Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 9
Frcttir / Fimmtudagur 5. júní 2008 9 Ingi: -Hér hafa margir mætir menn skiiað sínu ævistarfi og aðrir stórum hluta hennar og söðlað svo um. Hins vegar er það svo að þeir sem hafa verið til sjós um lengri eða skemmri tíma, eru stoltir af því og líta ætíð á sig sem sjómenn. Það sýnir hug þeirra til starfsins enda er mikil samkennd á meðal sjómanna. Hátíðarræða Inga Sigurðssonar á sjómannadaginn: Sjómenn eiga skilið virð- ingu fyrir framlag sitt -Þetta á við um stéttina í heild sinni en auðvitað er maður stoltastur af sjó- mönnum Eyjanna í gegnum tíðina, er meðal þess sem kemur fram hjá Inga „Sjómannadagurinn er merkur dagur sem á sér mikla sögu, þar sem í gegnum langan aldur hefur þessi dagur verið Eyjunum mikil- vægur. I dag og undanfarin misseri hefur verið bjart yfir samfélagi Eyjanna, þar sem einkennin hafa verið jákvæður andi, kraftur og bjartsýni. Mikill kraftur er á mörg- um sviðum s.s. á fasteignamarkaði, í nýframkvæmdum, í fyrirtækja- rekstri og þá hvað helst í sjávar- útvegi. Þar sjáum við þennan kraft, bjartsýni og miklu trú á framtíð Eyjanna hjá þeim fyrirtækjum sem þar starfa. A það bæði við um stóru fiskvinnslufyrirtækin, sem og aðrar útgerðir, stórar sem srnáar," sagði Ingi Sigurðsson í hátíðarræðu sinni á sjómannadaginn. Öflug fyrirtæki og lifandi fasteignamarkaður Hann sagði að undanfömu hefðu Eyjamenn reglulega orðið vitni að ákvörðunum þessara fyrirtækja um mikla uppbyggingu í landi sem og kaupum á nýjum skipum og ný- smíðum skipa, sem eru nú þegar komin til Eyja og eru að koma á næstu árum. „Það er bæjarfélaginu gífurlega mikilvægt að hafa slíka aðila í atvinnurekstri og að rekstur þeirra gangi sem allra best, bæjar- félaginu öllu til heilla. Það skapar sjómönnum og fjölskyldum þeirra stöðugar og góðar tekjur sem og að stuðla að öflugri starfsemi annars reksturs í bæjarfélaginu. A meðan kreppir að fyrirtækjum og fast- eignamarkaði á suðvesturhorni landsins er annað uppi á teningnum hér í Eyjum. Fasteignamarkaðurinn er mjög lifandi, þó hann sé ekki í hæstu hæðum, fyrirtæki bæjarins dafna heilt yfir vel og útgerð og vinnsla ná að haga sínum rekstri með mikl- um ágætum þrátt fyrir kvóta- skerðingu. Það má því segja að þenslan, sem gekk yfir landið og hefur breyst í niðursveiflu, hafi hér í Eyjum verið jafn og farsæll fram- gangur allan þann tíma. f þessu árferði eru það útflutn- ingsgreinamar sem ganga best og þar njóta Eyjarnar sín vel, enda byggist bæjarfélagið algerlega upp á útgerð, vinnslu og þjónustu fyrir hafnsækna starfsemi. Það er for- vitnilegt að bera þessa stöðu saman við stöðu Eyjanna árið 1944, í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, sem Helga Hallbergsdóttir gerði svo góð skil í grein í Sjómannadagsblaði árið 2007. Þar kemur fram að hlut- deild Eyjamanna í stríðsgróðanum var ekki mjög mikil en á sama tfma stóð bæjarfélagið vel. Utgerð gekk vel og sjómenn undu vel við sinn hag sem og verkamenn og iðnaðar- menn. Þá pöntuðu dugnaðarfork- arnir í Eyjum sér tvo nýsköpunar- togara þó svo að 10 árum síðar hafi þeir horfið úr byggðarlaginu. Staðan í dag er því um margt lík stöðunni árið 1944 þegar útgerð hefur nú þegar keypt og látið smíða ný skip í flotann og önnur skip í smíðaferli. Sömuleiðis er atvinnu- ástand mjög gott og mikil vinna í boði á ýmsum sviðum. f stað stríðsgróðans 1944 sjáum við í dag skjótan fasteignagróða á höfuð- borgarsvæðinu og þar í kring sem og virkjanaframkvæmdir á Austur- landi. Bjartsýni þeirra sem byggja Eyjamar er enn jafnáberandi nú sem og fyrir rúmum 60 árum. Byggt á starfi sjómanna Sú stétt sem á stóran þátt í því að gera Eyjamar að þessu myndarlega samfélagi sem það er í dag og hefur verið í gegnum áratugina, eru sjó- menn. Sjómenn hafa í gegnum tíðina fært miklar fómir til að draga björg í bú og skapa sér og sínum fjölskyldum trausta framfærslu. Þeirra vinna gerir það að verkum að vinna skapast fyrir aðra bæjar- búa hvort sem er í vinnslu eða öðrum störfum í verslun og þjón- ustu. Lengi vel var sjómannslífið á þá vegu að fast var sótt og lítið um að sjómenn tækju sér frí. Þannig var tíðarandinn og þá færðu sjó- menn fómir sem tengdust sam- vistum við fjölskyldur sínar. Það þekki ég af eigin reynslu og veit að svo var einnig á öðmm sjómannsheimilum. Uppeldi bama og rekstur heimilisins var á herðum eiginkvenna þeirra og annað ekki í boði. Hins vegar hefur orðið veru- leg breyting á þessu hin síðari ár vegna ýmissa breytinga. Þær eru þá helstar upptaka á feðraorlofi, fleiri sjómenn hjá útgerðum á grunni fríakerfis og breytt sjósókn. Allt eru þetta jákvæðar breytingar sem gera sjómönnum mögulegt að eiga meira fjölskyldulíf og hafa meiri möguleika á að nýta sér þjón- ustu samfélagsins. Þetta skynjar maður á fjölda sjómanna hér í Eyjum sem í dag ná að sameina vinnu og fjölskyldulíf betur en áður. Stoltastur af Eyja- sjómönnum Sjómenn hafa alltaf verið jaxlar í mínum huga og stétt sem á skilið virðingu fyrir þeirra framlag til þjóðarinnar. Þetta á við um stéttina í heild sinni en auðvitað er maður stoltastur af sjómönnum Eyjanna í gegnum tíðina. Hér hafa margir mætir menn skilað sfnu ævistarfi og aðrir stórum hluta hennar og söðlað svo um. Hins vegar er það svo að þeir sem hafa verið til sjós um lengri eða skemmri tíma, eru stoltir af því og líta ætíð á sig sem sjó- menn. Það sýnir hug þeirra til starfsins enda er mikil samkennd á meðal sjómanna. Það er eðlilegt og þarf að vera til staðar þegar menn eru í löngum útiverum og allir þurfa að vinna sem ein hönd. Það má líkja áhöfn við knattspyrnulið þar sem skip- stjórinn er þjálfarinn og hann býr mannskapinn undir átökin og setur Iínurnar. Hins vegar eru það svo leikmenn- imir, þ.e. sjómennimir, sem koma sínum sjónarmiðum á framfæri um það sem má betur fara, en á endan- um er það alltaf skipstjórinn sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Það er því mikilvægt að byggja upp trausta liðsheild þar sem traust er ríkjandi á milli áhafnarmeðlima og þannig næst sem besti árangur öllum til heilla. Því er það svo í Eyjum að til staðar eru margar öflugar liðsheildir sem draga aflann í land og skapa verðmætin sem skipta Vestmannaeyjar máli sem og þjóðarbúið. Hins vegar er það svo og hefur verið lengi að stór hluti þeirra sem búa á suðvesturhorninu vita ekki hvaðan grunntekjur þjóð- arbúsins koma. Þeir telja að 101 Reykjavík sé uppspretta alls þess sem við lifum á en reyndin er sú að landsbyggðin, og þar á meðal Vestmannaeyjar, eru að skila árlega tekjum til þjóðarbúsins sem skipta verulegu máli. Þarf að skapa sjómönnum gott umhverfi Það er því mikilvægt að standa vörð um hagsmuni sjómannastéttar- innar til að áfram verði eftirsóknar- vert að fara til sjós og færa björg í bú. Það þarf að skapa sjómönnum það umhverfi sem þeir eiga skilið ntiðað við hvers eðlis þeirra starf er. Það tel ég vera gert myndarlega hér í Eyjum af útgerðum þeim er hér starfa. Þá komum við aftur að því að það er mögulegt þegar út- gerðirnar eru með rekstur sem skilar góðri afkomu. Þá græða ekki bara útgerðirnar heldur allir aðrir og þá ekki síst bæjaryfirvöld. Ekki bara í útsvarstekjum heldur einnig í mannauði og betri mögu- leikum á að fjölga íbúum. Það sem af er þessu ári, eru öll teikn á lofti umað þetta sé að gerast og að nú sjáum við íbúafjölda Vestmanna- eyja fara vaxandi með hverju árinu. Áhersla á öfluga útgerð í gegnum tíðina hefur mikið verið rætt um nýsköpun og Eyjarnar eðlilega verið þátttakandi í þeirri umræðu. Að mínu áliti er mun erfiðara að fá hingað nýjan iðnað með fjölda atvinnutækifæra en til annarra staða, og því tel ég að höfuðáhersla bæjaryfirvalda og fyrirtækja sé að viðhalda öflugri útgerð. Á þann hátt náum við frekar að koma af stað starfsemi sem nýtist samfélaginu í auknum atvinnutækifærum. Einn liður í því er stofnun Þekk- ingarseturs Vestmannaeyja sem margir aðilar í sjávarútvegi komu að sem stofnaðilar. Þar er upp- setning sjávarrannsóknamiðstöðvar mikilvægasta verkefnið og vonir eru bundnar við að sú starfsemi hefjist á árinu 2009 eða 2010. Sú starfsemi á vel heima hér í Eyjum í nálægð við fengsæl fiski- mið og samstarf við öflug fyrirtæki í sjávarútvegi. Þar tel ég að sú vinna muni hjálpa fræðimönnum og sjómönnuin að treysta þær for- sendur sem liggja til grundvallar kvótaúthlutun hverju sinni. Þá í framtíðinni eykst möguleikinn á að búa við stöðugri kvóta í öllum tegundum yfir lengra tímabil, öllum til hagsbóta og fleiri störf í boði. Nýjar lausnir í samgöngu- málum Önnur mikilvæg mál eru sam- göngumálin sem skipta alla Vest- mannaeyinga gríðarmiklu máli. Nýjar lausnir þar sem og ný stór- skipahöfn innan fárra ára munu færa Eyjunum fleiri tækifæri en eru í dag. Það er mikilvægt að sam- göngubót sú, sem ríkisstjórn lands- ins hefur boðað, verði að veruleika á árinu 2010. Ferjusiglingar í Bakkafjöru og stórskipahöfn hér í Eyjum munu efla samfélagið á marga vegu og gefa þvf enn betri tækifæri til vaxtar og stöðugleika til framtíðar. Það skiptir ekki hvað síst máli fyrir útgerðir og sjómenn þar sem opnast möguleikar fyrir útflutning á erlenda markaði, á skemmri tíma en nú er. Þar mun Suðurstrandar- vegur hafa mikið að segja í því að tryggja enn betri tengingu á milli Landeyjahafnar og Keflavikur- flugvallar. Stórskipahöfn mun á sama hátt tryggja komur stækkandi flutningaskipa og skemmtiferða- skipa. Það er því bjart yfir Vest- mannaeyjum og framtíð sam- félagsins og þar er sjávarútvegurinn grunnurinn að þeirri framtíð. Ég óska sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra til hamingju með daginn og megi ykkur farnast vel í framtíðinni. Megi góður Guð halda verndarhendi yfir útgerð í Eyjum og þeim er sækja sjóinn,“ sagði Ingi að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.