Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 12. júní 2008 Hef þroskast mikið sem leik- maður síðustu tvö ár - segir knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem hefur kynnst hæstu hæðum og dýpstu dölum atvinnumennskunnar á stuttum ferli GUNNAR: Ég veit að þetta var rétt ákvörðun því ég hef þroskast mjög mikið á þessum tíma sem er liðinn frá því að ég fór frá Halmstad, bæði sem einstaklingur og sem knattspyrnumaður. Ég hef kynnst þessari hlið knattspyrnuheimsins og þetta hefur reynt mikið á andlegu hliðina en ég stend enn í báða fætur og horfi bjartsýnn á framtíðina. Það er óhætt að segja að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafi kynnst öllum hliðum atvinnumannsins í knattspymu í þann stutta tíma sem hann hefur verið í þeirri grein. Gunnar fór til sænska liðsins Halm- stad frá ÍBV og gekk frábærlega, var á einu ári orðinn einn vinsælasti leikmaður liðsins og mikill marka- skorari. Halmstad gekk á sama tíma mjög vel, sérstaklega í Evrópukeppninni. Þar sló liðið m.a. út portúgalska liðið Sporting Lissabon með frábærum útisigri sem Gunnar Heiðar átti apðvitað stóran þátt í. I framhaldinu lóru mörg lið að renna hýru auga til Eyjapeyjans sem söðlaði um og gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Hanno- ver. Eftir að sú ákvörðun var tekin má segja að allt hafi farið að ganga á afturfótunum og Gunnar var oft meiddur. Hann var að lokum lánaður til norska liðsins Váler- enga og nú eru blikur á lofti með stöðu hans þar. Fréttir slógu á þráðinn til Gunnars sem var á leið í stutt sumarfrí með unnustu sinni, Eyjastúlkunni Bjarnýju Þorvarðardóttur en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman í næsta mánuði. Líst vel á Ólaf Gunnar hefur verið fastamaður í leikmannahópi íslenska landsliðsins en hann lék síðasta leik liðsins, lapleik gegn Wales á Laugardals- velli. Gunnar var eðlilega ekki sáttur við niðurstöðu leiksins. „Miðað við hvemig leikurinn þróaðist þá er maður ekki sáttur við að tapa og við hefðum átt að fá miklu meira út úr þessum leik. Wales fékk eitt færi, og varla það, og skoraði úr því en við vorum alveg ágætir í fyrri hálfleik. Það var hins vegar fínt að fá þennan leik því margir ungir leik- menn fengu tækifæri og stóðu sig bara nokkuð vel. Þetta var þar af leiðandi ekki marktækur leikur varðandi getu íslenska liðsins en eins og Olafur þjáli'ari sagði, þá er hann með fjörutíu leikmenn á lista og maður veit í raun aldrei hvaða leikmenn hann velur hverju sinni.“ Talandi um Olaf Jóhannesson, nýráðinn þjálfara íslenska liðsins, hvernig líst þér á hann? „Mér líst vel á hann, hann er fínn náungi og hefur náð mjög góðum árangri með FH. Hann vill líka að leikmenn taki ábyrgð á því sem gert er inni á vellinum og hvetur okkur til að reyna. Við erum ekki fastir í einhverju kerfi sem má ekkert brjóta upp og mér líkar vel við það.“ Fékk slæma meðhöndlun lækna Eins og áður kom fram hefur Gunnar Heiðar upplifað hæstu hæðir og dýpstu dali atvinnu- mennskunnar á síðustu þremur árum en hann segir að vistaskiptin úr Halmstad og yfir í Hannover haft verið erfið. „Eg átti von á því að þetta gengi betur en ég lendi bæði í nára- og hnémeiðslum og það er auðvitað alveg vonlaust að byrja hjá nýju félagi með því að vera meiddur nánast allt tímabilið. Ég fór til Hannover til að byggja ofan á þann árangur sem ég hafði náð með Halmstad, taka næsta skref sem atvinnumaður og verða betri fótboltamaður. En ég var að ná mér af fótbroti þegar ég kom til Þýskalands og svo ég segi bara alveg eins og er þá fékk ég mjög slæma meðhöndlun við þeim meiðslum sem ég tel að hafi leitt að öðrum meiðslum sem ég varð fyrir sama vetur. Læknar liðsins og forráðamenn virtust ekki hafa neinn skilning á því að ég væri að ná mér eftir fót- brot, hentu mér bara í þrekæfingar og hlaup og læknarnir sinntu mér ekki rétt. Þetta var orðið mjög slæmt og ég var mjög kvalinn, þangað til einn daginn að ég sagði við þá að ég ætlaði til íslands til að láta lækna íslenska landsliðsins kíkja á mig. Það tók ekki nema fimmtán mínútur að finna út hvað amaði að mér hér á Islandi sem sýnir hvemig mér var sinnt þarna úti. En ég náði einhvérjum leikjum með Hannover, m.a. æfmgaleik gegn Real Madrid þar sem ég skoraði eitt mark. Það er auðvitað eitthvað sem maður lifir á í ellinni, að hafa spilað gegn þessum stjöm- um og skorað gegn þeim.“ Gunnar segir að fyrsti veturinn í Þýskalandi hafi reynt mikið á hann andlega vegna meiðslanna. „Já, þetta var orðið mjög erfitt og vem- lega erfitt að geta ekki beitt sér almennilega og fá aldrei að spila." Gekk vel hjá Válerenga Veturinn hjá Hannover leið og þegar Gunnar var orðinn góður af þeim meiðslum var komið að ákvörðunartöku hjá honum. „Ég sagði þjálfaranum að ég vildi spila en eðlilega gat hann ekki lofað mér því. Ég þurfti hins vegar mikið á því að halda að komast í leikform og maður gerir það ekki með því að sitja á bekknum. Við fórum því að þreifa fyrir okkur hjá öðrum liðum með lánssamning í huga. Einbeitt- um okkur að Skandinavíu enda var ég ennþá þekktur þar fyrir frammi- stöðuna með Halmstad. Válerenga sýndi mikinn áhuga á að fá mig og ég ákvað að fara til þeirra í eitt ár og í raun að byrja upp á nýtt. Ég fékk líka frið til þess og er núna að komast í mitt gamla form.“ Gunnar kom til Válerenga á miðju tímabili í norska boltanum þegar staða liðsins var slæm, liðið var við botn úrvalsdeildarinnar og gekk illa að skora. „Já ég var auðvitað fenginn til að setja meiri brodd í sóknarleikinn og það gekk ágæt- lega. Liðinu gekk í það minnsta mun betur eftir að ég kom þangað og við enduðum í sjöunda sæti sem var mjög gott, miðað við hvar liðið var.“ Nú er síðara leiktímabilið komið vel afstað en þú hefur ekkifengið mörg tœkifœri með liðinu? „Nei, og ég hef ekki verið mjög sáttur. Ég reyni að vera þolin- móður, leggja harðar að mér á æfingum en það virtist vera alveg sama hvað ég geri eða hversu vel ég stend mig, ég fæ aldrei tækifæri. Það sem meira er, liðinu hefur gengið illa að skora mörk í byrjun tímabilsins en samt fékk ég ekki tækifæri. Reyndar hefur það breyst í síðustu leikjum og ég hef náð að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Ég var eiginlega farinn að sætta mig við að fara annað en svo hefur gengið vel í síðustu leikjum þannig að ég er í hálfgerðu limbói.“ Lánssamningurinn rennur út núna í júní. Hafa forráðamenn Váler- enga eitthvað rœtt framhaldið við þig? „í raun hefur lítið verið rætt við mig og ég þyrfti auðvitað að fá að mína stöðu á hreint. Við Bjarný eigum von á bami í næsta mánuði og ég get ekki verið að standa í flutningum á milli landa þegar að því kemur. Forráðamenn Válerenga eru undir mikilli pressu frá stuðningsmönn- um að halda mér en það er í raun bara einn maður sem ræður þessu og það er þjálfarinn. Það er líka ekkert auðvelt að vera að skipta um lið núna þar sem ég hef í raun ekki spilað neitt af viti síðustu tvö ár. Ég get ekki endalaust lifað á því sem ég gerði hjá Halmstad." * Ekki inni í myndinni að fara aftur til Hannover Gunnar segist þó ekki hafa teljandi áhyggjur af því að komast ekki að annars staðar þar sem nokkur lið hafa þegar spurst fyrir um hann. „Ég á reyndar enn ár eftir af samningi mínum hjá Hannover og veit ekki hvort Hannover og Váler- enga hafi samið um eitthvert kaupverð. En ég veit að önnur lið hafa verið að spyrjast fyrir um mig. Næsta skref sem ég tek er mjög mikilvægt því nú er uppbyggingin eftir meiðslin búin og nú þarf ég bara að fara að sanna mig.“ Er inni í myndinni að snúa aftur til Hannover og klára samninginn þar? „Nei. I sannleika sagt þá er liðið ekki að spila knattspymu sem hentar mínum leikstil þannig að ég er ekki spenntur fyrir því að fara aftur þangað. Við erum að vinna í því að fá mig lausan þaðan fyrir sem lægsta upphæð, helst bara að losna undan samningi þar enda myndi það hjálpa mikið til við að komast að annars staðar." Nú ertu búinn að spila bœði í Svíþjóð og Noregi, er mikill munur á knattspyrnunni í þessum tveimur löndum? „Já, norski boltinn er talsvert öðruvísi og að mínu mati mun líkari enska boltanum en sá sænski. Hér er meiri hraði og leik- menn eru sterkari. í Þýskalandi er hraðinn svo ennþá meiri og mun meiri hraði á leikmönnum án bolta." Var rétt ákvörðun Var það hugsanlega röng ákvörðun á sínum tíma að yfirgefa Halmstad? Hefðir þú kannski átt að taka eitt tímabil í viðbót í Svíþjóð? „Veistu, ég er búinn að fara yfir þetta milljón sinnum og niðurstaðan er alltaf sú sama. Ég'veit að þetta var rétt ákvörðun því ég hef þroskast mjög mikið á þessum tíma sem er liðinn frá því að ég fór frá Halm- stad, bæði sem einstaklingur og sem knattspyrnumaður. Ég hef kynnst þessari hlið knattspyrnu- heimsins og þetta hefur reynt mikið á andlegu hliðina en ég stend enn í báða fætur og horfi bjartsýnn á framtíðina. Ég þurfti líka að fara í mikla naflaskoðun í Þýskalandi þannig að þegar upp er staðið held ég að ég komi sterkari út úr þessu en ef allt hefði gengið eins og ég hafði hugsað mér.“ Hvenær má svo búast við að þín mál skýrist? „Ætli það verði ekki á næstu tveimur vikum. Lánssamningurinn er aðtenna úl þannig að það er í raun ekki eftir neinu að bíða. Eins og ég sagði áðan þá vill maður fá þessa hluti á hreint þar sem Eyja- peyinn okkar Bjarnýjar er á leið- inni.“ Þarf að ná fleiri mörkum en Trausti Eins og alltaf fylgist Gunnar vel með sínu gamla félagi, ÍBV og hann segist gleðjast mjög yfir vel- gengni liðsins í upphafi Islands- mótsins. „Það hefur verið frábært að fylgjast með IBV í upphafi móts og greinilegt að Heimir er að gera góða hluti með liðið. Mér fannst maður lesa það á milli línanna í fyrra að menn ætluðu að taka 1. deildina með vinstri eins og maður segir. En mér sýnist það hafa verið ágætt fyrir liðið að fá svona „wake up call“ og komast ekki upp. Mér sýnist menn vera klárir í slaginn núna. En það slæma við gengi Eyjaliðanna er að Trausti Hjaltason, fyrirliði KFS, er búinn að skora fleiri mörk en ég í sumar. Ég verð greinilega að hafa mig allan við til að breyta því,“ sagði Gunnar að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 24. tölublað (12.06.2008)
https://timarit.is/issue/376191

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. tölublað (12.06.2008)

Aðgerðir: