Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 5. júní 2008 Eyjafólk í jarðskjálftanum á Selfossi: Sluppu við meiri háttar meiðsli -Mikið tjón á innbúi - Ein stór sultu- og pestóleðja á gólfinu í Vilberg Viðtöl Júlíus G. Ingason Julius @ eyjafrettii: is Það fór væntanlega ekki framhjá mörgum hversu hressilega jörðin skalf síðasta fimmtudag. Jarð- skjálftinn mældist 6,3 á Richter skalanum en upptökin voru við rætur Ingólfsfjalls. Harðastur var skjálftinn á Selfossi og í Hvera- gerði þar sem mörg hús eru illa farin eftir skjálftann. Fjölmargir Eyjamenn búa á svæðinu og Fréttir slógu á þráðinn til nokkurra þeirra til að forvitnast um þeirra upplifun fyrir viku síðan. Komum hingað með hvelli Andrea Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Agústsson voru nýflutt frá Vestmannaeyjum til Selfoss þegar jarðskjálftinn reið yfir. Andrea sagði í samtali við Fréttir að nágrannarnir hefðu grínast með það að þau hefðu komið með hvelli á Selfoss. „Fólkið í kringum okkur hefur eitthvað verið að grín- ast með þetta en ég verð að viður- kenna að þetta var ekki skemmtileg upplifun. Eg var heima ásamt yngri dóttur okkar og yngsta syni og Gummi var rétt að stíga inn um dyrnar þegar skjálftinn byrjaði. Dóttir okkar var rétt ókomin út um bflskúrsdyrnr með hjólið sitt þegar hún sér pallbílinn okkar dansa í innkeyrslunni. Eg hljóp inn í næsta herbergi þar sem sonur okkar var að taka til í herberginu sínu, þreif í hann og kom okkur í næstu dyragætt. Eg man ég hélt fast utan um drenginn og með hinni hendinni í dyrakarm- inn svo ég dytti ekki um koll. Gummi stóð í útidyrunum, við horfðumst í augu og hlustuðum bara á lætin, brothljóðin í húsinu á meðan þetta gekk yfir. Eg las ein- hvers staðar að þetta hefði tekið um tuttugu sekúndur en þetta voru mjög langar tuttugu sekúndur,“ sagði Andrea þegar hún var beðin um að lýsa jarðskjálftanum. Betra að hafa upplifað skjálftann Fjölskyldan flutti í nýtt raðhús á Selfossi laugardaginn 24. maí eða fimm dögum áður en skjálftinn reið yfir. „Við ætluðum reyndar upp- haflega að flytja síðasta laugardag en flýttum því um viku og eftir á að hyggja er ég fegin að við gerðum það. Það hefði verið óhuggulegt að flytja hingað og hafa ekki upplifað skjálftann sjálfur. Maður veit þó hvað gekk á. En eftir skjálftann fórum við út á götu og maður fann mjög lengi á eftir titring, hvort sem það var í löppunum á manni sjálf- um eða í jörðinni. Sjokkið kom svo eftir á, þegar maður náði aðeins áttum og sá skemmdirnar. En mér leið mun betur vegna þess að yngstu krakkamir vom hjá mér þannig að maður gat strax sinnt þeim.“ Hvernig er með húsið? Slapp það við skemmdir? „Við fyrstu skoðun virðist það hafa sloppið nokkuð vel. Mér fannst ótrúlegt að sjá rúðumar í stofuglugganum, sem eru nokkuð stórar. Þær sveifluðust eins og segl í vindi. En innbúið er auðvitað illa farið, mikið brotið og parketið er illa farið eftir að hlutirnir duttu á gólfið. Við höfðum strax samband við Tryggingamiðstöðina og við erum vel tryggð fyrir þessu sem er mikill léttir Mér sýnist líka að raðhúsið hafi sloppið mjög vel frá þessu. Skemmdir á innbúi eru rosalega mismunandi. Til dæmis emm við í endaíbúð og það brotn- t.WÉI f, • Æ ÞEGAR ósköpin voru afstaðin ákvað Sturla að gefa það sem til var í bakaríinu og mæltist það vel fyrir. Hér er starfsfólkið komið út með borð og næst er Sveinbjörg eiginkona Sturlu. STURLA í Vilberg: Allar krukkur í búðinni fóru í gólfið og það var ein stór sultu- og pestóleðja á gólfinu en svo fór djúpsteikingarpottur, með 60 lítrum af feiti, á gólfið og allt út um allt.. aði allt hjá okkur. í íbúðinni í hinum endanum brotnaði einn bolli og það var allt og sumt.“ Elsta dóttirin flutt á sjúkrahús Andrea segir að þau Guðmundur hafi byrjað á því að athuga með elstu dótturina sem vinnur í pulsu- vagninum á Selfossi. „Hún hefur alltaf verið smeyk við náttúruöflin en þegar við komum í pulsuvagn- inn þá fengum við að vita að hún hefði verið flutt á sjúkrahúsið. Það hafði skvest á hana djúpsteikingar- feiti og hún brenndist aðeins á hendi og fæti en er byrjuð að vinna aftur. Svo var tengdasonur okkar líka að vinna í stillansi en þeir náðu sem betur fer að stökkva niður. Þannig að það sluppu allir vel frá þessu og það er fyrir öllu.“ Eigum hjólhýsi Nú var fólki ráðlagt að halda sig utandyra og jafnvel gista annars staðar á landinu ef það hefði tök á því. Hvað gerðuð þið? „Við eigum hjólhýsi sem var reyndar ennþá fullt af dóti eftir flutningana en við komum okkur fyrir í því og sváfum þar um nótt- ina. Reyndar voru stöðugir eftir- skjálftar og titringur en það fór bara vel um okkur í hjólhýsinu.“ Þetta hefur ekkert slegið á áhugann að eiga framtíðarheimili á Selfossi? „Nei, ætli það. Skjálftinn færði rnikla samkennd í bæjarfélagið og við kynntust nágrönnum okkar mjög vel á mettíma þannig að þetta kom okkur bara betur inn í sam- félagið hérna. Svo hafa vinir og kunningjar verið duglegir að athuga með okkur og ég er ofboðslega þakklát fyrir öll símtölin og vil þakka fyrir hlýhug í okkar garð,“ sagði Andrea að lokum. Heimilið í heilu lagi en búðin í rúst Berglind Erlingsdóttir, nýkrýndur íslandsmeistari í blómaskreyting- um, vinnur í Blómavali á Selfossi. Sjálf var hún ekki í Arborg þegar skjálftinn reið yfir. „Eg var reyndar bara stödd á læknastofu á Hellu og læknirinn var hinn rólegasti. Hann hélt bara áfram að tala við mig en ég sat stjörf af hræðslu. Svo sagði hann bara, „Já, þessi var bara nokk- uð stór,“ eins og hann gerði ekki annað en að upplifa jarðskjálfta," sagði Berglind. „Um leið og ég kom út þá rigndi inn fréttunum af vinnustaðnum. Eg er deildarstjóri í búðinni og þegar ég kom á staðinn fékk ég nett áfall. Búðin var algjörlega í rúst, gjafa- og glervörur í molum á gólfinu og starfsfólkið var í sjokki. Búðin er í glereiningahúsi sem brotnaði þó ekki sem betur fer og húsið stóð skjálftann alveg af sér. En sumar stelpumar frusu bara og grétu en við ræddum málið um kvöldið og fengum svo áfallahjálp morguninn eftir.“ Tjón upp á tugi milljóna Berglind segir að tjónið nemi milljónum en hún segir viðbrögð allra hafa verið til fyrirmyndar. „Við fengum t.d. tuttugu manns úr Blómavali í Reykjavík til að að- stoða okkur við að taka til og kláruðum það á fjórum tímum. Björgunaraðilar stóðu sig líka mjög vel og mér skilst að það sé mikill munur á viðbrögðum þeirra nú og árið 2000. Nú ganga þeir í hús og bjóða fram aðstoð, hús eru metin á nokkrum dögum sem fyrir átta árum tók marga mánuði þannig að mér virðist sem menn hafi lært mikið á jarðskjálftunum árið 2000.“ Berglind og fjölskylda hennar búa í Flóahreppi, suður af Selfossi, nærri Gauíverjabæ. Hún segir að heimilið hafi sloppið algjörlega við skemmdir. „Það var bara eins og það hefði enginn jarðskjálfti orðið þarna enda eina fjórtán kflómetra suður af Selfossi. Þannig að við sluppum sem betur fer mjög vel frá þessu,“ sagði Berglind að lokum. Húsið eins og eftir gott partý Grímur Gíslason býr á Selfossi en var staddur í Hafnarfirði þegar skjálftinn reið yfir. „Eg var bara í vinnu og skalf héma í Hafnar- firðinum. Við héldum í fyrstu að upptökin hefðu verið héma í nágrenninu enda hristist allt og skalf hér hjá okkur. En mér skilst að það hafi skolfíð öllu meira undir Ingólfsfjalli,“ sagði Grímur þegar blaðamaður ræddi við hann. Grímur segir að hann og nágrann- ar hans hafi sloppið þokkalega vel frá skjálftanum. „Konan var auð- vitað skelkuð og eldri stelpan líka

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.