf í kvennaknattspyrnunni í Eyjum því meistaraflokkur kvenna er skráður til leiks í bikarkeppninni. Liðið er þegar komið áfram úr fyrstu umferðinni en andstæðingur IBV dró lið sitt úr keppni. I annarri umferð mætir ÍBV annað hvort GRV eða Aftureldingu og fer leikurinn fram á Hásteinsvelli 12. júní. Framundan Fimmtudagur 17. maí 6. flokkur karla, ABCD spilar á Stjörnuvellinum í Faxaflóa- mótinu. Föstudagur 18. maí Kl. 19.00 ÍBV-Reynir S. I.deild karla. Sunnudagur 20. maí Kl. 16.00 KFS-Hamar 3. deild karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.