Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 12. júní 2008 13 KRISTINN: -Mér fannst kcnnslan almennt mjög góð. Kennarar þurftu alveg eins og við að læra á nýtt kerfi í skólanum og aldursskiptinguna en í hcildina var ég mjög sáttur. BRYNJA: -Ég stefni á Versló næsta vetur og vona að ég komist inn. Ég vel Versló af því að mig langar að prófa eitthvað nýtt, búa á nýjum stað og kynnast nýju fólki. Kristinn og Brynja náðu góðum árangri á samræmdu prófunum: Hann er með bíladellu og hún er að læra að fljúga 1 síðustu viku var stór hópur unglinga útskrifaður úr Grunnskóla Vestmannaeyja eða alls 86 krakkar. Útskriftin fór fram við hátíðlega athöfn í Landakirkju og var fjöldi verðlauna afhentur vegna góðs námsárangurs. Fréttir heyrðu hljóðið í tveimur nemendum á þessum tímamótum, þeim Kristni Pálssyni og Brynju Þrastardóttur. Kristinn Pálsson, sonur Rutar Haraldsdóttur og Páls Guðmunds- sonar, útskrifaðist og fékk auk þess viðurkenningu fyrir góða mætingu og fyrir góðan árangur í stærðfræði. Kristinn segist mjög sáttur við skól- ann og ekki síst eftir þær breytingar sem gerðar voru á skólastarfmu síðustu tvö ár. „Mér finnst hafa gengið mjög vel að fara í þessar breytingar, að sam- eina skólann og svo að aldursskipta honum núna í vetur og í raun er ég í dag hæstánægður með breyting- amar. Mér finnst að flestir jafn- aldrar mínir séu sammála mér. Sjálfur var ég reyndar mjög á móti þessum breytingum á fyrstu önn en þetta var klárað mjög vel. Reyndar var engin unglingaaðstaða til að byrja með í vetur en hún kom um áramót og þá var maður orðinn sáttur.“ Fannst þér skólinn verða betri við þessar breytingar? „Já, ég held það. Mjög fljótlega fannst mér ég alltaf hafa verið í Bamaskólanum en ég kom úr Hamarsskóla en auðvitað kom um helmingur krakkanna með mér þaðan. Ég kannaðist því við flesta og kynndst fleirum úr Bamaskól- anum og það gekk mjög vel. Við vomm líka mjög heppin sem kom- um úr Hamarsskóla að mjög margir kennarar fylgdu okkur yfir sem gerði breytinguna enn auðveldari. Mér fannst stærsta breytingin í vetur þegar aldursskiptingin var gerð en árið áður, þegar skólinn var sameinaður, þá fann maður ekkert fyrir neinni breytingu. Þaðvarjú nýtt nafn á skólanum og nýr skólastjóri en að öðru leyti gekk skólastarfið bara sinn vanagang. Ég held samt að það hafi verið nauðsynlegt að taka tvo vetur í þessar breytingar svo þær gengju sem best fyrir sig.“ Nú kemur þú úr Hamarsskóla, hvernig var tekið á móti ykkur í Barnaskólanwn ? „Bara vel. Ég viðurkenni það alveg að ég var ekkert mjög spennt- ur fyrir því að skipta um skólahús- næði og vildi helst af öllu klára grunnskólann á sama stað. En eftir á að hyggja var þetta bara gaman og ég hefði ekki vilja missa af tækifærinu til að kynnast öllum krökkunum í árganginum. Ég var einn af þeim sem var hvað mest á móti þessari sameiningu en ég var líka fljótur að skipta um skoðun þegar veturinn byrjaði.“ Kristinn heldur áfram og segir að kennslan í vetur hafi verið mjög góð. „Mér fannst kennslan almennt mjög góð í tíunda bekk. Kennarar þurftu, alveg eins og við, að læra á nýtt kerfi í skólanum og aldurs- skipdnguna en í heildina var ég mjög sáttur." Samræmdu prófin ofmetin Eins og svo margir kannast við er hluti útskriftar úr grunnskóla fólg- inn í því að taka samræmt próf, sem reyndar eru í dag tekin í fleiri bekkjum en þeim tíunda. Mörgum hefur fundist gert fullmikið úr sam- ræmdum prófum og Kristinn tekur undir það. „Þessi próf eru vissu- lega nauðsynleg því próf á milli bekkja og á milli skóla eru ekki eins og kannski misþung. I sam- ræmdum prófum taka allir krakkar á landinu sama prófið og þá sér maður virkilega hvar maður stend- ur. En mér finnst stundum gert fullmikið úr mikilvægi prófanna. Ég hafði það stundum á til- fmningunni í vetur að ef maður stæði sig ekki vel í samræmdu prófunum þá ætti maður enga möguleika á framhaldsnámi. Það er auðvitað ekki rétt. Ef maður fær slakar einkunnir þá fer maður bara hægar yfir í framhaldsskóla þannig að samræmd próf eru kannski svolítið ofmetin. En þau skipta auðvitað máli, mér gekk vel þannig að ég er sáttur.“ Hvernig var félagslífið í vetur? „Félagslífið var mjög gott, sérstak- lega eftir að félagsaðstaðan var löguð. Féló spilar auðvitað stóra rullu og krakkarnir þekkjast úr starfmu þar og félagslífið fer að miklu leyti fram þar.“ Vinnur í Bragganum í sumar Eins og flestir þeirra sem útskrif- uðust er Krisdnn kominn á vinnu- markaðinn en hann fer kannski dálítið óhefðbundna leið. „Já, ég verð að vinna á Bíla- verkstæðinu Bragganum í sumar og er spenntur fyrir því. Ég hef alltaf verið með bíladellu og fékk að vinna í Bragganum þegar við fórum í starfskynningu. Það gekk vel og svo þegar kom að þvf að fá vinnu í sumar þá sótti ég bara um hjá Darra og fékk vinnu. Mér finnst þetta mun betri kostur en að vera lokaður inni í frysdhúsi og sjá ekki einu sinni sólina. Annars hef ég lídð planað hvað ég ætla að gera í sumar, bara vinna og svo njóta góða veðursins í Vestmannaeyjum." Hvað með nœsta vetur, œtlarðu ( skóla? „Já, ég geri ráð fyrir því og þarf reyndar að klára það mál í þessari viku. Mig langar mikið að fara í Versló. Bæði er það mjög góður skóli og svo er félagslífið þar frábært, mikil leiklist og ég er mjög spenntur fyrir því. En ég hef enn ekki gert upp huga minn hvar ég verð næsta vetur.“ Þú œtlar semsagt að taka stúd- entinn ? „Já, eins og staðan er núna stefni ég á það. Ég væri líka alveg til í að læra bifvélavirkjun en geri ráð fyrir að laka stúdentinn. Annars veit ég ekkert hvað mig langar að læra í framtíðinni, möguleikarnir eru svo ótal margir enda hef ég áhuga á svo mörgu þannig að ég geri ráð fyrir að klára stúdentinn og sjá svo til eftir það. Helga Tryggvadóttir var mjög duglega í vetur að kynna fyrir okkur hina ýmsu möguleika varðandi námið, bæði bóklegt nám og iðnnám. Ég held að margir hafi áhuga á iðngreinum en margir fara bara í stúdentinn því þeir vita ekkert hvað þeir vilja,“ sagði Kristinn að lokum. Brynja var hlynnt breyt- ingunum Brynja Þrastardótdr fékk viður- kenningu fyrir góða ástundun og einnig fyrir góðan árangur í stærðfræði. Brynja var í Hamars- skóla áður en kom að aldurs- skipdngunni og tekur undir með Kristni að skiptingin hefði gengið vel. „Mér fannst þessar breydngar fínar og var alltaf mjög hlynnt þeim. Ég var mjög spennt yfir því að kynnast nýjum krökkum og fannst ekkert erfitt að skipta um skóla. Ég átti frekar von á þvf að skólinn yrði betri með sam- einingunni þar sem þá væru fleiri krakkar í hverjum árgangi. Félagslífið verður miklu fjöl- breyttara enda miklu skemmtilegra að vera með rúmlega áttatíu krökkum en fjörutíu. Mér fannst kennararnir lfka að mörgu leyti mjög góðir, fannst þeir reyndar betri í Hamarsskólanum en fínir í vetur.“ Hvað finnst þér um að taka sam- rœmd próf í lok grunnskólans? „Að mörgu leyti er það svolítið ósanngjamt því ef þú ert eitthvað stressaður eða illa fyrir kallaður þá getur þú lent í vandræðum í fram- haldsskólanum, bara út af einu prófi. Þessi próf skipta framhalds- skólana miklu máli þegar þeir raða nemendum í hrað- eða hægferð og því mikilvægt að ná góðum árangri. En það er samt enginn heimsendir þótt maður fari í hægferð í fram- haldsskóla." í flugnám eftir grunnskóla Það er óhætt að segja að Brynja fari ótroðnar slóði þegar verkefni sumarsins eru annars vegar en strax að lokinni útskrift úr grunnskóla, dreif hún sig í flugnám í Reykjavík. En af hverju flugnám? „Það var eiginlega pabbi sem hvatti mig áfram til að fara í þetta. Ég hafði ekkert velt þessu sérstak- leg fyrir mér en var búin að prófa að fara í flugtíma í Vestmanna- eyjum. Núna er ég í Flugskóla íslands hérna í Reykjavi'k og er á hraðnámskeiði sem tekur sex vikur. Eftir það þarf ég að fljúga í eina fimmtán tíma til að fá sólóprófið og svo 140 til að fá einkaflugmanns- réttindin. Eftir það má ég fljúga með farþega en svo þarf maður að taka atvinnuréttindapróf ef maður ætlar sér að vinna við þetta en ég held að ég megi það ekki fyrr en eftir stúdentsprófið." Er ekkert mál að hoppa upp í flugvél ogfljúga afstað? „Nei, nei, það er minnsta málið að stýra vélinni. Hins vegar eru miklir útreikningar í þessu og mér finnst stundum svolídð snúið að stilla mælana og reikna en þetta er samt mjög gaman. Þetta námskeið, sem ég er á núna, er eingöngu bóklegt en ég á vonandi eftir að fljúga eitt- hvað í framtíðinni." Hvað með framtíðina, œtlar þú að verða atvinnuflugmaður? „Ég held ekki. Ég stefni á að fara í Versló næsta vetur og vona að ég komist inn. Ég vel Versló af því að mig langar að prófa eitthvað nýtt, búa á nýjum stað og kynnast nýju fólki,“ sagði Brynja að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 24. tölublað (12.06.2008)
https://timarit.is/issue/376191

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. tölublað (12.06.2008)

Aðgerðir: