Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 12. júní 2008 smiðurinn á bak tið Tyrkjaránið á í \ ^ VCnð hugmynda- «■ v —■ i paöan komu ránsmennirnir sem herjuðu á Austfirði og V estmannaeyjar. Borgin heyrði formlega undir Tyrkjasoldán en fór þó SÍnu fram í flestum málum. Borgin Salé í Marokkó var helsta miðstöð sjórána Mára sem hraktir voru frá Spáni, en þó var margt um e\TÓpska trúskiptinga í hópi sjóræningja. Who være the Turkish raiders? I T irict. Raid“ it is a misleading tenn toda\ as Although these ^ ^Le. Many óf the muslims were genera s The ieader in the raid in the Westman ^ — ZZX a. 0.™., J ».-* KARI segir að safnið verði með lítið breyttu sniði í sumar en Tyrkjaránssýningin, sem var sett upp í Vélasalnum í vetur, hefur verið sett upp þar í sérstöku rými. Stefnan að þetta nýtist byggðarlaginu sem best -segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafnsins og stjórnarmaður í Sögusetri 1627 en félagið mun sjá um rekstur Byggðarsafnsins í sumar Byggðarsafnið var opnað fyrir gesti á mánudag og verður opið alla daga í sumar, 11.00 til 17.00 á virkum dögum og 13.00 til 17.00 um helgar. Sú breyting hefur verið gerð á rekstri þess að bærinn hefur gert samning við Sögusetur 1627 (áður Tyrkjaránsfélagið) um rekstur safns- ins í sumar. Kári Bjamason, for- stöðumaður Bókasafnsins og einn af félögum í félaginu, segir að það muni sjá um safnið í sumar og fyrirhugað sé að hafa opið alla daga út ágúst og jafnvel fram í september. Síðan sé möguleiki á að halda þessu samstarfi áfram ef vel tekst til. Einstaklingar komu söfn- unum upp Þetta er nokkurt nýmæli, safnið hefur lengst af verið rekið af bænum og sérstakur aðili sem hefur haft yfirumsjón með því, síðast Hlíf Gylfadóttir. Kári segist ekki muna til þess að ákveðnu félagi hafi áður verið falinn slfkur safnrekstur á Islandi. Þó kunni það að vera enda sé ýmis háttur á hafður í rekstri byggðasafna á Islandi. „En við skulum ekki gleyma því að flest, ef ekki öll byggðasöfn og byggðarsöfn á Islandi hafa orðið til fyrir atbeina ákveðinna einstaklinga sem með brennandi áhuga komu þessum söfnum á legg og sáu margir um rekstur þeirra, a.m.k. til að byrja með. Síðan uxu söfnin og döfnuðu, mest fyrir þeirra atbeina og áhuga. Nægir þar að nefna Þórð Tómasson í Skógum og svo Þorstein Þ. Víg- lundsson hér í Eyjum. Mér finnst eins og sami andi sé hér til kominn á ný, þegar áhugamannafélagi um sögu byggðarlagsins er falið þetta verkefni," segir Kári Bjamason. Sögusetrið 1627 er félagsskapur sem hingað til hefur einbeitt sér að einum ákveðnum atburði í sögu eyjanna en Kári segir að nú muni félagið einbeita sér að því að koma upp því sem kalla mætti fræðandi starfsumhverfí. „Þetta er tilraun til að koma þeim þætti betur inn í safnið, hluti af menningarstefnu bæjarfélagsins, Sagnaheimi. Og dýpsta röddin í Sagnaheimi er án efa Tyrkjaránið," segir Kári. Tyrkjaránssýningin sett upp á ný Safnið verður með lítið breyttu sniði í sumar en Tyrkjaránssýningin, sem var sett upp í Vélasalnum í vetur, hefur verið sett upp þar í sérstöku rými. Kári segir að þar hafi verið fyrir sýning á köfunarbúnaði í eigu Sigurðar Oskarssonar en þeir munir verði nú til sýnis í anddyri Safna- hússins þar sem þeir voru upphaf- lega settir upp, á sýningunni Maðurinn og hafið, fyrir fjórum árum. Kári segir enn fremur að ætl- unin sé að halda alþjóðlega ráðstefnu í Eyjum í haust um sjórán í norðurhöfum og þar muni m.a. erlendir sérfræðingar mæta. „Bæjarbúar munu fínna fyrir nokkrum breytingum á safninu í sumar,“ segir Kári. „Það er ætlun félagsins að reyna að tengja muni safnsins betur við söguna. Safna- húsið er í raun sögusafn, sagna- heimur. I sumar mun félagið einkum beita sér í því er tengist rán- inu 1627. Ef framhald verður á þessu samstarfí við bæinn, verður ráðinn sérstakur safnstjóri til að sjá um safnið. En þetta er spennandi atburðarás sem okkur þykir vænt um að taka þátt í.“ Viljum fá hugmyndir bæjarbúa Eins og fram kom hér að framan, verður safnið með nær óbreyttu sniði í sumar, að því frátöldu að Tyrkjaránið fær þar sinn sess. „Minn áhugi stendur til þess að munir Byggðarsafnsins séu ekki bara munir sem standa þar ósnortnir, heldur getum við komið þeim og sögu þeirra betur til skila. Að gestir safnsins sjái ekki bara fjallið, heldur finni þytinn af sögu þess, svo notað sé líkingamál," segir Kári. „Svo við höldum áfram með fjallið, þá er fjall lítils virði ef það heitir ekkert og hefur enga sögu. Þessi hópur veit hvaða fjöregg hann er með í hönd- unum. Við höfum unnið að því að búa til batterí kringum ránið og hugur okkar stendur til að gera Vest- mannaeyjar að miðstöð þessarar umfjöllunar, ekki bara á íslandi heldur í öllum heiminum. Ef okkur tekst að tengja það við Byggðar- safnið þá er það vel, því að við viljum veg þess sem mestan." Kári segir að félagið vilji fá skoð- anir fólks á því hvernig safnið eigi að vera, enda eigi byggðarsafn að vera hjarta hvers byggðarlags. Hann hvetur því bæjarbúa til að hafa samband við sig eða aðra í félaginu með skoðanir sínar og hugmyndir. „Safn, sem er bara einstakir hlutir án sögu, hefur ekki tilgang," segir Kári. I stjórn félagsins eru, auk Kára, Sigurður Vilhelmsson, formaður, Þórður Svansson, Helga Hallbergs- dóttir, Ragnar Óskarsson, Hall- grímur Rögnvaldsson, Karl Gauti Hjaltason og Guðbjörg Sigurgeirs- dóttir. Kári segir að félagið hafi notið mikils stuðnings Steinunnar Jóhannesdóttur, rithöfundar sem hefur öðrum meir rannsakað Týrkja- ránið og ritað um það. „Við höfum fengið fé af fjárlögum og einnig vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórn- arinnar, auk þess sem bærinn leggur líka fé til reksturs safnsins. Það má líta á þessa aðkomu félagsins að safninu sem viðleitni okkar til að koma þessu fé til byggðarlagsins. Rétt er þó að taka fram að við vinn- um sem sjálfboðaliðar og stefna okkar er að þetta nýtist byggðarlag- inu sem best auk þess sem við sjáum þama gott tækifæri til að vinna enn betur að stefnu félagsins," sagði Kári Bjamason að lokum. BREIK og HIPHOP námskeið í HRESSÓ Natasha Monay Royal, dans- ari, danshöfundur og dans- kennari verður með dansnám- skeið í Hressó helgina 21. og 22. júní. Það verða fjögur námskeið í boði: 1. BREIK f. 8-11 ára 2. BREIK f. 12 ára og eldri 3. HIPHOP f. 12-15 ára 4. HIPHOP f. 16 ára og eldri Natasha fæddist þann 7. febrúar 1973 í Bandaríkj- unum, en hún ólst upp í Brooklyn, New York og í New Haven, Connecticut. Natasha byrjaði að dansa breikdans árið 1983 þegar hún var 10 ára gömul. Natasha byrjaði danskennaraferil sinn á íslandi árið 1998. Hún byrjaði að kenna í Dansskóla Heiðars Astvalds, 1998-2001 en fór svo að kenna í Kramhúsinu frá 2001 og kennir þar enn í dag. Einnig er hún að kenna í Dansskóla Jóns Péturs og Köru, í Árbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og víðar. Hún kennir Hiphop og Breakdance og hefur sinn sérstaka stíl í Street Dance. Natasha er meðlimur í dans- hóp sem hún byrjaði með árið 2005 og heitir „Vicious Vikings“. En þar blandar hún saman nemendum sínum sem dansa Hip hop, Breikdans og Street Style á sinn einstaka hátt. Svo mætti líka nefna að hún hefur oft sýnt dans á 17. júní og Menningarnótt í Reykjavík, fullt af skóla- böllum og nokkuð mörg þeirra á Broadway. Svo hefur hún verið í blöðum, sjónvarps- þáttum, auglýsingum, tískusýningum og svo mætti lengi telja. Fréttatilkynning. Nokkur orð um Sigríði Valgerði Hún var alltaf kölluð Sigga Vala. Hún setti ákveðinn svip á dag- legt líf hér í bæ. Ekki er mér kunnugt um uppruna hennar né hvenær hún kom til Eyja, en snemma á Eyjadvöl hennar hafði hún herbergi í Landlyst. Þá voru dæturnar fjórar fæddar í Landlyst, Sesselja, sú yngsta, hændist mjög að Siggu og svaf hún iðulega hjá henni. Svo sterkar taugar hafði hún til Sellu, eins og hún var kölluð, að við lá að henni fyndist hún eiga hana. Ég kynntist þessu löngu seinna hvað Sella var nærgætin við Siggu. Sigga þénaði nær alla tíð á heimilum annara. Ég man hana fyrst hjá Matthíasi á Litlhólum, en ég ólst upp þar í nágrenni. Hún fór fyrst út á almennan vinnumarkaðl958 og fór í fiskinn í Fiskiðjunni og einmitt þá átti hún sextugsafmæli. Hún var ákaflega vel skapi farin og ávallt kát og góð í umgengni. Það var þá sem ég kynntist Siggu Völu, en Sella í Landlyst var þá að vinna þarna og þá tók ég eftir hversu umhugað henni var að Sigga ofgerði sér ekki, hún hafði aldrei unnið í svona umhverfi áður. A þeim tíma var alltaf talað um kynlega kvisti í samfélagi manna og mætti telja að hún félli í þann hóp. Hún er alveg ógleymanleg þeim sem kynntust henni og um- gengust hana. Ég kann nokkur smellin tilsvör sem hún lét út úr sér, en ég tí- unda það ekkert frekar. Hún er mér ætíð minnisstæð. Meðfylgjandi mynd er tekin á sextugsafmæli hennar. Sigga skuldaði aldrei neinum neitt. Þegar hún kvartaði um ireytu í baki, þá keypti ég hita- poka og gaf henni, en hún keypti slæðu og gaf konunni minni og vafalaust hafði slæðan kostað jafn mikið og hitapokinn. Við gáfum henni náttkjól í afmælis- gjöf og þá keypti hún ávaxta- dósir til að gefa dætrum okkar Hún var lengi vinnukona að Sigríðarstöðum í Stórhöfða, en eftir að það lagðist í eyði flutti hún í bakhús við Garðhús, Kirkjuvegi 14, sem hún kallaði Sigríðarstaði. Síðast vissi ég um hana hjá Árna í Garðsauka. EJ'tir rað vissi ég lítið um hana. Ég var frá Eyjum í 30 ár og allt var orðið öðruvísi þegar ég kom aftur. Akureyri, 12 /5 '08, Gísli H. Brynjólfsson, málari

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 24. tölublað (12.06.2008)
https://timarit.is/issue/376191

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. tölublað (12.06.2008)

Aðgerðir: