Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 12. júní 2008 Myndlist, tónlist, Skvísusund og Megas á goslokahátíð ÞAU leggja hönd á plóg, Ósvaldur Guðjónsson, tónlistarmaður, Páley Borgþórsdóttir formaður bæjarráðs, Þórarinn Ólason tónlistarmaður, Karl Björnsson tónlistarmaður, Helga Björk Ólafsdóttir formaður goslokanefndar, Sæþór Vídó tónlistarmaður, Kristín Jóhannsdóttir mcnningarfulltrúi bæjarins og Egill Egilsson, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar. Goslokanefnd efndi til blaða- mannafundar á fimmtudaginn þar sem farið var yfir það helsta sem í boði verður þegar þess verður minnst að þann 3. júlí nk. eru 35 ár frá lokum Heimaeyjargossins. Hátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags. Hæst ber skrúðgangu á Skansinum og að sjálfsögðu fjörið í Skvísusundi sem í hugum margra er það sem hæst ber á hverri goslokahátíð. Þá verða kræmar að litlum skemmtihúsum þar sem fólk kemur saman, nýtur og tekur þátt í tónlist sem þar er í boði. Fram kom á fundinum að búist er við mörgum til Eyja um goslokahelgina. Sú venja hefur skapast að þegar goslokin standa á hálfum eða heilum tug er þeirra minnst með myndarlegri hætti en annars. Má rekja þetta til 25 ára afmælisins sem verður flestum sem þá voru staddir í Eyjum ógleymanlegt. Þá varð Skansfjaran aðalvettvangurinn og komu fram atriði sem orðið hafa fastir liðir í dagskrá gosloka- hátíðar. Ekki var hátíðin síður glæsileg fyrir fimm árum en þá var höfnin miðpunkturinn m.a. með tónleikum undir Löngu, komu víkingaskipsins Islendings og eftirminnileg er skrúðganga frá höfninni upp á Stakkó. Dagskrá goslokahátíðar, sem kynnl var á fimmtudaginn er um margt athyglisverð en hvort hún stenst samjöfnuð við hátíðirnar 1998 og 2003 á eftir að koma í Ijós. Hefst á fimmtudegi I goslokanefnd eru Helga Björk Ólafsdóttir, formaður, Páley Borg- þórsdóttir og Páll Scheving en Kristín Jóhannsdóttir, kynningar- og menningarfulltrúi er starfsmaður nefndarinnar. Páley og Kristín mættu á blaðamannafundinn ásamt tónlistarfólki sem kemur við sögu á hátíðinni sem formlega verður sett fimmtudaginn 3. júlí með ávörpum bæjarstjóra og formanns gosloka- nefndar af svölum Ráðhússins.. Við það tækifæri verða öskufalls- súlur Mara, Marinós Sigursteins- sonar, pípara, afhjúpaðar. Fyrir bæjarráði þann 27. maí lá fyrir ósk frá sýslumanni vegna tækifæris- leyfis HBB fyrir sjómannadansleik í Höllinnni. Ekki var samstaða hjá meirihluta og minnihluta um afgreiðsluna. Fulltrúi minnihlutans sagði tækifærisleyfi ekki eiga við í þessu tilviki. Meirihlutinn tók undir þær ábendingar en sagði hins vegar það vera hlutverk bæjarráðs að veita umsögn um skipulag og afgreiðslu- tíma og á þeim forsendum veitti meirihluti bæjarráðs jákvæða um- sögn. Á bæjarstjórnarfundi kom fram áætlun um að minnka hljóð- mengun niður fyrir tilskilin mörk. Páll Scheving Ingvarsson, fulltrúi minnihlutans í bæjarráði, lét bóka að því miður yrði hann að veita þessu máli neikvæða umsögn. „Ástæðan er einföld. I 17. gr. laga um tæki- færisleyfi segir: „Sækja þarf um leyfi fyrir einstakar skemmtanir og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur og Fimleikafélagið verður með dansatriði. Klukkan sjö verður boðið upp á göngu um söguslóðir. Klukkan níu verða meistari Megas og Senu- þjófarnir í Höllinni sem þetta árið er einn af stóru viðburðunum. Um kvöldið ætlar Simmi á Kaffi Kró að þjófstarta með Eyjakvöldi. Klukkan hálf fjögur á föstudeg- inum verður safnast saman á Stakkó þar sem böm af leikskólum bæjarins syngja tvö til þrjú lög og öll börn fá blöðrur. Þaðan verður skrúðganga á Skansinn þar sem Leikfélagið og Fimleikafélagið Rán verða með ýmsar uppákomur í göngunni. 40 ára afmæli vatnsleiðslu Klukkan fjögur minnist Hitaveita Suðurnesja þess að á þessu ári er 40 ára afmæli vatnsleiðslunnar til Vestmannaeyja. Opnuð verður veg- leg sýning á myndum og gripum sem tengjast komu hennar og gos- brunnur verður settur af stað. Gert er ráð fyrir að tuðrufarar, Kraftur í kringum ísland, komi til hafnar um klukkan hálf fimm. Sama dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett, klukkan fjögur verður opnun á myndlistarsýningu Gísla Jónassonar í Akóges og atburði sem fram fara utan veitinga- og gististaða í atvinnuskyni og em til þess fallnir að valda ónæði, svo sem vegna hávaða og kalla á eftirlit og/eða löggæslu. Hér undir geta fallið t.d. útihátíðir, útitónleikar, skóladansleikir og tjaldsamkomur." Ekki er nokkur leið að koma auga á að tækifærisleyfi geti lagalega átt við þegar skemmtistaðurinn Höllin er annars vegar. Það eina sem rétt er að gera er að benda eigendum og rekstraraðilum á að framkvæma nauðsynlegar lagfæringar á þessu húsnæði, þannig að það öðlist öll tilskilin leyfi sem reksturinn kallar á,“ sagði Páll í bókun sinni. Meirihluti bæjarráðs tók undir ábendingar minnihlutans um að það sé ótækt að húsnæðið byggi sína starfsemi á tækifærisleyfum sökum þess að það standist ekki kröfur heilbrigðiseftirlitsins. „Hins vegar klukkan sex á sýningu Freyju Önundar í Vélasal. Klukkan átta opna Ási Friðriks, Gerður og Henson sýningu í Kiwnis. Volcano Open, opið golfmót sem Golfklúbburinn stendur fyrir, hefst þennan dag. Klukkan níu verða tónleikar í Höllinni, Eyjalagaþema með blandaðri dagskrá sem Obbi og Kalli hafa veg og vanda af. Klukkan ellefu verður svo upp- hitun í Skvísusundi sem sennilega á að standa fram á morgun. Laugardagurinn býður upp á göngu á Heimaklett og gönguferð með Arnari Sigurmundsyni um miðbæinn, sem hann kallar Húsin í bænum. Klukkan hálf eitt hefst Fjöl- skylduhátíð og Sparisjóðsdagur í boði Sparisjóðsins þar sem margt verður í boði sem einkum er ætlað unga fólkinu. Þar verða leiktæki, ýmsir skemmtikraftar og slegið verður upp grillveislu. Stórleikur verður í fótboltanum þegar meistaraflokkur ÍBV karla mætir KS Leiftri á Hásteinsvelli. Klukkan hálf fimm verður form- leg opnun á Eldheimum, sem er helgað goshlutanum í safnaflóru bæjarins. Þar verður tískusýning á fatnaði fatahönnuða frá Eyjum. Um tónlistina sér hljómsveitin Tríkot. Einn skemmtilegasti hluti er það hlutverk bæjarráðs að veita umsögn um skipulag og afgreiðslu- tíma og á þeim forsendum veitir meirihluti bæjarráðs jákvæða um- sögn,“ sagði í bókun meirihlutans. Málið var tekið til umræðu og staðfestingar og þá barst svohljóð- andi bókun frá meirihluta bæjar- stjórnar: „Bæjarráð veitir ekki skemmtanaleyfi heldur sýslumaður og er bæjarráð einungis umsagnar- aðili í slíkum málum meðal annarra aðila. I lögum um skemmtanahald er skýrt kveðið á um hlutverk sveitarstjómar og í 10. gr. laganna segir að sveitarstjórnir skuli stað- festa að afgreiðslutími og staðsetn- ing staðar séu innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitar- félagsins segja til um. Bæjarráð skiptir sér ekki af þeim lagaheim- ildum sem sýslumaður hefur til að veita skemmtanaleyfi enda er sú goslokahátíðar eru frásagnir úr gos- inu sem að þessu sinni er stjómað af Grími Gíslasyni. Hist verður í Vélasalnum og hefst dagskráin klukkan átta. Skvísusund hefur yfirleitt verið vettvangur þeirra eldri sem safnast þar saman eins og á góðu ættarmóti þegar líða tekur á kvöldið. Nú fá krakkamir sinn skammt og verður dagskrá helguð bömum og ung- lingum frá klukkan níu til ellefu á laugardagskvöldið. Þá taka hinir eldri við, taka lagið og rifja upp gömul kynni og em að fram á morgun. Hljómsveitir og skemmti- kraftar í Skvísusundi eru Eymenn, Dans á rósum, Árni Johnsen, Lalli & Eygló, Obbossí, Tríkot og hljómsveitin Afrek kemur fram í pásum. Þakkargjörðarmessa í Landakirkju, ganga að krossinum í gíg Eldfells eru hefðbundin atriði á sunnudegi í goslokum. Þar finnst gömlum og yngri Eyjamönnum notalegt að koma saman. Þar kemur m.a. fram Kór eldri borgara sem sló eftir- minnilega í gegn á sönghátíðinni í Höllinni á sjómannadaginn. Þar með er botninn sleginn í dagskrá goslokahátíðar en þess má geta að messað verður í Seljakirkju í Reykjavík fyrir þá gömlu Vest- mannaeyinga sem ekki eiga heiman gengt þessa helgi. ákvörðun á hans ábyrgð. Eini ágreiningurinn um Höllina í dag lýtur að hljóðmengun frá húsinu og er hlutverk heilbrigðisnefndar að veita umsögn um þann þátt en ekki bæjarins. Fyrir liggur bréf frá eigendum Hallarinnar, sem sent var umhverfisráðuneyti 19. maí sl. Samkvæmt bréfinu liggur fyrir framkvæmdaáætlun sem miðar að því að minnka hljóðmengun niður fyrir tilskilin mörk. Áætlað er að framkvæmdimar verði boðnar út í þessum mánuði og ljúki í september nk. Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því að unnið skuli að endurbótum á Höllinni sem munu vonandi verða til þess að deilum um Höllina ljúki enda húsið mikilvægt menningar- starfi Vestmannaeyinga." Málið var síðan samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá. Frá brettamönnum: Þakka fyrir sig Ingó Olsen, einn af þeim sem sýndu listir sínar við Friðarhöfn á laugardegi Sjómannadags- helgarinnar, hafði samband við Fréttir fyrir hönd hópsins og vildi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu þá við gjörninginn. „Mig langar að koma á fram- færi þökkum frá okkur strák- unum úr Reykjavík fyrir góða umönnun, stuðning og skemmti- legan tíma. Okkur langar að þakka Sjómannadagsráði, Pizza 67, Fjólunni, foreldrum hans Mumma fyrir húsnæðið, Björgunarsveitinni og öllum Eyjamönnum fyrir að stússast með okkur í öllu og engu. Sérstakar þakkir fá einnig guttarnir úr Eyjum og strákarnir hans Mumma fyrir að sýna karakter og dugnað. Takk fyrir okkur," segir í orðsendingunni Afrek með nýtt lag á vefnum Eyjabandið Afrek hefur sett nýtt lag á heimasíðu hljómsveitar- innar, www.myspace.com/afrek. Strákamir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því um er að ræða gamla slagarann Boat on the river sem ameríska rokkbandið Styx gerði vinsælt snemma á níunda áratugnum. Hljómsveitina Afrek skipa þeir Helgi Torshamar, Sævar Helgi Geirsson, Birkir Ingason og Jóhann Ágúst Torshamar. Hægt er að hlusta á lagið á síðu hljómsveitarinnar auk þess sem þar er að fínna lagið Guðlaugssundið sem sveitin gerði á síðasta ári. Hljóðmengun í Höllinni niður fyrir tilskilin mörk í september Útgefandi: Eyjasýn elif. 480378-0549 - Vestmannaoyjuin. RitBtjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgciisdóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellert Selieving. fþróttir: Ellert Selieving. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. i'estmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 Citio & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfangáafpóstur frettdr@cyjafivttir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir. is FRÉfi'i'lB konia útalla fimintudaga. Bladið erselt i áskrift og einnig i lansasöluá Kletti, Tvistinnm, Toppnum, Vöruval, Ilerjólfi, h’lughafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉTiiR eru prcntaðar í 3000 eintökum. FRÉTTiReru aðilar að Samtökuin bæjar- og héraðsfréttablaða Éftirprentun, liljóöritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sc getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 24. tölublað (12.06.2008)
https://timarit.is/issue/376191

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. tölublað (12.06.2008)

Aðgerðir: