Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2008, Qupperneq 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 15. maí 2008 Notað og nytsamlegt aftur af stað: Vantar sárlega húsnæði undir starfsemina í fyrra var gerð tilraun til að stofna markað, Notað og nytsam- legt, þar sem höndlað var með hluti sem fólk hafði ekki lengur not fyrir og var tilbúið að gefa til góðgerðarmála. Margo Renner, forstöðumaður hjá Vinnumiðlun, sagði söluna hafa gengið mjög vel og að bæjarbúar hafi verið duglegir að koma með hluti sem þeir höfðu ekki lengur not fyrir. Salan var rífandi enda hægt að gera góð kaup, allt frá blómapottum upp í húsgögn. „Hugmyndin var í fyrsta lagi, vistvæn endumýting á hlutum því við vildum gefa fólki kost á að nýta hluli frekar en að þeim væri hent. Annað hlutverk var að fá vinnu fyrir fólk sem var að hluta til án atvinnu eða atvinnulaust yfir sumartímann. I þriðja lagi var þetta gert til að skapa góða stemmningu í bænum. Skátafélagið og Björgunarfélagið tóku að sér að hýsa starfsemina og fengu þar af leiðandi helming af ágóðanum. Akveðið var að láta hinn helminginn, hundrað þúsund krónur, renna til félagastarfsemi innanbæjar og verður úthlutað fljót- lega. Hægt er að sækja um styrkinn samkvæmt auglýsingu í blaðinu í dag,“ sagði Margo þegar hún var spurð út í markaðinn. „Ég vil þakka Fréttum og Sjónvarpsvísi fyrir styrki og Eimskip fyrir að flytja það sem ekki seldist hjá okkur í Góða hirðinn í Reykjavík. Nú er möguleiki á að fara aftur af stað en fyrrverandi húsnæði er ekki fáanlegt. í fyrra var þetta hugsað sem góðgerðarstarfsemi en hvort sem það er einstaklingur sem vill reka þetta í eigin þágu eða félagasamtök í þágu félagsmála þá er allt opið í þeim efnum. Núna vantar fyrst og fremst húsnæði og ég hvet áhugasama til að hafa samband við mig í síma 690-7852. Vinnumiðlun greiddi hluta af launa- kostnaði á síðasta ári þar sem sótt var um markaðinn sem átaksverkefni," sagði Margo. Mikil mildi -þegar tvær stúlkur Tvær fimmtán ára stúlkur, Halla Björk Jónsdóttir og Guðný Osk Guðmundsdóttir sluppu betur en á horfðist þegar þær lentu í bifhjóla- slysi á fimmtudag. Slysið varð við gatnamót Bessastígs og Heiðar- vegar þar sem umferðarljós voru nýlega tekin í notkun. Pallbíll sem ekið var suður Heiðarveg lenti á vespunni og við höggið köstuðust stúlkumar á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Halla Björk, sem var farþegi á hjólinu og sat aftan á hjólinu hjá Guðnýju Ósk vinkonu sinni, slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður því hún var hjálmlaus og hefði getað stórslasast. Guðný Ósk var sem betur fer með hjálm og það hefur trúlega bjargað henni því hún lenti tvisvar með höfuðið í götuna. Dröfn Gísladóttir og Berglind Kristjánsdóttir, mæður stúlknanna, vom spurðar út í slysið en eðlilega hefur mikið hvílt á fjölskyldum stúlknanna undanfama daga. „Guðný Ósk var send með sjúkra- flugi til Reykjavíkur þar sem hún var með innvortis blæðingar. Vinstri hönd hennar er brotin fyrir ofan úlnlið og hún er fmgurbrotin. Auk þess kom vökvi inn á bæði hnén og hún er aum í baki. Hún var send til Reykjavíkur seinni part fimmtudags og fékk að fara heim á sunnudag," sagði Dröfn þannig að Guðný Osk lá þrjá sólarhringa inni á sjúkra- húsi. „Halla Björk ökklabrotnaði á vinstra fæti og fór í aðgerð á spítalanum á föstudagsmorgun og sem betur fer þurfti ekki að senda hana til Reykjavíkur. Starfsfólkið á spítalanum er alveg frábært og ég fékk að vera hjá Höllu þessar tvær nætur sem hún lá á sjúkrahúsinu. Halla Björk er aum í hægra hné og baki auk þess sem hún er marin en þetta gengur mjög vel miðað við aðstæður og guðs mildi að ekki fór verr,“ sagði Berglind. Vita upp á sig skömmina Berglind og Dröfn segj* að stelp- umar viti upp á sig skömmina enda nýbúnar að vera á vespunámskeiði. „Þær vita að það má hvorki reiða farþega né vera hjálmlaus," segir Berglind og vonar að þetta verði til þess að krakkamir sem þær um- gangast fari varlega í umferðinni. „Mótorhjólaslysin eru oft alveg hryllileg og það em ótrúlega margir á hjólum á þessum tíma, sagði Dröfn og bætir við að aldrei sé of varlega farið.“ Berglind er óhress með nýju umferðarljósin sem sett vom upp á galnamótum Heiðarvegar og Bessastígs og telur þau ekki vera nógu áberandi og að bflstjórar hefðu þurft meiri aðlögunartíma áður en þau vom tekin í notkun. „Það vantaði að láta gula ljósið blikka stanslaust þannig að fólk yrði meðvitaðra um að það væru að koma ljós á þessum gatnamótum," sagði Berglind og Dröfn tekur undir og segir marga ósátta við ljósin. „Ég vildi helst fá gönguljós þarna en það má ekki þar sem þarna em fem gatnamót. Ég hef heyrt marga tala um þessi ljós og telja þau varasöm." Bæði Dröfn og Berglind eru þakk- látar öllum þeim sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglu, læknum og hjúkmnarfólki. „Það var einhver vemdarengill yfir þeim og við hvetjum alla til að fara varlega. Nú er vor í loft og böm og fullorðnir að taka fram reiðhjólin, “ segja þær Berglind og Dröfn. Missa af æfingum Halla Björk og Guðný Ósk þurfa báðar að styðjast við hækju þegar þær ferðast milli staða í bænum sem hlýtur að vera óþægilegt en þær eru báðar á kafi í íþróttum og geta því ekki sótt æfingar á næst- unni. Þegar þær em spurðar út í slysið segir Halla Björk það síður en svo spennandi að vera með hækjur en tekur fram að þó hefði getað farið verr. „Jú, okkur brá alveg rosa- lega,“ segir Guðný Ósk og viður- kennir að þær haft verið í hálfgerðu sjokki eftir slysið og sömuleiðis krakkamir sem þær umgangast. „Við lærðum það að við eigum alltaf að nota hjálm og það er að ekki fór verr lentu í mjög alvarlegu bifhjólaslysi MÆÐUR OG DÆTUR. Mæðgurnar Dröfn og Guðný og Halla Björk og Berglind. bannað að reiða á hjóli,“ segir Halla Björk en þær vinkonur æfa fótbolta með 3. flokki og handbolta með 4. flokki. „Ég má ekki fara að æfa fyrr en í hausf “ segir hún svekkt og Guðný Ósk getur ekki farið að æfa fyrr en eftir 4 til 5 vikur. Slysavettvangur. Aðkoman var ófögur en Bæði Dröfn og Berglind eru þakklátar öllum þeim sem aðstoðuðu á slysstað, lögreglu, læknum og hjúkrunarfólki. Lögrtglan: Of ung á skemmtistöðum og alvarleg líkamsárás Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og enn og aftur þurfti að hafa afskipti af skemmtistöðum bæjarins m.a. vegna ungmenna sem ekki höfðu aldur til að vera inni á stöðunum og eins vegna brota á reglum um opnunartíma. Þá þurfti lögreglan að sinna hinum ýmsu útköllum m.a. vegna kvartana borgaranna um hávaða og eins vegna hraðaksturs um götur bæjarins. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtana- hald hvítasunnuhelgarinnar en um var að ræða árás fyrir utan skemmtistaðinn Drífanda aðfaranótt 10. maí sl. Þegar hefur verið greint frá árásinni í fjölmiðlum en þolandinn var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi þessa sömu nótt og kom í ljós, við skoðun á slysadeild Borgarspítalans, að hann var kjálkabrotinn. Gerandinn hefur þegar játað sök í málinu. Lögreglan: Drífið ykkur með bílana í Alls liggja fyrir 33 mál er varða brot á umferðar- lögum eftir sl. viku og standa þar hæst mál er varða boðun í skoðun en alls voru 24 eigendur ökutækja boðaðir í skoðun með ökutæki sín. Skráningarmerki voru klippt af fimm ökutækjum ýmist vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðu- nar eða vegna vanrækslu á að greiða lögboðnar tryggingar. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir ólöglega lagningu ökutækis síns. Einn ökumaður var staðinn að meintum ölvunarakstri en sá hinn sami hafði reyndar lent utan vega á Stórhöfðavegi að morgni 8. maí sl. og var í framhaldi af því sviptur ökuréttindum. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar í vikunni sem leið en um var að ræða árekstur bifreiðar og léttbifhjóls á gatnamótum Heiðarvegar og Bessastígs um miðjan dag þann 8. maí sl. Tildrög slyssins eru þau að létt- bifhjólinu var ekið austur Bessastíg og lenti fyrir bifreið sem ekið var suður Heiðarveg. Ökumaður og farþegi hjólsins slösuðust í óhappinu. skoðun

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.